Matthías keypti blokk á Akranesi af Heimavöllum hf. Björn Þorfinnsson skrifar 16. september 2019 06:45 Fjárfestirinn Matthías Imsland byggir upp óhagnaðardrifið leiguveldi. Fréttablaðið/Ernir Matthías Imsland keypti nýverið fjórtán íbúða blokk við Asparskóga 4, í eftirsóttu nýbyggingahverfi á Akranesi. Hann keypti fasteignina af leigurisanum Heimavöllum í gegnum einkahlutafélag sitt, MPI ehf. Kaupverð fasteignarinnar liggur ekki fyrir en til þess að fjármagna kaupin fékk félag Matthíasar um 250 milljónir króna að láni til 50 ára frá Íbúðalánasjóði. Vaxtakjörin eru 4,20 prósent. Alls fékk félag hans fjórtán lán á bilinu 13-23 milljónir króna en einu láni var þinglýst á hverja íbúð fyrir sig. Lánin sem félag Matthíasar fékk lúta sérstökum kröfum samkvæmt reglugerð frá árinu 2013. Meðal annars skulu lánin aðeins veitt til óhagnaðardrifinna leigufélaga. Ákvæði þess efnis er í stofnskrá fyrirtækis Matthíasar. Félög sem fá slík lán þurfa einnig að uppfylla margs konar önnur skilyrði. Þannig er óheimilt fyrir fyrirtæki að greiða út arð og allur hagnaður af rekstrinum skal fara til uppbyggingar og viðhalds íbúðanna. Þá skal launagreiðslum stillt í hóf. Einnig er tekið fram að félög skuli „hafa það sem langtímamarkmið að eiga og hafa umsjón með rekstri leiguhúsnæðis“.Heimavellir hafa reynt að losa um eignir undanfarið.Fréttablaðið/StefánTveimur dögum eftir að félag Matthíasar fékk í hendurnar afsal fyrir íbúðunum fjórtán frá Heimavöllum seldi félagið tvær íbúðir í blokkinni fyrir samtals 50,6 milljónir króna. Til þess þurfti hann sérstakt leyfi frá Íbúðalánasjóði sem var veitt. Fjármunina notaði hann meðal annars til að greiða upp rúmlega 29 milljóna króna lán frá sjóðnum sem hvíldu á íbúðunum tveimur. Dæmi um aðrar kröfur sem kveðið er á um í reglugerð er að meðalárstekjur íbúa skuli ekki fara yfir ákveðna upphæð. Þá eru sérstakar reglur um hvernig reikna skuli út leiguverð. Í einfölduðu máli skal leiguverð íbúðanna vera sem hlutfall af afborgunum lána Íbúðalánasjóðs að viðbættum rekstri og viðhaldi. Við kaupin tók félag Matthíasar yfir leigusamninga Heimavalla við leigjendur að Asparskógum. Rekstur Heimavalla er langt í frá góðgerðarstarfsemi enda er félagið á markaði og ákveðin arðsemiskrafa ræður þar för. Sú krafa endurspeglast í leiguverði íbúðanna. Þrátt fyrir kröfuna um engan hagnað bendir ekkert til þess að leiguverð leigutaka Matthíasar muni lækka. Matthías hefur áður nýtt sér þessa fjármögnunarleið til kaupa á ellefu íbúðum í Vestmannaeyjum á síðasta ári. DV og Stundin fjölluðu um kaupin á sínum tíma. Þar kom fram að Matthías var aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, á árunum 2013-2016. Á þeim tíma undirritaði Eygló reglugerðina um leiguíbúðalán Íbúðalánasjóðs sem Matthías hefur síðan nýtt sér til að byggja upp óhagnaðardrifna leigufélagið sitt. Matthías hefur þó opinberlega þvertekið fyrir að hafa haft formlega aðkomu að Íbúðalánasjóði. Benti hann á að lánsfjármögnunin stæði öllum til boða svo lengi sem félagið uppfyllti skilyrði Íbúðalánasjóðs. Akranes Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Sjá meira
