Felicity Huffman dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna háskólasvikamyllu Eiður Þór Árnason skrifar 13. september 2019 19:50 Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, játaði sekt sína fyrir dómi. AP/Steven Senne Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, var í dag dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna þátttöku sinnar í víðfrægri háskólasvikamyllu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu bandarísku NBC sjónvarpsstöðvarinnar. Huffman var einnig gert að greiða sekt upp á þrjátíu þúsund Bandaríkjadali og gegna samfélagsþjónustu. Huffman var sú fyrsta til að hljóta dóm vegna málsins en fjöldi þekktra nafna í Hollywood hafa sömuleiðis verið ákærð fyrir þátttöku sína í svikamyllunni. Huffman var ákærð fyrir að hafa greitt fimmtán þúsund Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkurnar á því að hún kæmist inn í þann háskóla sem henni þætti ákjósanlegastur.Sjá einnig: Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamylluAlríkissaksóknarar í Boston hafa ákært að minnsta kosti fimmtíu manns í tengslum við sviksamlegar skráningar á nemendum í háskóla á borð við Yale, Georgetown, Stanford og UCLA. Í ákærunum er því haldið fram að svikamyllunni hafi verið ætlað að hjálpa auðugum Bandaríkjamönnum að greiða fyrir því að börnin þeirra kæmust inn í bestu skólana. Foreldrarnir, sem allir eru efnaðir, eru sakaðir um að hafa beitt ýmist mútum eða svikum til að tryggja börnunum sínum inngöngu. Í yfirlýsingu sem Huffman sendi frá sér í apríl sagðist hún hafa svikið dóttur sína með athæfi sínu. Dóttir hennar hefði ekki haft minnstu hugmynd um baktjaldamakkið. Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49 Felicity Huffman og fleiri játa sekt Huffman, Lori Loughlin og tugir annarra eru sökuð um að hafa beitt mútum og öðrum ólöglegum leiðum til að koma börnum sínum inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna og að svindla á inntökuprófum. 8. apríl 2019 21:27 Felicity Huffman játar sök fyrir dómi Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, mun í dag játa sig seka í hinni svokölluðu háskólasvikamyllu en hún er ákærð fyrir að hafa greitt 15.000 Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkurnar á því að hún kæmist inn í þann háskóla sem henni þætti ákjósanlegastur. 13. maí 2019 15:10 „Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu Um fjörutíu manns hafa verið ákærðir vegna svika sem áttu að gera auðugum Bandaríkjamönnum að kaupa börnunum sínum aðgang að fremstu háskólum landsins. 12. mars 2019 15:29 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, var í dag dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna þátttöku sinnar í víðfrægri háskólasvikamyllu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu bandarísku NBC sjónvarpsstöðvarinnar. Huffman var einnig gert að greiða sekt upp á þrjátíu þúsund Bandaríkjadali og gegna samfélagsþjónustu. Huffman var sú fyrsta til að hljóta dóm vegna málsins en fjöldi þekktra nafna í Hollywood hafa sömuleiðis verið ákærð fyrir þátttöku sína í svikamyllunni. Huffman var ákærð fyrir að hafa greitt fimmtán þúsund Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkurnar á því að hún kæmist inn í þann háskóla sem henni þætti ákjósanlegastur.Sjá einnig: Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamylluAlríkissaksóknarar í Boston hafa ákært að minnsta kosti fimmtíu manns í tengslum við sviksamlegar skráningar á nemendum í háskóla á borð við Yale, Georgetown, Stanford og UCLA. Í ákærunum er því haldið fram að svikamyllunni hafi verið ætlað að hjálpa auðugum Bandaríkjamönnum að greiða fyrir því að börnin þeirra kæmust inn í bestu skólana. Foreldrarnir, sem allir eru efnaðir, eru sakaðir um að hafa beitt ýmist mútum eða svikum til að tryggja börnunum sínum inngöngu. Í yfirlýsingu sem Huffman sendi frá sér í apríl sagðist hún hafa svikið dóttur sína með athæfi sínu. Dóttir hennar hefði ekki haft minnstu hugmynd um baktjaldamakkið.
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49 Felicity Huffman og fleiri játa sekt Huffman, Lori Loughlin og tugir annarra eru sökuð um að hafa beitt mútum og öðrum ólöglegum leiðum til að koma börnum sínum inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna og að svindla á inntökuprófum. 8. apríl 2019 21:27 Felicity Huffman játar sök fyrir dómi Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, mun í dag játa sig seka í hinni svokölluðu háskólasvikamyllu en hún er ákærð fyrir að hafa greitt 15.000 Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkurnar á því að hún kæmist inn í þann háskóla sem henni þætti ákjósanlegastur. 13. maí 2019 15:10 „Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu Um fjörutíu manns hafa verið ákærðir vegna svika sem áttu að gera auðugum Bandaríkjamönnum að kaupa börnunum sínum aðgang að fremstu háskólum landsins. 12. mars 2019 15:29 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49
Felicity Huffman og fleiri játa sekt Huffman, Lori Loughlin og tugir annarra eru sökuð um að hafa beitt mútum og öðrum ólöglegum leiðum til að koma börnum sínum inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna og að svindla á inntökuprófum. 8. apríl 2019 21:27
Felicity Huffman játar sök fyrir dómi Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, mun í dag játa sig seka í hinni svokölluðu háskólasvikamyllu en hún er ákærð fyrir að hafa greitt 15.000 Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkurnar á því að hún kæmist inn í þann háskóla sem henni þætti ákjósanlegastur. 13. maí 2019 15:10
„Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu Um fjörutíu manns hafa verið ákærðir vegna svika sem áttu að gera auðugum Bandaríkjamönnum að kaupa börnunum sínum aðgang að fremstu háskólum landsins. 12. mars 2019 15:29