Raunir lögreglustjórans Óttar Guðmundsson skrifar 28. september 2019 10:00 Fyrir mörgum árum gisti ég um tíma í næsta húsi við híbýli Ríkislögreglustjóra. Mér til mikillar furðu og gremju var hjólinu mínu stolið eina nóttina. Ég áttaði mig á því að glæpir viðgangast jafnvel í næsta nágrenni við þennan æðsta yfirmann lögreglunnar. Mér datt þetta í hug á dögunum þegar sami embættismaður kom fram í Mogganum og upplýsti um neðanjarðarstarfsemi sem blómstraði í kringum hann. Hann sagðist vera fórnarlamb rógs og illmælgi og margir vildu koma sér úr embætti. Alls konar vandamál þrifust innan lögregluembættanna sem hann vildi taka á af karlmennsku og festu en fengi bara engu ráðið. Auk þessa væri hann skammaður eins og krakki fyrir eðlileg bílaviðskipti embættisins. Maður skilur kvartanir misyndismanns yfir illri meðferð lögreglunnar þegar sjálfur yfirlögreglustjórinn ber sig svo aumlega undan starfsbræðrum sínum og systrum. Ég sárvorkenndi lögreglustjóra og viknaði þegar ég las um þessar raunir. Það er ekki á hverjum degi sem svo háttsettur embættismaður kastar grímunni og veitir innsýn í sálarlíf sitt. Undir harðri skel og borðalögðum einkennisbúningi var lítill dapur drengur sem sætir einelti á leikskólanum. Hann var fórnarlamb vikunnar en eineltið hélt áfram. Lögreglustjórar landsins sögðust ekki vilja leika við hann lengur. Dómsmálaráðherra hugsar málið. Sérfræðingar í fjölelti eiga að rannsaka málin innandyra hjá embættinu þar sem allir virðast leggja alla í einelti. Það er sorglegt að sjá hversu illa er farið með þennan virðulega embættismann. Gerum eitthvað til að gleðja hann. Ráðum lögreglustjórann ævilangt í embættið og bætum fleiri gullröndum á embættisbúninginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Sjá meira
Fyrir mörgum árum gisti ég um tíma í næsta húsi við híbýli Ríkislögreglustjóra. Mér til mikillar furðu og gremju var hjólinu mínu stolið eina nóttina. Ég áttaði mig á því að glæpir viðgangast jafnvel í næsta nágrenni við þennan æðsta yfirmann lögreglunnar. Mér datt þetta í hug á dögunum þegar sami embættismaður kom fram í Mogganum og upplýsti um neðanjarðarstarfsemi sem blómstraði í kringum hann. Hann sagðist vera fórnarlamb rógs og illmælgi og margir vildu koma sér úr embætti. Alls konar vandamál þrifust innan lögregluembættanna sem hann vildi taka á af karlmennsku og festu en fengi bara engu ráðið. Auk þessa væri hann skammaður eins og krakki fyrir eðlileg bílaviðskipti embættisins. Maður skilur kvartanir misyndismanns yfir illri meðferð lögreglunnar þegar sjálfur yfirlögreglustjórinn ber sig svo aumlega undan starfsbræðrum sínum og systrum. Ég sárvorkenndi lögreglustjóra og viknaði þegar ég las um þessar raunir. Það er ekki á hverjum degi sem svo háttsettur embættismaður kastar grímunni og veitir innsýn í sálarlíf sitt. Undir harðri skel og borðalögðum einkennisbúningi var lítill dapur drengur sem sætir einelti á leikskólanum. Hann var fórnarlamb vikunnar en eineltið hélt áfram. Lögreglustjórar landsins sögðust ekki vilja leika við hann lengur. Dómsmálaráðherra hugsar málið. Sérfræðingar í fjölelti eiga að rannsaka málin innandyra hjá embættinu þar sem allir virðast leggja alla í einelti. Það er sorglegt að sjá hversu illa er farið með þennan virðulega embættismann. Gerum eitthvað til að gleðja hann. Ráðum lögreglustjórann ævilangt í embættið og bætum fleiri gullröndum á embættisbúninginn.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar