Kári fer í myndatöku í dag: „Vinnum þennan bikar með eða án hans“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2019 14:58 Kári lék sinn 79. landsleik í gær. vísir/bára Seinna í dag kemur í ljós hvort Kári Árnason geti tekið þátt í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á laugardaginn. Þar mætast Víkingur og FH. Þetta er fyrsti bikarúrslitaleikur Víkinga í 48 ár. Kári meiddist í 4-2 tapi Íslands fyrir Albaníu í undankeppni EM 2020 í gær. Hann fer í myndatöku síðdegis og þá kemur í ljós hvort Víkingar geti nýtt krafta hans á laugardaginn. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er ekkert alltof bjartsýnn á það. „Hann fer í myndatöku klukkan 16:00 í dag og þá ættum við að vita hvort eitthvað er slitið. Ef svo er ekki er smá von að tjasla honum saman. Vonin er víst það síðasta sem mannskepnan tapar þannig að við reynum að halda í hana,“ sagði Arnar við Vísi á blaðamannafundi fyrir bikarúrslitaleikinn í dag. En hvernig leið honum þegar Kári byrjaði að haltra í leiknum í Albaníu í gær? „Mér leið ömurlega fyrir hans hönd. Þetta var hræðilegt því hann er svo mikill Víkingur. Það er hrikalega leiðinlegt fyrir hann ef hann missir af úrslitaleiknum,“ sagði Arnar. „Fyrir mig sem þjálfara var þetta líka hræðilegt að sjá þetta. En þegar ég vaknaði í morgun sá ég ný tækifæri fyrir nýja leikmenn. Það verða ellefu gegn ellefu í leiknum og við verðum flottir á laugardaginn. Við vinnum þennan bikar með eða án Kára.“ Leikurinn í gær var annar leikur hins 37 ára Kára á fjórum dögum. Hann lék allan tímann þegar Ísland vann Moldóvu, 3-0, á laugardaginn. „Það er frábært fyrir hann að spila á hæsta getustigi í svona mikilvægum leikjum. Honum var ekki gerður neinn greiði; ferðalagið, stutt á milli leikja, grenjandi rigning og svo var liðið mjög opið í fyrri hálfleik þannig að hann þurfti að hlaupa mikið,“ sagði Arnar. „Það voru margar þungar lappir í gær og maður fór að hafa áhyggjur þegar leið á seinni hálfleik hvort kallinn þyrfti að skipta sér út af. En fyrir hann og Víking er frábært að hann sé ennþá í landsliðinu.“ Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Seinna í dag kemur í ljós hvort Kári Árnason geti tekið þátt í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á laugardaginn. Þar mætast Víkingur og FH. Þetta er fyrsti bikarúrslitaleikur Víkinga í 48 ár. Kári meiddist í 4-2 tapi Íslands fyrir Albaníu í undankeppni EM 2020 í gær. Hann fer í myndatöku síðdegis og þá kemur í ljós hvort Víkingar geti nýtt krafta hans á laugardaginn. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er ekkert alltof bjartsýnn á það. „Hann fer í myndatöku klukkan 16:00 í dag og þá ættum við að vita hvort eitthvað er slitið. Ef svo er ekki er smá von að tjasla honum saman. Vonin er víst það síðasta sem mannskepnan tapar þannig að við reynum að halda í hana,“ sagði Arnar við Vísi á blaðamannafundi fyrir bikarúrslitaleikinn í dag. En hvernig leið honum þegar Kári byrjaði að haltra í leiknum í Albaníu í gær? „Mér leið ömurlega fyrir hans hönd. Þetta var hræðilegt því hann er svo mikill Víkingur. Það er hrikalega leiðinlegt fyrir hann ef hann missir af úrslitaleiknum,“ sagði Arnar. „Fyrir mig sem þjálfara var þetta líka hræðilegt að sjá þetta. En þegar ég vaknaði í morgun sá ég ný tækifæri fyrir nýja leikmenn. Það verða ellefu gegn ellefu í leiknum og við verðum flottir á laugardaginn. Við vinnum þennan bikar með eða án Kára.“ Leikurinn í gær var annar leikur hins 37 ára Kára á fjórum dögum. Hann lék allan tímann þegar Ísland vann Moldóvu, 3-0, á laugardaginn. „Það er frábært fyrir hann að spila á hæsta getustigi í svona mikilvægum leikjum. Honum var ekki gerður neinn greiði; ferðalagið, stutt á milli leikja, grenjandi rigning og svo var liðið mjög opið í fyrri hálfleik þannig að hann þurfti að hlaupa mikið,“ sagði Arnar. „Það voru margar þungar lappir í gær og maður fór að hafa áhyggjur þegar leið á seinni hálfleik hvort kallinn þyrfti að skipta sér út af. En fyrir hann og Víking er frábært að hann sé ennþá í landsliðinu.“
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti