Íslenski boltinn

Ólafur: Spyrjið alltaf að því hvort við fáum að halda áfram

Árni Jóhannsson skrifar
Ólafur vildi lítið ræða leikinn gegn Grindavík.
Ólafur vildi lítið ræða leikinn gegn Grindavík. vísir/bára
„Hann er búinn“, sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, þegar blaðamaður spurði hann út í sigur hans manna á Grindavík, 3-0, í dag. Með sigrinum tryggðu FH-ingar sér Evrópusæti.

Ólaf langaði ekkert að ræða hann nánar og því var hann spurður að því hvernig hann liti á tímabilið í heild sinni. 

„Tímabilið í heild sinn, við förum í bikarúrslit og töpum því og náum aldrei að klóra í það að vera í titilbaráttu frekar en önnur lið. Það er betri bragur á liðinu en var í fyrra og ég er ánægður með það við náum þriðja sæti og við eigum Evrópuþátttöku á næsta ári með því sem því fylgir gefur okkur forsendur til þess að halda áfram að breyta og byggja upp og koma FH á réttan kjöl,“ sagði Ólafur.

„Það segir sig sjálft að í fyrra missum við af Evrópusætinu út af markatölu og sá árangur og þessi árangur eru slakur árangur í sögulegu samhengi FH síðustu ár og við þurfum að spýta í lófana og koma okkur upp í það að geta spilað um titlana.“

Ólafur var svo spurður að því hvort hann fengi ða halda áfram uppbyggingunni á FH á næsta ári og staldraði hann örlítið við áður en hann svaraði spurningunni.

„Ég er með samning við FH í eitt ár í viðbót. Ástæðan fyrir því að ég stoppa hérna við það sem ég ætla að segja er að þið spyrjið alltaf þjálfarana að þessu. Hvort þeir fái að halda áfram. Það eru stjórnirnar sem ráða þjálfarann og taka ákvörðunina um að hann haldi áfram. Við höfum rosalega lítið um það að segja og ég hef ekkert pælt í því og þeir velja bara þann sem þeir halda að sé réttur til þess að stjórna og ég er tilbúinn. Ég hef hingað til staðið við samninga sem knattspyrnuþjálfari en nú slökum við bara á og fögnum þessu og svo sjáum við til hvað gerist.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×