Skóflaði upp sæbjúgnaslóð á Ísafirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2019 15:15 Sæbjúgnaslóðin á OB-planinu í morgun. Sigríður Ingibjörg Karlsdóttir Bunki af sæbjúgum tók á móti Sigríði Ingibjörgu Karlsdóttur þegar hún hugðist taka bensín á Ísafirði í morgun. Sæbjúgun virðast hafa dottið af flutningabíl sem flutti þau frá Flateyri í gærkvöld, en ljóst er að verðmætin eru nokkur enda fer hvert kíló af sæbjúgum á þúsundir króna. Sigríður tók myndina hér að ofan og segir að um „heilan haug“ af sæbjúgum hafi verið að ræða. Ekki nóg með það; hún hafi heyrt frá kunningja sínum á Flateyri að sæbjúgnaslóð lægi frá bæjarfélaginu og í átt til Ísafjarðar. Hún segist þó ekki getað staðfest það, hún hafi aðeins sé sæbjúgu á plani OB á Ísafirði. „Sá sem var með þetta á bílnum hefur því líklega verið að dreifa þessu óafvitandi,“ segir Sigríður. Í samtali við Vísi segir starfsmaður OB, sem fékk það verkefni að fjarlægja sæbjúgun, að þrátt fyrir allt hafi magnið ekki verið nema „fjórar skóflur.“ Hann treysti sér þó ekki til að meta hver hefði misst sæbjúgun. „Öryggisfulltrúinn okkar getur sjálfsagt séð það í öryggismyndavélunum, en ég hringdi ekki í hann einu sinni. Þetta er ekki svo alvarlegt.“ Ágústa Guðmundsdóttir, hafnarvörður á Flateyri, segir fimm sæbjúgnabáta hafa lagt við bryggju á Flateyri í gærkvöld. Hún var óviss um hvaða fyrirtæki gæti hafa séð um flutninginn á sæbjúgunum suður en nefndi tvö fyrirtæki í því samhengi: Eimskip og Hafnarnes Ver. Ágústa segir að það kæmi henni mikið á óvart að sæbjúgu hafi dottið úr kari flutningabíls, þau séu oft drekkhlaðin og því þurfi ekki mikið til að það hrynji eitthvað úr þeim.Sæbjúgunum var landað á Flateyri í gærkvöldi.Vísir/egillVísir setti sig í samband við bæði fyrirtækin en Eimskip segist ekki kannast við þessi sæbjúgu. Hannes Sigurðsson hjá Hafnarnes Ver í Þorlákshöfn sagðist ekki hafa heyrt af sæbjúgnaslysinu en taldi ljóst að ef fleiri kíló af sæbjúgum hefðu farið forgörðum væri tjónið nokkuð. Þegar búið er að verka sæbjúgun fari hvert kíló á fimm til sex þúsund krónur að sögn Hannesar. Því sé málið grafalvarlegt og til skoðunar hjá Hafnarnesi. Farmurinn hafi verið vigtaður við bryggjuna á Flateyri og verði vigtaður við komuna til Þorlákshafnar. „Ef hingað kemur hálftómur bíll þá er það auðvitað ekki gott,“ segir Hannes sem gerir ráð fyrir því að flutningabílarnir séu væntanlegir með kvöldinu. Sæbjúgun eru verkuð í Þorlákshöfn og öll send til Kína, en Hafnarnesi hafa borist um 20 tonn af sæbjúgum á dag síðustu vikur. Í Kína þykja sæbjúgun mikið lostæti, til að mynda eru þau notuð í súpur og sem meðlæti. Hannes segist sjálfur hafa smakkað sæbjúga í Kína og þótti bara ágætt. Vísir setti sig jafnframt í samband við fyrirtækið Flutning, Löndun, Slæging ehf. sem sá um flutning sæbjúgnanna fyrir Hafnarver frá Flateyri til Þorlákshafnar. Forsvarsmaður fyrirtækisins, Ómar Hafsteinn Matthíasson, sagðist þó ekki kannast við að bílar fyrirtækisins hafi komið við á Ísafirði á leið sinni frá Flateyri og þótti því ólíklegt að sæbjúgnalekann mætti rekja til þeirra. Þrátt fyrir að sæbjúgun þyki herramannsmatur eystra, og verðmætið eftir því, sagðist Olísstarfsmaðurinn ekki ætla að reiða fram sæbjúgun í kvöldmatinn. Sér þætti ólystugt að borða sjávarfang af olíumenguðu planinu. Því hafi þeim öllum verið fargað. Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Bunki af sæbjúgum tók á móti Sigríði Ingibjörgu Karlsdóttur þegar hún hugðist taka bensín á Ísafirði í morgun. Sæbjúgun virðast hafa dottið af flutningabíl sem flutti þau frá Flateyri í gærkvöld, en ljóst er að verðmætin eru nokkur enda fer hvert kíló af sæbjúgum á þúsundir króna. Sigríður tók myndina hér að ofan og segir að um „heilan haug“ af sæbjúgum hafi verið að ræða. Ekki nóg með það; hún hafi heyrt frá kunningja sínum á Flateyri að sæbjúgnaslóð lægi frá bæjarfélaginu og í átt til Ísafjarðar. Hún segist þó ekki getað staðfest það, hún hafi aðeins sé sæbjúgu á plani OB á Ísafirði. „Sá sem var með þetta á bílnum hefur því líklega verið að dreifa þessu óafvitandi,“ segir Sigríður. Í samtali við Vísi segir starfsmaður OB, sem fékk það verkefni að fjarlægja sæbjúgun, að þrátt fyrir allt hafi magnið ekki verið nema „fjórar skóflur.“ Hann treysti sér þó ekki til að meta hver hefði misst sæbjúgun. „Öryggisfulltrúinn okkar getur sjálfsagt séð það í öryggismyndavélunum, en ég hringdi ekki í hann einu sinni. Þetta er ekki svo alvarlegt.“ Ágústa Guðmundsdóttir, hafnarvörður á Flateyri, segir fimm sæbjúgnabáta hafa lagt við bryggju á Flateyri í gærkvöld. Hún var óviss um hvaða fyrirtæki gæti hafa séð um flutninginn á sæbjúgunum suður en nefndi tvö fyrirtæki í því samhengi: Eimskip og Hafnarnes Ver. Ágústa segir að það kæmi henni mikið á óvart að sæbjúgu hafi dottið úr kari flutningabíls, þau séu oft drekkhlaðin og því þurfi ekki mikið til að það hrynji eitthvað úr þeim.Sæbjúgunum var landað á Flateyri í gærkvöldi.Vísir/egillVísir setti sig í samband við bæði fyrirtækin en Eimskip segist ekki kannast við þessi sæbjúgu. Hannes Sigurðsson hjá Hafnarnes Ver í Þorlákshöfn sagðist ekki hafa heyrt af sæbjúgnaslysinu en taldi ljóst að ef fleiri kíló af sæbjúgum hefðu farið forgörðum væri tjónið nokkuð. Þegar búið er að verka sæbjúgun fari hvert kíló á fimm til sex þúsund krónur að sögn Hannesar. Því sé málið grafalvarlegt og til skoðunar hjá Hafnarnesi. Farmurinn hafi verið vigtaður við bryggjuna á Flateyri og verði vigtaður við komuna til Þorlákshafnar. „Ef hingað kemur hálftómur bíll þá er það auðvitað ekki gott,“ segir Hannes sem gerir ráð fyrir því að flutningabílarnir séu væntanlegir með kvöldinu. Sæbjúgun eru verkuð í Þorlákshöfn og öll send til Kína, en Hafnarnesi hafa borist um 20 tonn af sæbjúgum á dag síðustu vikur. Í Kína þykja sæbjúgun mikið lostæti, til að mynda eru þau notuð í súpur og sem meðlæti. Hannes segist sjálfur hafa smakkað sæbjúga í Kína og þótti bara ágætt. Vísir setti sig jafnframt í samband við fyrirtækið Flutning, Löndun, Slæging ehf. sem sá um flutning sæbjúgnanna fyrir Hafnarver frá Flateyri til Þorlákshafnar. Forsvarsmaður fyrirtækisins, Ómar Hafsteinn Matthíasson, sagðist þó ekki kannast við að bílar fyrirtækisins hafi komið við á Ísafirði á leið sinni frá Flateyri og þótti því ólíklegt að sæbjúgnalekann mætti rekja til þeirra. Þrátt fyrir að sæbjúgun þyki herramannsmatur eystra, og verðmætið eftir því, sagðist Olísstarfsmaðurinn ekki ætla að reiða fram sæbjúgun í kvöldmatinn. Sér þætti ólystugt að borða sjávarfang af olíumenguðu planinu. Því hafi þeim öllum verið fargað.
Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira