Unglingastarf Chelsea farið að bera ávöxt Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. september 2019 16:00 Lampard með Tammy Abraham. Nordicphotos/getty Eftir að hafa fengið skell í fyrsta leik tímabilsins hefur leiðin legið upp á við hjá lærisveinum Frank Lampard í Chelsea. Liðið gerði góða ferð á Molineux-völlinn um helgina, ári eftir að hafa tapað gegn Úlfunum, en í ár var það Chelsea sem hafði 5-2 sigur þar sem Úlfarnir náðu að laga stöðuna undir lokin þegar sigur Chelsea var í höfn. Það var ljóst þegar Lampard tók við liði Chelsea að hann fengi lausan tauminn fyrsta árið. Félagsskiptabannið gerði það að verkum að Lampard fékk ekki að smíða liðið eftir eigin höfði með aðstoð félagsskiptamarkaðsins og þurfti hann því að leita í innviði félagsins. Undanfarin ár hefur Chelsea verið með eitt af fremstu unglingaliðum heims en leikmenn hafa átt erfitt með að brjóta sér leið inn í aðalliðið. Félagið hefur ítrekað sótt leikmenn dýrum dómum með það að markmiði efla sóknarleikinn sem hefur skilað félaginu góðum árangri undanfarin ár á kostnað þess að ungir leikmenn fengju tækifæri en í ár hafa yngri leikmenn liðsins notið traustsins. Sú ákvörðun virðist ætla að borga sig því eftir fimm leiki hefur Chelsea skorað ellefu mörk og öll mörkin komið frá leikmönnum sem komu upp úr unglingastarfi félagsins. Tammy Abraham setti þrjú um helgina og er kominn með sjö mörk eftir fimm umferðir, Mason Mount er kominn með þrjú og Fikayo Tomori braut ísinn um helgina. Abraham var búinn að sýna það að hann kynni að skora mörk á láni í Championship-deildinni með Aston Villa og Bristol á meðan hann beið eftir tækifærinu hjá Chelsea. Það eru miklar kröfur gerðar til framherja Chelsea og virðist hann ætla að standast þær. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Sjá meira
Eftir að hafa fengið skell í fyrsta leik tímabilsins hefur leiðin legið upp á við hjá lærisveinum Frank Lampard í Chelsea. Liðið gerði góða ferð á Molineux-völlinn um helgina, ári eftir að hafa tapað gegn Úlfunum, en í ár var það Chelsea sem hafði 5-2 sigur þar sem Úlfarnir náðu að laga stöðuna undir lokin þegar sigur Chelsea var í höfn. Það var ljóst þegar Lampard tók við liði Chelsea að hann fengi lausan tauminn fyrsta árið. Félagsskiptabannið gerði það að verkum að Lampard fékk ekki að smíða liðið eftir eigin höfði með aðstoð félagsskiptamarkaðsins og þurfti hann því að leita í innviði félagsins. Undanfarin ár hefur Chelsea verið með eitt af fremstu unglingaliðum heims en leikmenn hafa átt erfitt með að brjóta sér leið inn í aðalliðið. Félagið hefur ítrekað sótt leikmenn dýrum dómum með það að markmiði efla sóknarleikinn sem hefur skilað félaginu góðum árangri undanfarin ár á kostnað þess að ungir leikmenn fengju tækifæri en í ár hafa yngri leikmenn liðsins notið traustsins. Sú ákvörðun virðist ætla að borga sig því eftir fimm leiki hefur Chelsea skorað ellefu mörk og öll mörkin komið frá leikmönnum sem komu upp úr unglingastarfi félagsins. Tammy Abraham setti þrjú um helgina og er kominn með sjö mörk eftir fimm umferðir, Mason Mount er kominn með þrjú og Fikayo Tomori braut ísinn um helgina. Abraham var búinn að sýna það að hann kynni að skora mörk á láni í Championship-deildinni með Aston Villa og Bristol á meðan hann beið eftir tækifærinu hjá Chelsea. Það eru miklar kröfur gerðar til framherja Chelsea og virðist hann ætla að standast þær.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Sjá meira