Borgin ætlar að stórefla samráð og samskipti Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 13. september 2019 22:30 Reykjavíkurborg ætlar að stórefla upplýsingamiðlun og samráð við íbúa og rekstraraðila þar sem framkvæmdir fara fram eftir harða gagnrýni undanfarið. Gert er ráð fyrir að fyrri hluta framkvæmda á Óðinsgötu verði lokið um næstu mánaðamót, það sama á við um Hverfisgötu. Fornleifar hafa fundist á þremur stöðum í ferlinu. Hagsmunaaðilar á Óðinsgötu og Hverfisgötu hafa gagnrýnt borgina í fréttum okkar fyrir samráðsleysi, of litlar upplýsingar og frestanir á framkvæmdum í götunum. Framkvæmalokum við Óðinsgötu hefur verið frestað í þrígang og í gær kom í ljós að aftur þarf að fresta framkvæmdum þar til næstu mánaðamóta. Íbúar við hluta Óðinsgötu fengu bréf frá borgaryfirvöldum í gær þar sem fram kom að framkvæmdum yrði að mestu lokið í lok september. “Í heildina þá er verkið náttúrlega að tefjast hjá okkur. Það er að tefjast um fjórar til sex vikur frá því sem upphaflega var lagt upp með. Það er fyrst og fremst vegna þess umfangs sem hefur komið í ljós hér undir yfirborðinu,“ sagði Ámundi V. Brynjólfsson, stjórnandi framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, í samtali við fréttastofu.Hefði ekki mátt sjá þetta fyrir?„Að einhverju leyti kannski, vissulega, en heilt yfir þá vitum við ekki hvað er hér undir yfirborðinu þegar við rjúfum yfirborðið. Hér er hafa til dæmis líka komið í ljós fornminjar á að minnsta kosti þremur stöðum,“ sagði Ámundi jafnframt. Hann segir að borgin hafi ákveðið að stórefla upplýsingagjöf og samskipti við hagsmunaaðila vegna umkvartana þeirra undanfarið. „Það er nú bara þegar komin af stað umbótavinna í því skyni einmitt að bæta upplýsingagjöfina í kringum framkvæmdir og þá sérstaklega hér í miðborginni. Krafan er kannski orðin svolítið sú í samfélaginu núna að fólk vill upplýsingar fljótt og ört, og oft þurfum við að gefa þær nánast maður á mann.“ Ámundi býst við því að Óðinstorg verði að mestu tilbúið í desember. „Og stefnum að því ótrauð enn þá að hér í desember verði jólamarkaður á torginu.“ Hann segir enn fremur að búist sé við að framkvæmdum verði að mestu lokið á Hverfisgötu um næstu mánaðamót. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Segir að borgaryfirvöld skorti auðmýkt, stjórnsýslan völundarhús og framkvæmdir illa útfærðar Hildur segir að eitt af stóru vandamálunum Miðborgarinnar séu kvaðir sem borgin setti á nýbyggingar þess efnis að nýbyggingar þyrftu að gera ráð fyrir verslunarrými á neðstu hæð. Hildur segir að kvaðirnar séu hrópandi ósamræmi við þróunina sem sé að eiga sér stað erlendis. 25. ágúst 2019 15:00 Skoða málsókn vegna Hverfisgötu Lögmaður undirbýr nú mögulega hópmálsókn rekstraraðila við Hverfisgötu á hendur Reykjavíkurborg vegna vanefnda og seinagangs en óvíst er um undirtektir. Hótel við götuna hefur þurft að gefa gestum sínum helmings afslátt vegna framkvæmda. 26. ágúst 2019 07:30 Segir Reykjavíkurborg þurfa að bæta upplýsingagjöf Reykjavíkurborg þarf að bæta verklag sitt hvað varðar upplýsingagjöf vegna framkvæmda, þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs. Sigurborg var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 18. ágúst 2019 13:10 „Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Reykjavíkurborg ætlar að stórefla upplýsingamiðlun og samráð við íbúa og rekstraraðila þar sem framkvæmdir fara fram eftir harða gagnrýni undanfarið. Gert er ráð fyrir að fyrri hluta framkvæmda á Óðinsgötu verði lokið um næstu mánaðamót, það sama á við um Hverfisgötu. Fornleifar hafa fundist á þremur stöðum í ferlinu. Hagsmunaaðilar á Óðinsgötu og Hverfisgötu hafa gagnrýnt borgina í fréttum okkar fyrir samráðsleysi, of litlar upplýsingar og frestanir á framkvæmdum í götunum. Framkvæmalokum við Óðinsgötu hefur verið frestað í þrígang og í gær kom í ljós að aftur þarf að fresta framkvæmdum þar til næstu mánaðamóta. Íbúar við hluta Óðinsgötu fengu bréf frá borgaryfirvöldum í gær þar sem fram kom að framkvæmdum yrði að mestu lokið í lok september. “Í heildina þá er verkið náttúrlega að tefjast hjá okkur. Það er að tefjast um fjórar til sex vikur frá því sem upphaflega var lagt upp með. Það er fyrst og fremst vegna þess umfangs sem hefur komið í ljós hér undir yfirborðinu,“ sagði Ámundi V. Brynjólfsson, stjórnandi framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, í samtali við fréttastofu.Hefði ekki mátt sjá þetta fyrir?„Að einhverju leyti kannski, vissulega, en heilt yfir þá vitum við ekki hvað er hér undir yfirborðinu þegar við rjúfum yfirborðið. Hér er hafa til dæmis líka komið í ljós fornminjar á að minnsta kosti þremur stöðum,“ sagði Ámundi jafnframt. Hann segir að borgin hafi ákveðið að stórefla upplýsingagjöf og samskipti við hagsmunaaðila vegna umkvartana þeirra undanfarið. „Það er nú bara þegar komin af stað umbótavinna í því skyni einmitt að bæta upplýsingagjöfina í kringum framkvæmdir og þá sérstaklega hér í miðborginni. Krafan er kannski orðin svolítið sú í samfélaginu núna að fólk vill upplýsingar fljótt og ört, og oft þurfum við að gefa þær nánast maður á mann.“ Ámundi býst við því að Óðinstorg verði að mestu tilbúið í desember. „Og stefnum að því ótrauð enn þá að hér í desember verði jólamarkaður á torginu.“ Hann segir enn fremur að búist sé við að framkvæmdum verði að mestu lokið á Hverfisgötu um næstu mánaðamót.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Segir að borgaryfirvöld skorti auðmýkt, stjórnsýslan völundarhús og framkvæmdir illa útfærðar Hildur segir að eitt af stóru vandamálunum Miðborgarinnar séu kvaðir sem borgin setti á nýbyggingar þess efnis að nýbyggingar þyrftu að gera ráð fyrir verslunarrými á neðstu hæð. Hildur segir að kvaðirnar séu hrópandi ósamræmi við þróunina sem sé að eiga sér stað erlendis. 25. ágúst 2019 15:00 Skoða málsókn vegna Hverfisgötu Lögmaður undirbýr nú mögulega hópmálsókn rekstraraðila við Hverfisgötu á hendur Reykjavíkurborg vegna vanefnda og seinagangs en óvíst er um undirtektir. Hótel við götuna hefur þurft að gefa gestum sínum helmings afslátt vegna framkvæmda. 26. ágúst 2019 07:30 Segir Reykjavíkurborg þurfa að bæta upplýsingagjöf Reykjavíkurborg þarf að bæta verklag sitt hvað varðar upplýsingagjöf vegna framkvæmda, þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs. Sigurborg var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 18. ágúst 2019 13:10 „Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Segir að borgaryfirvöld skorti auðmýkt, stjórnsýslan völundarhús og framkvæmdir illa útfærðar Hildur segir að eitt af stóru vandamálunum Miðborgarinnar séu kvaðir sem borgin setti á nýbyggingar þess efnis að nýbyggingar þyrftu að gera ráð fyrir verslunarrými á neðstu hæð. Hildur segir að kvaðirnar séu hrópandi ósamræmi við þróunina sem sé að eiga sér stað erlendis. 25. ágúst 2019 15:00
Skoða málsókn vegna Hverfisgötu Lögmaður undirbýr nú mögulega hópmálsókn rekstraraðila við Hverfisgötu á hendur Reykjavíkurborg vegna vanefnda og seinagangs en óvíst er um undirtektir. Hótel við götuna hefur þurft að gefa gestum sínum helmings afslátt vegna framkvæmda. 26. ágúst 2019 07:30
Segir Reykjavíkurborg þurfa að bæta upplýsingagjöf Reykjavíkurborg þarf að bæta verklag sitt hvað varðar upplýsingagjöf vegna framkvæmda, þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs. Sigurborg var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 18. ágúst 2019 13:10
„Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45