Andrés Ingi leggur fram frumvarp um snöggskilnað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2019 16:13 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að fólk hljóti að geta ákveðið jafnhratt hvort það vilji gifta sig og hvort það vilji skilja. Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður, ætlar að gera hjónum kleyft að krefjast strax lögskilnaðar. Þannig þurfi fólk ekki lengur að sitja af sér hálft ár skilið að borði og sæng áður en það geti fengið endanlegan lögskilnað. Alþingi var sett á þriðjudag, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína í gærkvöldi og í dag fer fram umræða um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Þingið er samt komið af stað. „Fyrsta þingmálið sem ég legg fram þennan þingveturinn er komið í loftið. Það snýst um það sem ég hef kallað snöggskilnaði,“ segir Andrés Ingi. „Í núverandi kerfi þarf fólk gjarnan að sitja af sér hálft ár skilið að borði og sæng áður en það getur fengið endanlegan lögskilnað. Eina heimildin til að veita lögskilnað án slíks undanfara er ef annað hjóna játar á sig hjúskaparbrot, líkamsárás eða kynferðisbrot.“ Andrés segir að verði frumvarp hans að lögum geti fólk strax fengið lögskilnað, hverjar svo sem ástæðurnar kunni að vera, ef hjón eru sammála um það og engir sérstakir hagsmunir eru fyrir hendi sem krefjast annars. „Ef við treystum fullorðnu fólki til að ákveða hvort það viljist giftast hvort öðru án þess að það þurfi 6 mánaða reynslutíma, þá hljótum við að treysta því til að ákveða hvort það vilji hætta að vera gift.“Andrés Ingi er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins sem nýtur stuðnings þingmanna Samfylkingarinnar, Flokks fólksins og Viðreisnar. Alþingi Ástin og lífið Fjölskyldumál Vinstri græn Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður, ætlar að gera hjónum kleyft að krefjast strax lögskilnaðar. Þannig þurfi fólk ekki lengur að sitja af sér hálft ár skilið að borði og sæng áður en það geti fengið endanlegan lögskilnað. Alþingi var sett á þriðjudag, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína í gærkvöldi og í dag fer fram umræða um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Þingið er samt komið af stað. „Fyrsta þingmálið sem ég legg fram þennan þingveturinn er komið í loftið. Það snýst um það sem ég hef kallað snöggskilnaði,“ segir Andrés Ingi. „Í núverandi kerfi þarf fólk gjarnan að sitja af sér hálft ár skilið að borði og sæng áður en það getur fengið endanlegan lögskilnað. Eina heimildin til að veita lögskilnað án slíks undanfara er ef annað hjóna játar á sig hjúskaparbrot, líkamsárás eða kynferðisbrot.“ Andrés segir að verði frumvarp hans að lögum geti fólk strax fengið lögskilnað, hverjar svo sem ástæðurnar kunni að vera, ef hjón eru sammála um það og engir sérstakir hagsmunir eru fyrir hendi sem krefjast annars. „Ef við treystum fullorðnu fólki til að ákveða hvort það viljist giftast hvort öðru án þess að það þurfi 6 mánaða reynslutíma, þá hljótum við að treysta því til að ákveða hvort það vilji hætta að vera gift.“Andrés Ingi er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins sem nýtur stuðnings þingmanna Samfylkingarinnar, Flokks fólksins og Viðreisnar.
Alþingi Ástin og lífið Fjölskyldumál Vinstri græn Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira