Ótrúlegur lokakafli í New Orleans | Stigamennirnir unnu án Brown 10. september 2019 09:21 Leikmenn Saints fagna sigursparki Lutz. vísir/getty Það var boðið til veislu í mánudagsleikjum NFL-deildarinnar í nótt og þá sérstaklega í leik New Orleans Saints og Houston Texans. Bæði lið léku stórkostlegan bolta en lokakaflinn var ekki fyrir hjartveika. DeShaun Watson, leikstjórnandi Texans, keyrði ótrúlega lokasókn hjá sínu liði sem endaði með því að liðið skoraði snertimark er um 40 sekúndu voru eftir.Deshaun Watson Ice in his veins!@HoustonTexans@deshaunwatson#HOUvsNO : ESPN : NFL app // Yahoo Sports app Watch on mobile: https://t.co/61B66fsGkcpic.twitter.com/wIoRgPzoHB — NFL (@NFL) September 10, 2019 Þar með átti dagskránni að vera lokið en þá bað leikstjórnandi Saints, Drew Brees, menn vinsamlegast um að halda á öllaranum sínum. Hann keyrði liðið nægilega langt upp til þess að eiga kost á vallarmarki. Það var svo Wil Lutz sem negldi 58 jarda spark til þess að tryggja Saints sigur. Algjörlega magnað.Wil called game! @wil_lutz5@Saints#HOUvsNO : ESPN : NFL app // Yahoo Sports app Watch on mobile: https://t.co/61B66fsGkcpic.twitter.com/ndc6xSbJ67 — NFL (@NFL) September 10, 2019 Brees endaði með 370 jarda og tvö snertimörk. Watson var með 268 jarda og þrjár snertimarkssendingar. Hann hljóp líka glæsilega fyrir einu snertimarki. Hlaupari Saints, Alvin Kamara, var með samtals 170 jarda í leiknum og útherjinn einstaki, Michael Thomas, greip tíu bolta fyrir 123 jördum. Það hefur heldur betur gustað um Oakland Raiders síðustu daga og þá aðallega vegna útherjans Antonio Brown. Stigamennirnir náðu að leggja það allt til hliðar fyrir leikinn gegn Denver í gær og vinna sannfærandi sigur, 24-16, eftir að hafa verið 14-0 yfir í hálfleik. Derek Carr, leikstjórandi Oakland, með 259 jarda og eina snertimarkssendingu. Nýliðahlauparinn Josh Jacobs byrjaði ferilinn frábærlega með 85 hlaupajördum og tveimur snertimörkum.Final: The @Raiders win 24 - 16. pic.twitter.com/aeEwemeuKz — NFL (@NFL) September 10, 2019 Þetta var sigur númer 100 á ferli Jon Gruden, þjálfara Raiders, og hann var eðlilega kátur.Technically, it can still be #VictoryMonday. Win No. for Coach Gruden was a special one. pic.twitter.com/jsr5240uOM — Oakland Raiders (@Raiders) September 10, 2019 NFL Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira
Það var boðið til veislu í mánudagsleikjum NFL-deildarinnar í nótt og þá sérstaklega í leik New Orleans Saints og Houston Texans. Bæði lið léku stórkostlegan bolta en lokakaflinn var ekki fyrir hjartveika. DeShaun Watson, leikstjórnandi Texans, keyrði ótrúlega lokasókn hjá sínu liði sem endaði með því að liðið skoraði snertimark er um 40 sekúndu voru eftir.Deshaun Watson Ice in his veins!@HoustonTexans@deshaunwatson#HOUvsNO : ESPN : NFL app // Yahoo Sports app Watch on mobile: https://t.co/61B66fsGkcpic.twitter.com/wIoRgPzoHB — NFL (@NFL) September 10, 2019 Þar með átti dagskránni að vera lokið en þá bað leikstjórnandi Saints, Drew Brees, menn vinsamlegast um að halda á öllaranum sínum. Hann keyrði liðið nægilega langt upp til þess að eiga kost á vallarmarki. Það var svo Wil Lutz sem negldi 58 jarda spark til þess að tryggja Saints sigur. Algjörlega magnað.Wil called game! @wil_lutz5@Saints#HOUvsNO : ESPN : NFL app // Yahoo Sports app Watch on mobile: https://t.co/61B66fsGkcpic.twitter.com/ndc6xSbJ67 — NFL (@NFL) September 10, 2019 Brees endaði með 370 jarda og tvö snertimörk. Watson var með 268 jarda og þrjár snertimarkssendingar. Hann hljóp líka glæsilega fyrir einu snertimarki. Hlaupari Saints, Alvin Kamara, var með samtals 170 jarda í leiknum og útherjinn einstaki, Michael Thomas, greip tíu bolta fyrir 123 jördum. Það hefur heldur betur gustað um Oakland Raiders síðustu daga og þá aðallega vegna útherjans Antonio Brown. Stigamennirnir náðu að leggja það allt til hliðar fyrir leikinn gegn Denver í gær og vinna sannfærandi sigur, 24-16, eftir að hafa verið 14-0 yfir í hálfleik. Derek Carr, leikstjórandi Oakland, með 259 jarda og eina snertimarkssendingu. Nýliðahlauparinn Josh Jacobs byrjaði ferilinn frábærlega með 85 hlaupajördum og tveimur snertimörkum.Final: The @Raiders win 24 - 16. pic.twitter.com/aeEwemeuKz — NFL (@NFL) September 10, 2019 Þetta var sigur númer 100 á ferli Jon Gruden, þjálfara Raiders, og hann var eðlilega kátur.Technically, it can still be #VictoryMonday. Win No. for Coach Gruden was a special one. pic.twitter.com/jsr5240uOM — Oakland Raiders (@Raiders) September 10, 2019
NFL Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira