Bróðir samfélagsmiðlastjörnu dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á henni Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2019 19:33 Qandeel Baloch naut mikilla vinsælda í heimalandi sínu, Pakistan. Vísir/Getty Bróðir pakistönsku samfélagsmiðlastjörnunnar Qandeel Baloch var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á systur sinni. Málið hefur vakið mikinn óhug í Pakistan og víðar. Baloch var 26 ára þegar hún fannst látin á heimili sínu í grennd við borgina Multan í Pakistan árið 2016. Henni hafði verið byrluð ólyfjan og hún svo kyrkt til bana. Morðið var framið skömmu eftir að Baloch birti djarfar myndir af sér á Facebook með Mufti Abdul Quawi, þekktum íslömskum klerki. Mohammed Wasim Azeem, bróðir Baloch, var handtekinn og játaði strax á sig verknaðinn. Hann lýsti því yfir að hann sæi ekki eftir neinu og hefði „að sjálfsögðu“ myrt hana. Þá hefði hegðun systur hans verið „óþolandi“. Klerkurinn Quawi var handtekinn grunaður um aðild að morðinu en faðir Bolach og Azeem kenndi honum um að hafa hvatt til voðaverksins. Quawi var sýknaður af ákærum í tengslum við málið í dag ásamt þremur öðrum mönnum. Bolach ólst upp við mikla fátækt og síðar gróft heimilisofbeldi af hendi eiginmanns síns, sem hún náði þó að flýja. Hún naut töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum í Pakistan fyrir ögrandi myndir og myndbönd, þar sem til dæmis mátti sjá hana stunda líkamsrækt eða fáklædda í sundlaug. Hún starfaði einnig sem fyrirsæta og mætti oft í viðtöl í sjónvarpi. Í frétt Guardian um málið segir að nær þúsund pakistanskar konur séu myrtar af náskyldum fjölskyldumeðlimi á ári hverju. Um er að ræða svokölluð „heiðursmorð“ (e. honor killings) sem töluvert hefur verið fjallað um síðustu misseri. Pakistan Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Internetstjarna í Pakistan myrt af bróður sínum Samfélagsmiðlastjarnan Quandeel Baloch fannst myrt á fjölskylduheimili sínu í Punjab í morgun. 16. júlí 2016 23:21 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Fleiri fréttir Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Sjá meira
Bróðir pakistönsku samfélagsmiðlastjörnunnar Qandeel Baloch var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á systur sinni. Málið hefur vakið mikinn óhug í Pakistan og víðar. Baloch var 26 ára þegar hún fannst látin á heimili sínu í grennd við borgina Multan í Pakistan árið 2016. Henni hafði verið byrluð ólyfjan og hún svo kyrkt til bana. Morðið var framið skömmu eftir að Baloch birti djarfar myndir af sér á Facebook með Mufti Abdul Quawi, þekktum íslömskum klerki. Mohammed Wasim Azeem, bróðir Baloch, var handtekinn og játaði strax á sig verknaðinn. Hann lýsti því yfir að hann sæi ekki eftir neinu og hefði „að sjálfsögðu“ myrt hana. Þá hefði hegðun systur hans verið „óþolandi“. Klerkurinn Quawi var handtekinn grunaður um aðild að morðinu en faðir Bolach og Azeem kenndi honum um að hafa hvatt til voðaverksins. Quawi var sýknaður af ákærum í tengslum við málið í dag ásamt þremur öðrum mönnum. Bolach ólst upp við mikla fátækt og síðar gróft heimilisofbeldi af hendi eiginmanns síns, sem hún náði þó að flýja. Hún naut töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum í Pakistan fyrir ögrandi myndir og myndbönd, þar sem til dæmis mátti sjá hana stunda líkamsrækt eða fáklædda í sundlaug. Hún starfaði einnig sem fyrirsæta og mætti oft í viðtöl í sjónvarpi. Í frétt Guardian um málið segir að nær þúsund pakistanskar konur séu myrtar af náskyldum fjölskyldumeðlimi á ári hverju. Um er að ræða svokölluð „heiðursmorð“ (e. honor killings) sem töluvert hefur verið fjallað um síðustu misseri.
Pakistan Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Internetstjarna í Pakistan myrt af bróður sínum Samfélagsmiðlastjarnan Quandeel Baloch fannst myrt á fjölskylduheimili sínu í Punjab í morgun. 16. júlí 2016 23:21 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Fleiri fréttir Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Sjá meira
Internetstjarna í Pakistan myrt af bróður sínum Samfélagsmiðlastjarnan Quandeel Baloch fannst myrt á fjölskylduheimili sínu í Punjab í morgun. 16. júlí 2016 23:21
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna