Áhættuleikkona stefnir framleiðendum Resident Evil vegna hryllilegs slyss á tökustað Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2019 08:37 Olivia Jackson hefur greint skilmerkilega frá bataferli sínu eftir slysið á Instagram. Skjáskot/@oliviathebandit Áhættuleikkona sem slasaðist lífshættulega í mótorhjólaslysi við tökur á kvikmyndinni Resident Evil: The Final Chapter í Suður-Afríku árið 2015 hefur stefnt framleiðendum myndarinnar vegna slyssins. Áverkar konunnar munu há henni um aldur og ævi en hún missti m.a. handlegg og var í dái í sautján daga eftir slysið. Í stefnu Oliviu Jackson, sem lék áhættuatriði fyrir Millu Jovovich, aðalleikkonu myndarinnar, segir að framleiðendur hafi tjáð henni að greitt yrði fyrir sjúkrahúsvist og læknismeðferðir með sjúkratryggingum. Hún kveðst hins vegar aðeins hafa fengið um 33 þúsund dali, eða um fjórar milljónir íslenskra króna, borgaða. Um sé að ræða örlítinn hluta kostnaðarins en Jackson mun þurfa að greiða himinháar fjárhæðir í sjúkrahúskostnað það sem eftir er ævi sinnar. Þá varð hún einnig fyrir gríðarlegu tekjutapi vegna slyssins en Jackson hafði á sínum tíma verið ráðin sem áhættuleikkona í stórmyndinni Wonder Woman. Jackson heldur því jafnframt fram að gáleysi framleiðenda hafi orsakað slysið, sem varð þegar hún ók mótórhjóli á miklum hraða og hafnaði á myndavélakrana. Við áreksturinn „gjöreyðilagðist“ bein í framhandlegg hennar, svo taka þurfti handlegginn af við öxl, og þá flettist hold af andliti hennar með þeim afleiðingum að tennur hennar sáust í gegnum kinnina. Jackson hlaut einnig alvarlega áverka á hrygg og lungum, auk frekari beinbrota. Hún lýsir því í stefnunni að hún sé öll „snúin og afskræmd“ eftir slysið. Hér að neðan má sjá röntgenmynd sem sýnir umfang áverkanna. View this post on InstagramYup that’s a battery pack implanted in my left bum cheek. It powers electric currents to the neuro-pain-transmitter implanted on to my spinal cord (behind my teeth in the X-ray), to help with phantom arm pain. My left shoulder is raised due to paralysis of the left core & the the arm amputation. Hardest part of my days is to hold my head up (literally & figuratively). Paralysis of the left side of my neck, the skew spine & the fused neck make it really difficult to hold my own head up straight. The constant pain is unexplainable. I can’t actually remember what it feels like to be in a normal , pain free body It’s so tempting to hate the people that did this to me I try, rather, to use that energy to focus on getting better and staying positive A post shared by Olivia Jackson (@oliviathebandit) on Oct 20, 2018 at 4:23am PDT Jackson stefndi framleiðendunum fyrst í Suður-Afríku, þar sem tökur á myndinni fóru fram, en málinu var vísað frá. Málið er nú komið fyrir í rétt í Los Angeles, þar sem Jackson hefur stefnt framleiðslufyrirtækinu, sem og Jeremy Bolt og Paul Anderson, handritshöfundi og leikstjóra myndarinnar, fyrir samningsbrot. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Áhættuleikkona sem slasaðist lífshættulega í mótorhjólaslysi við tökur á kvikmyndinni Resident Evil: The Final Chapter í Suður-Afríku árið 2015 hefur stefnt framleiðendum myndarinnar vegna slyssins. Áverkar konunnar munu há henni um aldur og ævi en hún missti m.a. handlegg og var í dái í sautján daga eftir slysið. Í stefnu Oliviu Jackson, sem lék áhættuatriði fyrir Millu Jovovich, aðalleikkonu myndarinnar, segir að framleiðendur hafi tjáð henni að greitt yrði fyrir sjúkrahúsvist og læknismeðferðir með sjúkratryggingum. Hún kveðst hins vegar aðeins hafa fengið um 33 þúsund dali, eða um fjórar milljónir íslenskra króna, borgaða. Um sé að ræða örlítinn hluta kostnaðarins en Jackson mun þurfa að greiða himinháar fjárhæðir í sjúkrahúskostnað það sem eftir er ævi sinnar. Þá varð hún einnig fyrir gríðarlegu tekjutapi vegna slyssins en Jackson hafði á sínum tíma verið ráðin sem áhættuleikkona í stórmyndinni Wonder Woman. Jackson heldur því jafnframt fram að gáleysi framleiðenda hafi orsakað slysið, sem varð þegar hún ók mótórhjóli á miklum hraða og hafnaði á myndavélakrana. Við áreksturinn „gjöreyðilagðist“ bein í framhandlegg hennar, svo taka þurfti handlegginn af við öxl, og þá flettist hold af andliti hennar með þeim afleiðingum að tennur hennar sáust í gegnum kinnina. Jackson hlaut einnig alvarlega áverka á hrygg og lungum, auk frekari beinbrota. Hún lýsir því í stefnunni að hún sé öll „snúin og afskræmd“ eftir slysið. Hér að neðan má sjá röntgenmynd sem sýnir umfang áverkanna. View this post on InstagramYup that’s a battery pack implanted in my left bum cheek. It powers electric currents to the neuro-pain-transmitter implanted on to my spinal cord (behind my teeth in the X-ray), to help with phantom arm pain. My left shoulder is raised due to paralysis of the left core & the the arm amputation. Hardest part of my days is to hold my head up (literally & figuratively). Paralysis of the left side of my neck, the skew spine & the fused neck make it really difficult to hold my own head up straight. The constant pain is unexplainable. I can’t actually remember what it feels like to be in a normal , pain free body It’s so tempting to hate the people that did this to me I try, rather, to use that energy to focus on getting better and staying positive A post shared by Olivia Jackson (@oliviathebandit) on Oct 20, 2018 at 4:23am PDT Jackson stefndi framleiðendunum fyrst í Suður-Afríku, þar sem tökur á myndinni fóru fram, en málinu var vísað frá. Málið er nú komið fyrir í rétt í Los Angeles, þar sem Jackson hefur stefnt framleiðslufyrirtækinu, sem og Jeremy Bolt og Paul Anderson, handritshöfundi og leikstjóra myndarinnar, fyrir samningsbrot.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira