Björn Daníel: Kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikann Anton Ingi Leifsson skrifar 13. september 2019 13:45 Pétur Viðarsson og Björn Daníel Sverrisson verða í eldlínunni á morgun. vísir/daníel Björn Daníel Sverrisson, miðjumaður FH, segir að það sé kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikanum en segir að stemningin í FH-hópnum sé róleg. FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en Víkingur hefur ekki orðið bikarmeistari frá árinu 1971. „Þetta leggst bara vel í mig. Það eru allir spenntir og þetta eru skemmtilegustu leikirnir sem þú spilar á Íslandi. Ég held að það sé spenningur og menn tilbúnir í þetta,“ sagði Björn við Vísi á æfingu FH-liðsins í dag. Miðjumaðurinn knái segir að það sé spenna í hópnum en þeir séu ekki yfirspenntir. „Já en það er samt búið að vera rólegt andrúmsloft. Það er langt síðan við spilum síðast og menn búnir að hvílast vel. Við erum búnir að hafa nægan tíma til að fara yfir Víkings-liðið.“ „Þetta er stórleikur en menn þurfa að spila þetta eins og hvern annan fótboltaleik svo ég held að menn séu nokkuð slakir yfir þessu.“ FH og Víkingur hafa spilað tvo leiki í sumar. Liðin gerðu jafntefli á Eimskips-vellinum í byrjun sumarsins og FH vann nauman sigur í Kaplakrika. „Þetta leggst fínt í mig. Víkingur er búið að sýna að þeir eru með gott lið þó að taflan sýni annað, þá skiptir það engu máli. Við erum búnir að vinna einn leik gegn þeim og gera eitt jafntefli.“FH-ingar fagna sigri á KR í undanúrslitunum sem skaut þeim í úrslitaleikinn.vísir/daníel„Þeir eru góðir í fótbolta, sprækir og pressa vel. Við erum búnir að spila við þá tvisvar í sumar en samt sem áður búnir að fara vel yfir þá síðustu daga.“ Björn horfir ekki mikið á stöðu Víkinga í deildinni þar sem þeir hafa verið að berjast við botninn lengst af sumri. „Þetta er bikarúrslitaleikur og það er öðruvísi en að spila á Íslandsmótinu. Það skiptir engu máli við hvaða lið þú ert að fara spila á móti, þetta verður alltaf erfitt og snýst um hvort liðið sé meira tilbúið.“ FH hefur ekki orðið meistari síðan 2016 og ekki unnið bikarinn síðan 2010, einmitt þegar Björn Daníel var síðast í FH-liðinu. „Það er þó nokkuð langur tími. Það er einnig langt síðan FH varð bikarmeistari og það var 2010 þegar ég var í FH síðast. Það eru níu ár síðan og kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikann.“ Upphitun fyrir úrslitaleikinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 16.30 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 17.00. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Fimleikafélagið: „Þú mátt fá tvo ef ég verð í liðinu á laugardaginn“ FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn en mikil spenna er fyrir leiknum. 12. september 2019 14:30 Fjórir úr byrjunarliði FH í bikarúrslitunum 2010 verða væntanlega aftur í liðinu níu árum síðar Víkingur og FH mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.00. 13. september 2019 12:30 Kári fer í myndatöku í dag: „Vinnum þennan bikar með eða án hans“ Þjálfari Víkings heldur í vonina að hægt verði að tjasla Kára Árnasyni saman fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn. 11. september 2019 14:58 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Björn Daníel Sverrisson, miðjumaður FH, segir að það sé kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikanum en segir að stemningin í FH-hópnum sé róleg. FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en Víkingur hefur ekki orðið bikarmeistari frá árinu 1971. „Þetta leggst bara vel í mig. Það eru allir spenntir og þetta eru skemmtilegustu leikirnir sem þú spilar á Íslandi. Ég held að það sé spenningur og menn tilbúnir í þetta,“ sagði Björn við Vísi á æfingu FH-liðsins í dag. Miðjumaðurinn knái segir að það sé spenna í hópnum en þeir séu ekki yfirspenntir. „Já en það er samt búið að vera rólegt andrúmsloft. Það er langt síðan við spilum síðast og menn búnir að hvílast vel. Við erum búnir að hafa nægan tíma til að fara yfir Víkings-liðið.“ „Þetta er stórleikur en menn þurfa að spila þetta eins og hvern annan fótboltaleik svo ég held að menn séu nokkuð slakir yfir þessu.“ FH og Víkingur hafa spilað tvo leiki í sumar. Liðin gerðu jafntefli á Eimskips-vellinum í byrjun sumarsins og FH vann nauman sigur í Kaplakrika. „Þetta leggst fínt í mig. Víkingur er búið að sýna að þeir eru með gott lið þó að taflan sýni annað, þá skiptir það engu máli. Við erum búnir að vinna einn leik gegn þeim og gera eitt jafntefli.“FH-ingar fagna sigri á KR í undanúrslitunum sem skaut þeim í úrslitaleikinn.vísir/daníel„Þeir eru góðir í fótbolta, sprækir og pressa vel. Við erum búnir að spila við þá tvisvar í sumar en samt sem áður búnir að fara vel yfir þá síðustu daga.“ Björn horfir ekki mikið á stöðu Víkinga í deildinni þar sem þeir hafa verið að berjast við botninn lengst af sumri. „Þetta er bikarúrslitaleikur og það er öðruvísi en að spila á Íslandsmótinu. Það skiptir engu máli við hvaða lið þú ert að fara spila á móti, þetta verður alltaf erfitt og snýst um hvort liðið sé meira tilbúið.“ FH hefur ekki orðið meistari síðan 2016 og ekki unnið bikarinn síðan 2010, einmitt þegar Björn Daníel var síðast í FH-liðinu. „Það er þó nokkuð langur tími. Það er einnig langt síðan FH varð bikarmeistari og það var 2010 þegar ég var í FH síðast. Það eru níu ár síðan og kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikann.“ Upphitun fyrir úrslitaleikinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 16.30 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 17.00.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Fimleikafélagið: „Þú mátt fá tvo ef ég verð í liðinu á laugardaginn“ FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn en mikil spenna er fyrir leiknum. 12. september 2019 14:30 Fjórir úr byrjunarliði FH í bikarúrslitunum 2010 verða væntanlega aftur í liðinu níu árum síðar Víkingur og FH mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.00. 13. september 2019 12:30 Kári fer í myndatöku í dag: „Vinnum þennan bikar með eða án hans“ Þjálfari Víkings heldur í vonina að hægt verði að tjasla Kára Árnasyni saman fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn. 11. september 2019 14:58 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Fimleikafélagið: „Þú mátt fá tvo ef ég verð í liðinu á laugardaginn“ FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn en mikil spenna er fyrir leiknum. 12. september 2019 14:30
Fjórir úr byrjunarliði FH í bikarúrslitunum 2010 verða væntanlega aftur í liðinu níu árum síðar Víkingur og FH mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.00. 13. september 2019 12:30
Kári fer í myndatöku í dag: „Vinnum þennan bikar með eða án hans“ Þjálfari Víkings heldur í vonina að hægt verði að tjasla Kára Árnasyni saman fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn. 11. september 2019 14:58