Skóflaði upp sæbjúgnaslóð á Ísafirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2019 15:15 Sæbjúgnaslóðin á OB-planinu í morgun. Sigríður Ingibjörg Karlsdóttir Bunki af sæbjúgum tók á móti Sigríði Ingibjörgu Karlsdóttur þegar hún hugðist taka bensín á Ísafirði í morgun. Sæbjúgun virðast hafa dottið af flutningabíl sem flutti þau frá Flateyri í gærkvöld, en ljóst er að verðmætin eru nokkur enda fer hvert kíló af sæbjúgum á þúsundir króna. Sigríður tók myndina hér að ofan og segir að um „heilan haug“ af sæbjúgum hafi verið að ræða. Ekki nóg með það; hún hafi heyrt frá kunningja sínum á Flateyri að sæbjúgnaslóð lægi frá bæjarfélaginu og í átt til Ísafjarðar. Hún segist þó ekki getað staðfest það, hún hafi aðeins sé sæbjúgu á plani OB á Ísafirði. „Sá sem var með þetta á bílnum hefur því líklega verið að dreifa þessu óafvitandi,“ segir Sigríður. Í samtali við Vísi segir starfsmaður OB, sem fékk það verkefni að fjarlægja sæbjúgun, að þrátt fyrir allt hafi magnið ekki verið nema „fjórar skóflur.“ Hann treysti sér þó ekki til að meta hver hefði misst sæbjúgun. „Öryggisfulltrúinn okkar getur sjálfsagt séð það í öryggismyndavélunum, en ég hringdi ekki í hann einu sinni. Þetta er ekki svo alvarlegt.“ Ágústa Guðmundsdóttir, hafnarvörður á Flateyri, segir fimm sæbjúgnabáta hafa lagt við bryggju á Flateyri í gærkvöld. Hún var óviss um hvaða fyrirtæki gæti hafa séð um flutninginn á sæbjúgunum suður en nefndi tvö fyrirtæki í því samhengi: Eimskip og Hafnarnes Ver. Ágústa segir að það kæmi henni mikið á óvart að sæbjúgu hafi dottið úr kari flutningabíls, þau séu oft drekkhlaðin og því þurfi ekki mikið til að það hrynji eitthvað úr þeim.Sæbjúgunum var landað á Flateyri í gærkvöldi.Vísir/egillVísir setti sig í samband við bæði fyrirtækin en Eimskip segist ekki kannast við þessi sæbjúgu. Hannes Sigurðsson hjá Hafnarnes Ver í Þorlákshöfn sagðist ekki hafa heyrt af sæbjúgnaslysinu en taldi ljóst að ef fleiri kíló af sæbjúgum hefðu farið forgörðum væri tjónið nokkuð. Þegar búið er að verka sæbjúgun fari hvert kíló á fimm til sex þúsund krónur að sögn Hannesar. Því sé málið grafalvarlegt og til skoðunar hjá Hafnarnesi. Farmurinn hafi verið vigtaður við bryggjuna á Flateyri og verði vigtaður við komuna til Þorlákshafnar. „Ef hingað kemur hálftómur bíll þá er það auðvitað ekki gott,“ segir Hannes sem gerir ráð fyrir því að flutningabílarnir séu væntanlegir með kvöldinu. Sæbjúgun eru verkuð í Þorlákshöfn og öll send til Kína, en Hafnarnesi hafa borist um 20 tonn af sæbjúgum á dag síðustu vikur. Í Kína þykja sæbjúgun mikið lostæti, til að mynda eru þau notuð í súpur og sem meðlæti. Hannes segist sjálfur hafa smakkað sæbjúga í Kína og þótti bara ágætt. Vísir setti sig jafnframt í samband við fyrirtækið Flutning, Löndun, Slæging ehf. sem sá um flutning sæbjúgnanna fyrir Hafnarver frá Flateyri til Þorlákshafnar. Forsvarsmaður fyrirtækisins, Ómar Hafsteinn Matthíasson, sagðist þó ekki kannast við að bílar fyrirtækisins hafi komið við á Ísafirði á leið sinni frá Flateyri og þótti því ólíklegt að sæbjúgnalekann mætti rekja til þeirra. Þrátt fyrir að sæbjúgun þyki herramannsmatur eystra, og verðmætið eftir því, sagðist Olísstarfsmaðurinn ekki ætla að reiða fram sæbjúgun í kvöldmatinn. Sér þætti ólystugt að borða sjávarfang af olíumenguðu planinu. Því hafi þeim öllum verið fargað. Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Bunki af sæbjúgum tók á móti Sigríði Ingibjörgu Karlsdóttur þegar hún hugðist taka bensín á Ísafirði í morgun. Sæbjúgun virðast hafa dottið af flutningabíl sem flutti þau frá Flateyri í gærkvöld, en ljóst er að verðmætin eru nokkur enda fer hvert kíló af sæbjúgum á þúsundir króna. Sigríður tók myndina hér að ofan og segir að um „heilan haug“ af sæbjúgum hafi verið að ræða. Ekki nóg með það; hún hafi heyrt frá kunningja sínum á Flateyri að sæbjúgnaslóð lægi frá bæjarfélaginu og í átt til Ísafjarðar. Hún segist þó ekki getað staðfest það, hún hafi aðeins sé sæbjúgu á plani OB á Ísafirði. „Sá sem var með þetta á bílnum hefur því líklega verið að dreifa þessu óafvitandi,“ segir Sigríður. Í samtali við Vísi segir starfsmaður OB, sem fékk það verkefni að fjarlægja sæbjúgun, að þrátt fyrir allt hafi magnið ekki verið nema „fjórar skóflur.“ Hann treysti sér þó ekki til að meta hver hefði misst sæbjúgun. „Öryggisfulltrúinn okkar getur sjálfsagt séð það í öryggismyndavélunum, en ég hringdi ekki í hann einu sinni. Þetta er ekki svo alvarlegt.“ Ágústa Guðmundsdóttir, hafnarvörður á Flateyri, segir fimm sæbjúgnabáta hafa lagt við bryggju á Flateyri í gærkvöld. Hún var óviss um hvaða fyrirtæki gæti hafa séð um flutninginn á sæbjúgunum suður en nefndi tvö fyrirtæki í því samhengi: Eimskip og Hafnarnes Ver. Ágústa segir að það kæmi henni mikið á óvart að sæbjúgu hafi dottið úr kari flutningabíls, þau séu oft drekkhlaðin og því þurfi ekki mikið til að það hrynji eitthvað úr þeim.Sæbjúgunum var landað á Flateyri í gærkvöldi.Vísir/egillVísir setti sig í samband við bæði fyrirtækin en Eimskip segist ekki kannast við þessi sæbjúgu. Hannes Sigurðsson hjá Hafnarnes Ver í Þorlákshöfn sagðist ekki hafa heyrt af sæbjúgnaslysinu en taldi ljóst að ef fleiri kíló af sæbjúgum hefðu farið forgörðum væri tjónið nokkuð. Þegar búið er að verka sæbjúgun fari hvert kíló á fimm til sex þúsund krónur að sögn Hannesar. Því sé málið grafalvarlegt og til skoðunar hjá Hafnarnesi. Farmurinn hafi verið vigtaður við bryggjuna á Flateyri og verði vigtaður við komuna til Þorlákshafnar. „Ef hingað kemur hálftómur bíll þá er það auðvitað ekki gott,“ segir Hannes sem gerir ráð fyrir því að flutningabílarnir séu væntanlegir með kvöldinu. Sæbjúgun eru verkuð í Þorlákshöfn og öll send til Kína, en Hafnarnesi hafa borist um 20 tonn af sæbjúgum á dag síðustu vikur. Í Kína þykja sæbjúgun mikið lostæti, til að mynda eru þau notuð í súpur og sem meðlæti. Hannes segist sjálfur hafa smakkað sæbjúga í Kína og þótti bara ágætt. Vísir setti sig jafnframt í samband við fyrirtækið Flutning, Löndun, Slæging ehf. sem sá um flutning sæbjúgnanna fyrir Hafnarver frá Flateyri til Þorlákshafnar. Forsvarsmaður fyrirtækisins, Ómar Hafsteinn Matthíasson, sagðist þó ekki kannast við að bílar fyrirtækisins hafi komið við á Ísafirði á leið sinni frá Flateyri og þótti því ólíklegt að sæbjúgnalekann mætti rekja til þeirra. Þrátt fyrir að sæbjúgun þyki herramannsmatur eystra, og verðmætið eftir því, sagðist Olísstarfsmaðurinn ekki ætla að reiða fram sæbjúgun í kvöldmatinn. Sér þætti ólystugt að borða sjávarfang af olíumenguðu planinu. Því hafi þeim öllum verið fargað.
Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira