Framsetning Hlyns skýrir áhrif skattbreytinga á fólkið í landinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2019 15:00 Athygli vekur að Hlynur starfar í fjármálaráðuneytinu. Vinna hans hvað þessa framsetningu ræðir er hins vegar að eigin frumkvæði í frítíma. Hlynur Hallgrímsson „fæst við örhermun og vélnám í R til spágerðar. Alltaf að plotta eitthvað“. Svo segir á Twitter-síðu Hlyns sem hefur sett fram afar skýra leið fyrir landsmenn að reikna út hvaða áhrif breytingar á tekjuskattkerfinu hefur fyrir það.Athugasemd ritstjórnar: Svo mikil umferð er á síðu Hlyns eftir að frétt Vísis birtist að hún liggur tímabundið niðri. Unnið er að viðgerð sem vonandi tekur aðeins skamma stund. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti breytingarnar á dögunum. Þar kom meðal annars fram að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætlaði að lækka tekjuskatt einstaklinga hraðar en árið hafði verið áætlað. Lækkunin ætti að koma að fullu fram árið 2021 en ekki 2022 eins og stefnt hafi verið að. „En hvaða áhrif hefur þetta fyrir mig?“ spyr vafalítið einn eða fleiri skattgreiðandi. Hlynur Hallgrímsson, hagfræðingur í fjármálaráðuneytinu, hefur svarað þessu með eins einfaldri framsetningu og líklega hægt er að bjóða upp á. https://t.co/3iG3SFpVzHFékk flugu í hausinn um helgina að búa til smá kennslu-mælaborð fyrir tekjuskattskerfi. Ætla að pósta hér þegar það update-ast. Forsíðan = tvö waterfall plot.Þetta er bara mitt persónulega kvölddund og birt án nokkurar ábyrgðar (þetta er samt rétt) pic.twitter.com/bE8NEriDZw— Hlynur Hallgrímsson (@hlynur) September 9, 2019 Hlynur býður fólki að slá einfaldlega inn launin sín og sjá þar hvernig skattbyrðin breytist, hvernig nýttur persónuafsláttur breytist og að endingu, það sem allir eru að pæla í, hver breytingin verður á ráðstöfunartekjum. Þannig má sjá að ráðstöfunartekjur manns með 300 þúsund krónur í laun fara úr tæplega 240 þúsund krónum á mánuði árið 2019 í 242.500 krónur árið 2020 og tæplega 249 þúsund krónur árið 2021. Þær hækka því um níu þúsund krónur með breytingunum. „Ég er bara að leika mér að setja þetta upp á þann veg sem ég vil hafa þetta,“ segir Hlynur léttur í samtali við Vísi. Þetta sé alfarið gæluverkefnið hans og hafi aðeins tekið nokkra tíma. Á kvöldin að loknum vinnudegi. Það hjálpi til að hann þekki gögnin vel úr vinnu sinni í ráðuneytinu.Bjarni Benediktsson kynnti frumvarp til fjárlaga á föstudag.Fréttablaðið/AntonHann noti „open source“ tól sem sé honum að kostnaðarlausu. Þó ekki fyrirtækjum eða opinberum stofnunum. „Ef ráðuneytið vildi setja fram gögnin með þessum hætti þá myndi kostnaðurinn hlaupa á milljónum,“ segir Hlynur. Framsetning Hlyns hefur vakið töluverða athygli og strax komnar fram óskir að hann taki inn í myndina greiðslur launþega starfsmanns. Þar falla undir greiðslur í lífeyrissjóð, tryggingagjald, gjald í stéttarfélag og borið saman við það sem endi í vasa launþegans. Hlynur tekur fram að miðað sé við 4% skattfrjálsan frádrátt í lífeyrissjóð til að fá tekjuskattsstofn viðkomandi. Það þýðir að fyrir fólk sem greiðir ekki 4% af tekjuskattsskyldum tekjum sínum í lífeyrissjóð, t.d. öryrkjar, ellilífeyrisþegar, og þeir sem eru með viðbótarlífeyrissparnað, þarf að líta á tekjuskattsstofninn sem birtist á grafinu, frekar en að fara eftir mánaðarlaunastikunni. „Á næstu dögum hyggst ég bæta við þeirri virkni að leyfa notandanum að velja frádráttarprósentu sína til að gera framsetninguna skýrari.“Tól Hlyns má skoða hér. Fjárlagafrumvarp 2020 Kjaramál Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Hlynur Hallgrímsson „fæst við örhermun og vélnám í R til spágerðar. Alltaf að plotta eitthvað“. Svo segir á Twitter-síðu Hlyns sem hefur sett fram afar skýra leið fyrir landsmenn að reikna út hvaða áhrif breytingar á tekjuskattkerfinu hefur fyrir það.Athugasemd ritstjórnar: Svo mikil umferð er á síðu Hlyns eftir að frétt Vísis birtist að hún liggur tímabundið niðri. Unnið er að viðgerð sem vonandi tekur aðeins skamma stund. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti breytingarnar á dögunum. Þar kom meðal annars fram að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætlaði að lækka tekjuskatt einstaklinga hraðar en árið hafði verið áætlað. Lækkunin ætti að koma að fullu fram árið 2021 en ekki 2022 eins og stefnt hafi verið að. „En hvaða áhrif hefur þetta fyrir mig?“ spyr vafalítið einn eða fleiri skattgreiðandi. Hlynur Hallgrímsson, hagfræðingur í fjármálaráðuneytinu, hefur svarað þessu með eins einfaldri framsetningu og líklega hægt er að bjóða upp á. https://t.co/3iG3SFpVzHFékk flugu í hausinn um helgina að búa til smá kennslu-mælaborð fyrir tekjuskattskerfi. Ætla að pósta hér þegar það update-ast. Forsíðan = tvö waterfall plot.Þetta er bara mitt persónulega kvölddund og birt án nokkurar ábyrgðar (þetta er samt rétt) pic.twitter.com/bE8NEriDZw— Hlynur Hallgrímsson (@hlynur) September 9, 2019 Hlynur býður fólki að slá einfaldlega inn launin sín og sjá þar hvernig skattbyrðin breytist, hvernig nýttur persónuafsláttur breytist og að endingu, það sem allir eru að pæla í, hver breytingin verður á ráðstöfunartekjum. Þannig má sjá að ráðstöfunartekjur manns með 300 þúsund krónur í laun fara úr tæplega 240 þúsund krónum á mánuði árið 2019 í 242.500 krónur árið 2020 og tæplega 249 þúsund krónur árið 2021. Þær hækka því um níu þúsund krónur með breytingunum. „Ég er bara að leika mér að setja þetta upp á þann veg sem ég vil hafa þetta,“ segir Hlynur léttur í samtali við Vísi. Þetta sé alfarið gæluverkefnið hans og hafi aðeins tekið nokkra tíma. Á kvöldin að loknum vinnudegi. Það hjálpi til að hann þekki gögnin vel úr vinnu sinni í ráðuneytinu.Bjarni Benediktsson kynnti frumvarp til fjárlaga á föstudag.Fréttablaðið/AntonHann noti „open source“ tól sem sé honum að kostnaðarlausu. Þó ekki fyrirtækjum eða opinberum stofnunum. „Ef ráðuneytið vildi setja fram gögnin með þessum hætti þá myndi kostnaðurinn hlaupa á milljónum,“ segir Hlynur. Framsetning Hlyns hefur vakið töluverða athygli og strax komnar fram óskir að hann taki inn í myndina greiðslur launþega starfsmanns. Þar falla undir greiðslur í lífeyrissjóð, tryggingagjald, gjald í stéttarfélag og borið saman við það sem endi í vasa launþegans. Hlynur tekur fram að miðað sé við 4% skattfrjálsan frádrátt í lífeyrissjóð til að fá tekjuskattsstofn viðkomandi. Það þýðir að fyrir fólk sem greiðir ekki 4% af tekjuskattsskyldum tekjum sínum í lífeyrissjóð, t.d. öryrkjar, ellilífeyrisþegar, og þeir sem eru með viðbótarlífeyrissparnað, þarf að líta á tekjuskattsstofninn sem birtist á grafinu, frekar en að fara eftir mánaðarlaunastikunni. „Á næstu dögum hyggst ég bæta við þeirri virkni að leyfa notandanum að velja frádráttarprósentu sína til að gera framsetninguna skýrari.“Tól Hlyns má skoða hér.
Fjárlagafrumvarp 2020 Kjaramál Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira