„Þingmennska er mjög krefjandi, en mér finnst mikilvægt að hafa eitthvað allt annars eðlis fyrir stafni líka til að minna mig á hver ég er. Í dag kláraði ég einkaflugmannsréttindi; æskudraumur orðinn að veruleika,“ skrifar Smári.
Þá sé auðvitað fleira í farvatninu. „Ég harðneita að láta mér leiðast.“
Smári hefur setið á þingi fyrir Pírata síðan árið 2016. Þá er hann ekki aðeins þingmaður og einkaflugmaður heldur einnig forritari.