Myndband virðist sýna ökumann Teslu í fastasvefni á 90 kílómetra hraða Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2019 07:56 Ökumaðurinn virðist í það minnsta ekki vera með hugann við aksturinn, ef marka má umrætt myndband. Skjáskot/Twitter Myndband, sem virðist sýna ökumann og farþega Teslu-bifreiðar í fastasvefni á 90 kílómetra hraða, hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga. Hægt er að aka Teslu-bifreiðum með sjálfstýringu en fyrirtækið segir í yfirlýsingu að ökumenn eigi ætíð að vera vel á verði við aksturinn, einnig þegar notast er við sjálfstýringarbúnaðinn. Myndbandið var tekið upp á hraðbraut í grennd við borgina Newton í Massachusetts-ríki í Bandaríkjunum á sunnudag. Dakota Randall, maðurinn á bak við myndavélina, sagði í samtali við sjónvarpsstöðina NBC10 Boston að hann hefði verið í bíl á næstu akrein við umrædda Teslu. Þegar honum varð litið til hliðar sýndist honum sem bæði ökumaður og farþegi bílsins væru sofandi. Randall kvaðst hafa flautað til að reyna að vekja ökumanninn en ekki haft árangur sem erfiði. Hann hafi verið samferða Teslunni í tæpa mínútu áður en hann ók fram úr honum og skildi ökumanninn eftir, sem þá virtist enn sofandi.Myndbandið má sjá í Twitter-færslu NBC hér að neðan.A man says he was driving on an interstate in Massachusetts when he noticed a @Tesla with its driver and passenger both asleep. Details: https://t.co/wwEKYiKTek pic.twitter.com/k0CYVCGyqL— NBC DFW (@NBCDFW) September 10, 2019 Randall tilkynnti atvikið ekki til lögreglu en lögregla í Massachusetts kvaðst þó hafa heyrt af málinu, að því er fram kemur í frétt NBC. Þá er haft eftir talsmanni Teslu að öryggisbúnaður í bifreiðunum minni ökumenn á að vera vakandi og á verði við aksturinn. Búnaðurinn hamli jafnframt notkun á sjálfstýringu þegar ökumaður hunsi slíkar viðvaranir. Bandaríkin Tesla Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Myndband, sem virðist sýna ökumann og farþega Teslu-bifreiðar í fastasvefni á 90 kílómetra hraða, hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga. Hægt er að aka Teslu-bifreiðum með sjálfstýringu en fyrirtækið segir í yfirlýsingu að ökumenn eigi ætíð að vera vel á verði við aksturinn, einnig þegar notast er við sjálfstýringarbúnaðinn. Myndbandið var tekið upp á hraðbraut í grennd við borgina Newton í Massachusetts-ríki í Bandaríkjunum á sunnudag. Dakota Randall, maðurinn á bak við myndavélina, sagði í samtali við sjónvarpsstöðina NBC10 Boston að hann hefði verið í bíl á næstu akrein við umrædda Teslu. Þegar honum varð litið til hliðar sýndist honum sem bæði ökumaður og farþegi bílsins væru sofandi. Randall kvaðst hafa flautað til að reyna að vekja ökumanninn en ekki haft árangur sem erfiði. Hann hafi verið samferða Teslunni í tæpa mínútu áður en hann ók fram úr honum og skildi ökumanninn eftir, sem þá virtist enn sofandi.Myndbandið má sjá í Twitter-færslu NBC hér að neðan.A man says he was driving on an interstate in Massachusetts when he noticed a @Tesla with its driver and passenger both asleep. Details: https://t.co/wwEKYiKTek pic.twitter.com/k0CYVCGyqL— NBC DFW (@NBCDFW) September 10, 2019 Randall tilkynnti atvikið ekki til lögreglu en lögregla í Massachusetts kvaðst þó hafa heyrt af málinu, að því er fram kemur í frétt NBC. Þá er haft eftir talsmanni Teslu að öryggisbúnaður í bifreiðunum minni ökumenn á að vera vakandi og á verði við aksturinn. Búnaðurinn hamli jafnframt notkun á sjálfstýringu þegar ökumaður hunsi slíkar viðvaranir.
Bandaríkin Tesla Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira