Þórdís Lóa á toppnum með 1,7 milljónir og varaborgarfulltrúar fá hálfa milljón Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2019 14:15 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins fylgist með, Þórdísi Lóu á hægri hönd. Vísir/Vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs, er launahæsti borgarfulltrúinn, samkvæmt tölum yfir laun og kostnaðargreiðslur borgarfulltrúa. Þórdís Lóa er með rúma 1,7 milljón króna í heildarlaun. Þá eru heildarlaun launahæstu varaborgarfulltrúa rúmar 800 þúsund krónur. Á vef Reykjavíkurborgar, þar sem tölurnar birtast, kemur fram að frá og með 1. ágúst 2019 séu grunnlaun borgarfulltrúa 763.833 krónur og grunnlaun varaborgarfulltrúa 534.683 krónur. Þá fær borgarfulltrúi greiddan starfskostnað að upphæð 55.164 króna „til að mæta öllum persónulegum kostnaði vegna starfsins,“ að því er segir á vefnum.Sjá einnig: Sérstök regla um álag hækkar laun borgarfulltrúa verulega Þá eiga borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar jafnframt rétt á álagi á laun fyrir setu og formennsku í hinum ýmsu ráðum og nefndum. Þannig á t.d. formaður borgarráðs rétt á 40% álagi og borgarfulltrúi sem situr í þremur eða fleiri fastanefndum á rétt á 25% álagi.Borgarstjóri með tæpar 2,2 milljónir Þórdís Lóa er eins og áður launahæsti borgarfulltrúinn með 1.742.2018 krónur í heildarlaun. Þórdís Lóa á enda sæti í ýmsum stjórnum á vegum Reykjavíkurborgar, til dæmis í stjórn Faxaflóahafna og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún fær hæstu greiðslu allra borgarfulltrúa fyrir stjórnarsetu.Pawel (lengst til hægri) er næstlaunahæstur borgarfulltrúa. Heiða Björg Hilmisdóttir (þriðja frá hægri) er þriðja launahæst.Vísir/VilhelmNæstur á eftir Þórdísi Lóu er flokksbróðir hennar Pawel Bartoszek með 1.475.296 krónur í heildarlaun en hann situr m.a. í stjórn Malbikunarstöðvarinnar Höfða og fulltrúaráði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Fast á hæla hans kemur Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar með 1.440.631 krónur í heildarlaun. Heiða á m.a. sæti í stjórn Félagsbústaða. Launahæstu varaborgarfulltrúarnir eru Daníel Örn Arnarsson fyrir Sósíalistaflokkinn, Baldur Borgþórsson fyrir Miðflokkinn og Elín Oddný Sigurðardóttir fyrir Vinstri græn. Þau eru hvert um sig með 826.635 krónur í heildarlaun. Launahæstur allra er þó Dagur B. Eggertsson borgarstjóri en hann fær 1.976.025 krónur í laun. Auk þess fær hann þóknun fyrir stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, eða 222.707 krónur. Samtals eru laun borgarstjóra því 2.198.732 krónur.Skjáskot af færslu Gunnars Smára inni í Facebook-hóp Sósíalistaflokks Íslands.Skjáskot/FacebookGunnar Smári Egilsson einn stofnenda Sósíalistaflokks Íslands vandar borgarfulltrúum og borgarstjóra ekki kveðjurnar í færslu sem hann birti nú fyrir skömmu í Facebook-hóp Sósíalistaflokksins. „Eftir því sem kjörnir fulltrúar skammta sér hærri laun því grófara verða þeir í að smyrja aukagreiðslum ofan á launin sín. Það er lögmál. Há laun draga að sér skítapakk, alveg eins og kúadella dregur að sér haugflugur,“ skrifar Gunnar Smári, og deilir frétt Fréttablaðsins um laun borgarfulltrúanna. „Borgarstjóri skammtar sér rétt tæplega sjöföld laun konunnar sem þrífur undan honum skítinn. Og hann skammast sín ekki neitt, verandi fulltrúi einhvers grínflokks sem kallar sig Jafnaðarmannaflokk Íslands á tyllidögum.“ Borgarstjórn Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sérstök regla um álag hækkar laun borgarfulltrúa verulega Dæmi eru um að laun borgarfulltrúa í Reykjavík hafi hækkað um rúmlega 20 prósent á um sjö mánaða tímabili. Ástæða hækkana hrókeringar á embættum innan stjórnkerfisins sem og þóknanir vegna sérstakrar reglu um að seta í þremur fastanefndum veiti rétt á 200 þúsund króna álagsgreiðslu á mánuði. 