Arnar: Breytingin á hópnum á 10 mánuðum er ótrúleg og þeir eru búnir að breyta ásýnd félagsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. september 2019 20:07 Arnar alsæll að leik loknum. Vísir/Vilhelm „Þetta er geggjað maður,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga hlæjandi þegar hann var spurður út í líðan síðan eftir 1-0 sigur Víkings á FH í úrslitum Mjólkurbikarsins. 48 ár eru komin síðan Víkingur landaði síðast bikarmeistaratitli í knattspyrnu. „Fótboltinn hefur gefið manni mikið en líka verið ansi pirrandi á köflum en á svona stundum er öll erfiðsvinnan þess virði. Strákarnir voru frábærir í dag við erfiðar aðstæður, völlurinn geggjaður reyndar en mikill vindur. Við spiluðum virkilega vel á köflum og held að við höfum átt sigurinn fyllilega skilið,“ sagði Arnar einnig um leik dagsins. Arnar var spurður út í muninn á svona leik sem leikmaður og svo sem þjálfari. „Miklu skemmtilegra sem þjálfari. Þú ert með allt starfsfólkið, leikmennina og færð hjálp frá öllum en á endanum er þetta mjög einmanalegt starf. Þú ert einn í þínu hugarskoti og leggur upp leikinn.“ Arnar hélt áfram. „Ég set upp taktíkina en strákarnir þurfa að gera allt erfiðið. Þeir voru virkilega flottir en við vorum með ungt lið í dag. Öll þessi umræða með Kára [Árnason, landsliðsmann] og Dofra [Snorrason], leiðinlegt að þeir hafi ekki getað spilað með en við bara stigum upp og þetta var virkilega sætt.“ „Þetta er geggjað. Breytingin á hópnum á 10 mánðum er ótrúleg og þeir eru búnir að breyta ásýnd klúbbsins. Fólk er farið að tala um Víkingana aftur sem er virkilega ánægjulegt og strákarnir orðnir að mönnum og mennirnir sem fyrir voru orðnir að leiðtogum,“ sagði Arnar aðspurður um hversu stoltur hann væri af ungu leikmönnunum sínum í dag. Hann gat þó ekki annað en hrósað eldri leikmönnum liðsins líka. „Ekki að Sölvi [Geir Ottesen] hafi ekki verið leiðtogi og það eru leikmenn í félaginu sem eiga þetta svo skilið. Halli [Halldór Smári Sigurðsson] er búinn að vera þarna í 100 ár með sex þúsund leiki og aldrei verið nálægt einu né neinu svo ég er virkilega ánægður fyrir þeirra hönd.“ Varðandi framhaldið. „Nú má ekki sofna á veriðinum. Það þarf að gefa aðeins, allir sem standa að klúbbnum. Ekki vera ánægðir með þennan eina titil og bíða í 50 ár aftur. Nú er tækifærið til að gefa aðeins í, æfa aðeins meira og gera atlögu að enn stærri titli á næsta ári,“ sagði Arnar að lokum en það er ljóst að hann ætlar sér meiri og stærri hluti með Víkingana á komandi misserum. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971. 14. september 2019 19:10 Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971. 14. september 2019 19:30 Urðu bikarmeistarar nákvæmlega 28 árum eftir að þeir urðu síðast Íslandsmeistarar Fjórtándi september er stór dagur í sögu Víkings. 14. september 2019 19:39 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
„Þetta er geggjað maður,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga hlæjandi þegar hann var spurður út í líðan síðan eftir 1-0 sigur Víkings á FH í úrslitum Mjólkurbikarsins. 48 ár eru komin síðan Víkingur landaði síðast bikarmeistaratitli í knattspyrnu. „Fótboltinn hefur gefið manni mikið en líka verið ansi pirrandi á köflum en á svona stundum er öll erfiðsvinnan þess virði. Strákarnir voru frábærir í dag við erfiðar aðstæður, völlurinn geggjaður reyndar en mikill vindur. Við spiluðum virkilega vel á köflum og held að við höfum átt sigurinn fyllilega skilið,“ sagði Arnar einnig um leik dagsins. Arnar var spurður út í muninn á svona leik sem leikmaður og svo sem þjálfari. „Miklu skemmtilegra sem þjálfari. Þú ert með allt starfsfólkið, leikmennina og færð hjálp frá öllum en á endanum er þetta mjög einmanalegt starf. Þú ert einn í þínu hugarskoti og leggur upp leikinn.“ Arnar hélt áfram. „Ég set upp taktíkina en strákarnir þurfa að gera allt erfiðið. Þeir voru virkilega flottir en við vorum með ungt lið í dag. Öll þessi umræða með Kára [Árnason, landsliðsmann] og Dofra [Snorrason], leiðinlegt að þeir hafi ekki getað spilað með en við bara stigum upp og þetta var virkilega sætt.“ „Þetta er geggjað. Breytingin á hópnum á 10 mánðum er ótrúleg og þeir eru búnir að breyta ásýnd klúbbsins. Fólk er farið að tala um Víkingana aftur sem er virkilega ánægjulegt og strákarnir orðnir að mönnum og mennirnir sem fyrir voru orðnir að leiðtogum,“ sagði Arnar aðspurður um hversu stoltur hann væri af ungu leikmönnunum sínum í dag. Hann gat þó ekki annað en hrósað eldri leikmönnum liðsins líka. „Ekki að Sölvi [Geir Ottesen] hafi ekki verið leiðtogi og það eru leikmenn í félaginu sem eiga þetta svo skilið. Halli [Halldór Smári Sigurðsson] er búinn að vera þarna í 100 ár með sex þúsund leiki og aldrei verið nálægt einu né neinu svo ég er virkilega ánægður fyrir þeirra hönd.“ Varðandi framhaldið. „Nú má ekki sofna á veriðinum. Það þarf að gefa aðeins, allir sem standa að klúbbnum. Ekki vera ánægðir með þennan eina titil og bíða í 50 ár aftur. Nú er tækifærið til að gefa aðeins í, æfa aðeins meira og gera atlögu að enn stærri titli á næsta ári,“ sagði Arnar að lokum en það er ljóst að hann ætlar sér meiri og stærri hluti með Víkingana á komandi misserum.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971. 14. september 2019 19:10 Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971. 14. september 2019 19:30 Urðu bikarmeistarar nákvæmlega 28 árum eftir að þeir urðu síðast Íslandsmeistarar Fjórtándi september er stór dagur í sögu Víkings. 14. september 2019 19:39 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971. 14. september 2019 19:10
Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971. 14. september 2019 19:30
Urðu bikarmeistarar nákvæmlega 28 árum eftir að þeir urðu síðast Íslandsmeistarar Fjórtándi september er stór dagur í sögu Víkings. 14. september 2019 19:39