Enn þörf fyrir kerfisbreytingar í íslensku samfélagi Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2019 22:15 Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata. Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, segir enn þörf fyrir kerfisbreytingar í íslensku samfélagi. Í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld sagði hún Pírata alltaf hafa kallað eftir slíkum breytingum en þær mætti ekki vara bara breytinganna vegna. Þörf sé á skýrri framtíðarsýn. Bað hún þjóðina um að hlýða á sýn hennar á framtíðina, sem hún kallaði róttæka. Sýn Halldóru snýr að grunnframfærslu. „Við Píratar höfum lagt mikla áherslu á að tryggja öllum skilyrðislausa grunnframfærslu. Við vitum að þegar grunnöryggi og fjárhagslegt sjálfstæði fólks er tryggt bætir það andlega og líkamlega heilsu þeirra sem öryggisins njóta. Tryggð grunnframfærsla eykur frelsi borgaranna. Samfélagsþátttaka vex og öflun þekkingar verður meira en einfalt verkfæri til að afla launa. Tími og rými gefst til þess að láta sig annað og meira varða en að draga fram lífið. Gildi fórnfýsi og umburðarlyndis eflist og styrkist samhliða öflugri mannréttindavernd.“ Halldóra sagði hagkerfi heimsins byggja á þeirri „glórulausu hugmynd“ að linnulaus hagvöxtur væri það eina sem samfélög þurfi til að dafna. Rétt væri að hagvöxtur væri hluti af jöfnunni en hann hefði einnig alið af sér ójöfnuð, stigmagnandi lofslagsvá, náttúruspjöll og skertan félagsauð. Hagvaxtar módelið hafi alið af sér stöðnun raunverulegra framfara. „Við erum einfaldlega að stela framtíðinni, selja hana í nútíðinni og köllum það verga landsframleiðslu,“ sagði Halldóra.Hagkakan er mygluð Þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson sló á svipaða strengi og byrjaði á því að ræða „hagkökuna“, sem alltaf þurfi að stækka sama hvað. Þessi kaka væri þó mygluð og ný skreyting myndi ekki breyta því. „Við þurfum eitthvað nýtt því flest fáum við lítið af þessari köku hvort sem er. Við þurfum hlaðborð. Eitthvað fyrir alla, stóra og smáa. Eitthvað nýtt, því hagstjórn sem snýst um það eitt að stækka og skipta landsframleiðsluköku virkar ekki, því skiptingin er og hefur alltaf verið ósanngjörn,“ sagði Björn Leví. Hann sagði sérhagsmuni ráða á meðan ríkir verði ríkari með hjálp skattaskjóla og afleiðingarnar væru spilling, hagsmunaárekstrar og ábyrgðarleysi. „Við búum í ábyrgðarlausu samfélagi þar sem ráðherrar geta stungið skýrslum undir stól fyrir kosningar, skipað dómara eftir geðþótta og selt ríkiseignir til vina og vandamanna án þess að nokkur axli ábyrgð og standi reikningsskil af verkum sínum.“ Björn sagði Pírata krefjast þess að fólk rökstyðji mál sitt og láti sannleikann skipta máli. „Við opnum launa- og kostnaðargreiðslur þingmanna fyrir aðhaldi fjölmiðla og almennings. Við berjumst fyrir nýrri stjórnarskrá og þeim frábæru réttindum sem hún færir okkur. Við krefjumst ekki greiða fyrir að styðja góð mál né seljum sannfæringu okkar. Við Píratar gerum kröfur um fagleg vinnubrögð, opið aðgengi að upplýsingum og aðkomu allra sem málið varða.“Stjórnarskrá stungið í skúffu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ræddi stjórnlagaráð í ræðu sinni og byrjaði á því að lesa upp aðfararorð að frumvarpi ráðsins. Hún sagði þjóðina hafa samþykkt að nota þau til grundvallar nýrrar stjórnarskrár. Það frumvarp hafi orðið til vegna þess trúnaðarbrests sem hafi orðið á milli þings og þjóðar í kjölfar bankahrunsins. Þórhildur sagði marga hafa vaknað upp við vondan draum og séð að stjórnmálamenn hafi ekki farið vel með umboðið sem þeim hafði verið veitt til að starfa í þágu þjóðarinnar. „Traust á stofnunum samfélagsins hrundi, og sumar þeirra hafa ekki enn borið þess bætur. Ein þessara stofnana er Alþingi, löggjafi Íslands, sem hafði, og hefur enn, það hlutverk að innleiða nýja stjórnarskrá, nýjan samfélagssáttmála sem æðstu lög landsins, sem öllum ber að virða,“ sagði Þórhildur. Hún sagði flokkana sem mynda ríkisstjórn Íslands í dag hafa haft mislangan tíma til að tryggja að farið verði að vilja þjóðarinnar um innleiðingu nýrrar stjórnarskrár en allir hafi þeir haft tækifæri til þess. „Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn völdu að stinga stjórnarskránni ofan í skúffu þegar þeir tóku við stjórnartaumunum árið 2013. Vinstri-hreyfingin Grænt framboð valdi svo að mynda ríkisstjórn með þessum flokkum, sem hafa sýnt það í verki að þeir standi í vegi fyrir kröfu þjóðarinnar um nýjan samfélagssáttmála, árið 2017.“ Þórhildur sagði stöðuna nú þá að meirihluti þingsins þætti ásættanlegt að geyma nýju stjórnarskrána áfram ofan í skúffu og semja frekar sín á milli um einstök ákvæði frumvarpsins. „Í besta falli lýsir þessi nálgun grundvallarmisskilningi á eðli stjórnarskrárinnar sem samfélagssáttmála og þjóðinni sem stjórnarskrárgjafanum, sem setur okkur, löggjafanum, leikreglur lýðræðisins. Í versta falli lýsir hún sjö ára djúpstæðri andstöðu valdhafa við lýðræðið og mikilli óvirðingu þingsins gagnvart því umboði sem þjóðin veitir því.“ Þórhildur sagði einnig í ræðu sinni að Píratar viti að Alþingi muni ekki endurheimta traust þjóðarinnar fyrr en Alþingi virði vilja þjóðarinnar. „Við sjáum að það er borin von að halda að hægt sé að efla virðingu fyrir þinginu með því að sussa á gagnrýnisraddir og sópa óþægilegum staðreyndum undir teppið. Það viðhorf forsætisnefndar Alþingis, að það rýri traust til Alþingis að þingmenn tali opinskátt um spillingu í sínum röðum á sama tíma og hún leggur blessun sína yfir að þingmenn nýti sér almannafé til þess að sækja afmæli og jarðarfarir er úrelt og mun senn heyra sögunni til. Ég er einkar bjartsýn á að sú spá mín rætist.“ Alþingi Píratar Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld. Í framhaldinu fara fram umræður sem skiptast í þrjár umferðir. 11. september 2019 18:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, segir enn þörf fyrir kerfisbreytingar í íslensku samfélagi. Í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld sagði hún Pírata alltaf hafa kallað eftir slíkum breytingum en þær mætti ekki vara bara breytinganna vegna. Þörf sé á skýrri framtíðarsýn. Bað hún þjóðina um að hlýða á sýn hennar á framtíðina, sem hún kallaði róttæka. Sýn Halldóru snýr að grunnframfærslu. „Við Píratar höfum lagt mikla áherslu á að tryggja öllum skilyrðislausa grunnframfærslu. Við vitum að þegar grunnöryggi og fjárhagslegt sjálfstæði fólks er tryggt bætir það andlega og líkamlega heilsu þeirra sem öryggisins njóta. Tryggð grunnframfærsla eykur frelsi borgaranna. Samfélagsþátttaka vex og öflun þekkingar verður meira en einfalt verkfæri til að afla launa. Tími og rými gefst til þess að láta sig annað og meira varða en að draga fram lífið. Gildi fórnfýsi og umburðarlyndis eflist og styrkist samhliða öflugri mannréttindavernd.“ Halldóra sagði hagkerfi heimsins byggja á þeirri „glórulausu hugmynd“ að linnulaus hagvöxtur væri það eina sem samfélög þurfi til að dafna. Rétt væri að hagvöxtur væri hluti af jöfnunni en hann hefði einnig alið af sér ójöfnuð, stigmagnandi lofslagsvá, náttúruspjöll og skertan félagsauð. Hagvaxtar módelið hafi alið af sér stöðnun raunverulegra framfara. „Við erum einfaldlega að stela framtíðinni, selja hana í nútíðinni og köllum það verga landsframleiðslu,“ sagði Halldóra.Hagkakan er mygluð Þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson sló á svipaða strengi og byrjaði á því að ræða „hagkökuna“, sem alltaf þurfi að stækka sama hvað. Þessi kaka væri þó mygluð og ný skreyting myndi ekki breyta því. „Við þurfum eitthvað nýtt því flest fáum við lítið af þessari köku hvort sem er. Við þurfum hlaðborð. Eitthvað fyrir alla, stóra og smáa. Eitthvað nýtt, því hagstjórn sem snýst um það eitt að stækka og skipta landsframleiðsluköku virkar ekki, því skiptingin er og hefur alltaf verið ósanngjörn,“ sagði Björn Leví. Hann sagði sérhagsmuni ráða á meðan ríkir verði ríkari með hjálp skattaskjóla og afleiðingarnar væru spilling, hagsmunaárekstrar og ábyrgðarleysi. „Við búum í ábyrgðarlausu samfélagi þar sem ráðherrar geta stungið skýrslum undir stól fyrir kosningar, skipað dómara eftir geðþótta og selt ríkiseignir til vina og vandamanna án þess að nokkur axli ábyrgð og standi reikningsskil af verkum sínum.“ Björn sagði Pírata krefjast þess að fólk rökstyðji mál sitt og láti sannleikann skipta máli. „Við opnum launa- og kostnaðargreiðslur þingmanna fyrir aðhaldi fjölmiðla og almennings. Við berjumst fyrir nýrri stjórnarskrá og þeim frábæru réttindum sem hún færir okkur. Við krefjumst ekki greiða fyrir að styðja góð mál né seljum sannfæringu okkar. Við Píratar gerum kröfur um fagleg vinnubrögð, opið aðgengi að upplýsingum og aðkomu allra sem málið varða.“Stjórnarskrá stungið í skúffu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ræddi stjórnlagaráð í ræðu sinni og byrjaði á því að lesa upp aðfararorð að frumvarpi ráðsins. Hún sagði þjóðina hafa samþykkt að nota þau til grundvallar nýrrar stjórnarskrár. Það frumvarp hafi orðið til vegna þess trúnaðarbrests sem hafi orðið á milli þings og þjóðar í kjölfar bankahrunsins. Þórhildur sagði marga hafa vaknað upp við vondan draum og séð að stjórnmálamenn hafi ekki farið vel með umboðið sem þeim hafði verið veitt til að starfa í þágu þjóðarinnar. „Traust á stofnunum samfélagsins hrundi, og sumar þeirra hafa ekki enn borið þess bætur. Ein þessara stofnana er Alþingi, löggjafi Íslands, sem hafði, og hefur enn, það hlutverk að innleiða nýja stjórnarskrá, nýjan samfélagssáttmála sem æðstu lög landsins, sem öllum ber að virða,“ sagði Þórhildur. Hún sagði flokkana sem mynda ríkisstjórn Íslands í dag hafa haft mislangan tíma til að tryggja að farið verði að vilja þjóðarinnar um innleiðingu nýrrar stjórnarskrár en allir hafi þeir haft tækifæri til þess. „Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn völdu að stinga stjórnarskránni ofan í skúffu þegar þeir tóku við stjórnartaumunum árið 2013. Vinstri-hreyfingin Grænt framboð valdi svo að mynda ríkisstjórn með þessum flokkum, sem hafa sýnt það í verki að þeir standi í vegi fyrir kröfu þjóðarinnar um nýjan samfélagssáttmála, árið 2017.“ Þórhildur sagði stöðuna nú þá að meirihluti þingsins þætti ásættanlegt að geyma nýju stjórnarskrána áfram ofan í skúffu og semja frekar sín á milli um einstök ákvæði frumvarpsins. „Í besta falli lýsir þessi nálgun grundvallarmisskilningi á eðli stjórnarskrárinnar sem samfélagssáttmála og þjóðinni sem stjórnarskrárgjafanum, sem setur okkur, löggjafanum, leikreglur lýðræðisins. Í versta falli lýsir hún sjö ára djúpstæðri andstöðu valdhafa við lýðræðið og mikilli óvirðingu þingsins gagnvart því umboði sem þjóðin veitir því.“ Þórhildur sagði einnig í ræðu sinni að Píratar viti að Alþingi muni ekki endurheimta traust þjóðarinnar fyrr en Alþingi virði vilja þjóðarinnar. „Við sjáum að það er borin von að halda að hægt sé að efla virðingu fyrir þinginu með því að sussa á gagnrýnisraddir og sópa óþægilegum staðreyndum undir teppið. Það viðhorf forsætisnefndar Alþingis, að það rýri traust til Alþingis að þingmenn tali opinskátt um spillingu í sínum röðum á sama tíma og hún leggur blessun sína yfir að þingmenn nýti sér almannafé til þess að sækja afmæli og jarðarfarir er úrelt og mun senn heyra sögunni til. Ég er einkar bjartsýn á að sú spá mín rætist.“
Alþingi Píratar Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld. Í framhaldinu fara fram umræður sem skiptast í þrjár umferðir. 11. september 2019 18:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld. Í framhaldinu fara fram umræður sem skiptast í þrjár umferðir. 11. september 2019 18:45