Matthías Imsland keypti nýverið fjórtán íbúða blokk við Asparskóga 4, í eftirsóttu nýbyggingahverfi á Akranesi. Hann keypti fasteignina af leigurisanum Heimavöllum í gegnum einkahlutafélag sitt, MPI ehf. Kaupverð fasteignarinnar liggur ekki fyrir en til þess að fjármagna kaupin fékk félag Matthíasar um 250 milljónir króna að láni til 50 ára frá Íbúðalánasjóði. Vaxtakjörin eru 4,20 prósent. Alls fékk félag hans fjórtán lán á bilinu 13-23 milljónir króna en einu láni var þinglýst á hverja íbúð fyrir sig. Lánin sem félag Matthíasar fékk lúta sérstökum kröfum samkvæmt reglugerð frá árinu 2013. Meðal annars skulu lánin aðeins veitt til óhagnaðardrifinna leigufélaga. Ákvæði þess efnis er í stofnskrá fyrirtækis Matthíasar. Félög sem fá slík lán þurfa einnig að uppfylla margs konar önnur skilyrði. Þannig er óheimilt fyrir fyrirtæki að greiða út arð og allur hagnaður af rekstrinum skal fara til uppbyggingar og viðhalds íbúðanna. Þá skal launagreiðslum stillt í hóf. Einnig er tekið fram að félög skuli „hafa það sem langtímamarkmið að eiga og hafa umsjón með rekstri leiguhúsnæðis“.Heimavellir hafa reynt að losa um eignir undanfarið.Fréttablaðið/StefánTveimur dögum eftir að félag Matthíasar fékk í hendurnar afsal fyrir íbúðunum fjórtán frá Heimavöllum seldi félagið tvær íbúðir í blokkinni fyrir samtals 50,6 milljónir króna. Til þess þurfti hann sérstakt leyfi frá Íbúðalánasjóði sem var veitt. Fjármunina notaði hann meðal annars til að greiða upp rúmlega 29 milljóna króna lán frá sjóðnum sem hvíldu á íbúðunum tveimur. Dæmi um aðrar kröfur sem kveðið er á um í reglugerð er að meðalárstekjur íbúa skuli ekki fara yfir ákveðna upphæð. Þá eru sérstakar reglur um hvernig reikna skuli út leiguverð. Í einfölduðu máli skal leiguverð íbúðanna vera sem hlutfall af afborgunum lána Íbúðalánasjóðs að viðbættum rekstri og viðhaldi. Við kaupin tók félag Matthíasar yfir leigusamninga Heimavalla við leigjendur að Asparskógum. Rekstur Heimavalla er langt í frá góðgerðarstarfsemi enda er félagið á markaði og ákveðin arðsemiskrafa ræður þar för. Sú krafa endurspeglast í leiguverði íbúðanna. Þrátt fyrir kröfuna um engan hagnað bendir ekkert til þess að leiguverð leigutaka Matthíasar muni lækka. Matthías hefur áður nýtt sér þessa fjármögnunarleið til kaupa á ellefu íbúðum í Vestmannaeyjum á síðasta ári. DV og Stundin fjölluðu um kaupin á sínum tíma. Þar kom fram að Matthías var aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, á árunum 2013-2016. Á þeim tíma undirritaði Eygló reglugerðina um leiguíbúðalán Íbúðalánasjóðs sem Matthías hefur síðan nýtt sér til að byggja upp óhagnaðardrifna leigufélagið sitt. Matthías hefur þó opinberlega þvertekið fyrir að hafa haft formlega aðkomu að Íbúðalánasjóði. Benti hann á að lánsfjármögnunin stæði öllum til boða svo lengi sem félagið uppfyllti skilyrði Íbúðalánasjóðs.
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Sjá meira