Íslenski boltinn

Yfir þrjú þúsund miðar seldir í forsölu á bikarúrslitaleikinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik liðanna fyrr á leiktíðinni.
Úr leik liðanna fyrr á leiktíðinni. vísir/vilhelm
Þrjú þúsund miðar hafa verið seldir í forsölu á bikarúrslitaleik FH og Víkinga í Mjólkurbikar karla sem fer fram á Laugardalsvellinum á morgun.

Birgir Jóhannsson, framkvæmdarstjóri FH, staðfesti þetta í samtali við Vísi fyrr í morgun.

Mikill gangi hefur verið í forsölunni og verða væntanlega fleiri á Laugardalsvellinum á morgun en á síðustu þremur bikarúrslitaleikjum.

Það voru tæplega fjögur þúsund manns á bikarúrslitaleiknum í fyrra, rúmlega þrjú þúsund árið 2017 og 3511 áhorfendur árið 2016.

Mikil spenna er fyrir bikarúrslitaleiknum. FH hefur ekki unnið titil síðan 2016 og Víkingur er að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik síðan 1971.

Vel verður fylgst með leiknum á morgun. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en upphitun hefst 16.30. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 17.00.

Bikarleikir frá 2010 og áhorfendur:

2018

Stjarnan - Breiðablik 0-0*

*Stjarnan vann eftir vítaspyrnukeppni

3814 áhorfendur

2017

ÍBV - FH 1-0

3094 áhorfendur

2016

Valur - ÍBV 2-0

3511 áhorfendur

2015

Valur - KR 2-0

5751 áhorfendur

2014

KR - Keflavík 2-1

4694 áhorfendur

2013

Fram - Stjarnan 3-3

4318 áhorfendur

2012

Stjarnan - KR 1-2

5080 áhorfendur

2011

Þór - KR 0-2

5327 áhorfendur

2010

FH - KR

5438 áhorfendur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×