6. september 2019 06:15 19,3 milljónir í aðstoðarmann borgarstjóra Þetta kemur fram í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins sem tekið var fyrir á fundi borgarráðs í dag. 15. ágúst 2019 19:08 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs, er launahæsti borgarfulltrúinn, samkvæmt tölum yfir laun og kostnaðargreiðslur borgarfulltrúa. Þórdís Lóa er með rúma 1,7 milljón króna í heildarlaun. Þá eru heildarlaun launahæstu varaborgarfulltrúa rúmar 800 þúsund krónur. Á vef Reykjavíkurborgar, þar sem tölurnar birtast, kemur fram að frá og með 1. ágúst 2019 séu grunnlaun borgarfulltrúa 763.833 krónur og grunnlaun varaborgarfulltrúa 534.683 krónur. Þá fær borgarfulltrúi greiddan starfskostnað að upphæð 55.164 króna „til að mæta öllum persónulegum kostnaði vegna starfsins,“ að því er segir á vefnum.Sjá einnig: Sérstök regla um álag hækkar laun borgarfulltrúa verulega Þá eiga borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar jafnframt rétt á álagi á laun fyrir setu og formennsku í hinum ýmsu ráðum og nefndum. Þannig á t.d. formaður borgarráðs rétt á 40% álagi og borgarfulltrúi sem situr í þremur eða fleiri fastanefndum á rétt á 25% álagi.Borgarstjóri með tæpar 2,2 milljónir Þórdís Lóa er eins og áður launahæsti borgarfulltrúinn með 1.742.2018 krónur í heildarlaun. Þórdís Lóa á enda sæti í ýmsum stjórnum á vegum Reykjavíkurborgar, til dæmis í stjórn Faxaflóahafna og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún fær hæstu greiðslu allra borgarfulltrúa fyrir stjórnarsetu.Pawel (lengst til hægri) er næstlaunahæstur borgarfulltrúa. Heiða Björg Hilmisdóttir (þriðja frá hægri) er þriðja launahæst.Vísir/VilhelmNæstur á eftir Þórdísi Lóu er flokksbróðir hennar Pawel Bartoszek með 1.475.296 krónur í heildarlaun en hann situr m.a. í stjórn Malbikunarstöðvarinnar Höfða og fulltrúaráði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Fast á hæla hans kemur Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar með 1.440.631 krónur í heildarlaun. Heiða á m.a. sæti í stjórn Félagsbústaða. Launahæstu varaborgarfulltrúarnir eru Daníel Örn Arnarsson fyrir Sósíalistaflokkinn, Baldur Borgþórsson fyrir Miðflokkinn og Elín Oddný Sigurðardóttir fyrir Vinstri græn. Þau eru hvert um sig með 826.635 krónur í heildarlaun. Launahæstur allra er þó Dagur B. Eggertsson borgarstjóri en hann fær 1.976.025 krónur í laun. Auk þess fær hann þóknun fyrir stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, eða 222.707 krónur. Samtals eru laun borgarstjóra því 2.198.732 krónur.Skjáskot af færslu Gunnars Smára inni í Facebook-hóp Sósíalistaflokks Íslands.Skjáskot/FacebookGunnar Smári Egilsson einn stofnenda Sósíalistaflokks Íslands vandar borgarfulltrúum og borgarstjóra ekki kveðjurnar í færslu sem hann birti nú fyrir skömmu í Facebook-hóp Sósíalistaflokksins. „Eftir því sem kjörnir fulltrúar skammta sér hærri laun því grófara verða þeir í að smyrja aukagreiðslum ofan á launin sín. Það er lögmál. Há laun draga að sér skítapakk, alveg eins og kúadella dregur að sér haugflugur,“ skrifar Gunnar Smári, og deilir frétt Fréttablaðsins um laun borgarfulltrúanna. „Borgarstjóri skammtar sér rétt tæplega sjöföld laun konunnar sem þrífur undan honum skítinn. Og hann skammast sín ekki neitt, verandi fulltrúi einhvers grínflokks sem kallar sig Jafnaðarmannaflokk Íslands á tyllidögum.“
Borgarstjórn Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sérstök regla um álag hækkar laun borgarfulltrúa verulega Dæmi eru um að laun borgarfulltrúa í Reykjavík hafi hækkað um rúmlega 20 prósent á um sjö mánaða tímabili. Ástæða hækkana hrókeringar á embættum innan stjórnkerfisins sem og þóknanir vegna sérstakrar reglu um að seta í þremur fastanefndum veiti rétt á 200 þúsund króna álagsgreiðslu á mánuði. 6. september 2019 06:15 19,3 milljónir í aðstoðarmann borgarstjóra Þetta kemur fram í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins sem tekið var fyrir á fundi borgarráðs í dag. 15. ágúst 2019 19:08 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Sérstök regla um álag hækkar laun borgarfulltrúa verulega Dæmi eru um að laun borgarfulltrúa í Reykjavík hafi hækkað um rúmlega 20 prósent á um sjö mánaða tímabili. Ástæða hækkana hrókeringar á embættum innan stjórnkerfisins sem og þóknanir vegna sérstakrar reglu um að seta í þremur fastanefndum veiti rétt á 200 þúsund króna álagsgreiðslu á mánuði. 6. september 2019 06:15
19,3 milljónir í aðstoðarmann borgarstjóra Þetta kemur fram í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins sem tekið var fyrir á fundi borgarráðs í dag. 15. ágúst 2019 19:08
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels