„Útfærslan skiptir öllu máli“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. september 2019 13:03 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að það sé jákvætt að ríkið komi betur til móts við höfuðborgarsvæðið í hinum svokallaða samgöngupakka sem var undirritaður í gær en hann gagnrýnir samráðsleysi og segir útfærsluna skipta öllu máli. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að það sé jákvætt að ríkið komi betur til móts við höfuðborgarsvæðið í hinum svokallaða samgöngupakka sem var undirritaður í gær en hann gagnrýnir samráðsleysi og segir útfærsluna skipta öllu máli. Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu síðdegis í gær sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. Af þeim 120 milljörðum sem áætlaðir eru í framkvæmdirnar mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélög 15 milljarða. Þá er gert ráð fyrir að sérstök fjármögnun muni standa straum af 60 milljörðum króna. Sjá nánar: Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Eyþór hefur áhyggjur af útfærslunni. „Það er náttúrulega jákvætt að ríkið sé tilbúið að koma með meira fé til höfuðborgarsvæðisins og jafnframt jákvætt að meirihlutinn í Reykjavík sé tilbúinn að opna á vegaframkvæmdir sem í raun og veru hafa verið í stoppi í næstum tíu ár. Það sem við höfum kannski áhyggjur af er útfærslan. Helmingurinn af fjármagninu á að koma með veggjöldum ekki hafa verið útfærð. Það væri nú heppilegra annað hvort að útfærslan lægi fyrir eða að þetta væri gert með öðrum hætti.“ Þegar Eyþór er spurður út í hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta segir Eyþór. „Við höfum nú ekki komið að þessu beint en það er margt jákvætt fyrir sveitarfélögin í kring; Arnarnesvegur í Kópavogi, hugmyndir um stokk í Garðabæ og fleira en við höfum hins vegar horft á Reykjavík og það sem Reykjavík fær út úr þessu og viljum passa það að það sé ekki tvísköttun í gangi að þeir sem búa í Reykjavík þurfi að borga hærri gjöld en þeir sem búa á landsbyggðinni. Það er okkar hlutverk að standa vörð um hagsmuni Reykvíkinga og tryggja bæði að verkefnin verði að veruleika og að þau verði ekki dýrari en verkefnin úti á landi.“ Eyþór, rétt eins og margir þingmenn stjórnarandstöðu á Alþingi gagnrýna samráðsleysi. Sjá nánar: Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík „Ef við setjum þetta í samhengi við Landspítalann þá virðist þetta vera stærra verkefni að fjármagni og það tók nú langan tíma að fá lendingu í það mál og ekkert allir sáttir við staðsetninguna. Það er nú stundum sagt „The Devil Is In The Details“ eða útfærslan skiptir öllu máli og það á við um allt en sérstaklega um gjaldtöku. Hún verður að vera á jafnræðisgrundvelli og ganga upp. Ef útfærslan er ekki til staðar og gengur ekki upp þá er ekki til fjármagn,“ segir Eyþór. Alþingi Borgarstjórn Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Samkomulag um uppbyggingu á samgönguinnviðum kynnt í dag Samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára verður undirritað síðar í dag. 26. september 2019 09:36 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að það sé jákvætt að ríkið komi betur til móts við höfuðborgarsvæðið í hinum svokallaða samgöngupakka sem var undirritaður í gær en hann gagnrýnir samráðsleysi og segir útfærsluna skipta öllu máli. Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu síðdegis í gær sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. Af þeim 120 milljörðum sem áætlaðir eru í framkvæmdirnar mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélög 15 milljarða. Þá er gert ráð fyrir að sérstök fjármögnun muni standa straum af 60 milljörðum króna. Sjá nánar: Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Eyþór hefur áhyggjur af útfærslunni. „Það er náttúrulega jákvætt að ríkið sé tilbúið að koma með meira fé til höfuðborgarsvæðisins og jafnframt jákvætt að meirihlutinn í Reykjavík sé tilbúinn að opna á vegaframkvæmdir sem í raun og veru hafa verið í stoppi í næstum tíu ár. Það sem við höfum kannski áhyggjur af er útfærslan. Helmingurinn af fjármagninu á að koma með veggjöldum ekki hafa verið útfærð. Það væri nú heppilegra annað hvort að útfærslan lægi fyrir eða að þetta væri gert með öðrum hætti.“ Þegar Eyþór er spurður út í hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta segir Eyþór. „Við höfum nú ekki komið að þessu beint en það er margt jákvætt fyrir sveitarfélögin í kring; Arnarnesvegur í Kópavogi, hugmyndir um stokk í Garðabæ og fleira en við höfum hins vegar horft á Reykjavík og það sem Reykjavík fær út úr þessu og viljum passa það að það sé ekki tvísköttun í gangi að þeir sem búa í Reykjavík þurfi að borga hærri gjöld en þeir sem búa á landsbyggðinni. Það er okkar hlutverk að standa vörð um hagsmuni Reykvíkinga og tryggja bæði að verkefnin verði að veruleika og að þau verði ekki dýrari en verkefnin úti á landi.“ Eyþór, rétt eins og margir þingmenn stjórnarandstöðu á Alþingi gagnrýna samráðsleysi. Sjá nánar: Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík „Ef við setjum þetta í samhengi við Landspítalann þá virðist þetta vera stærra verkefni að fjármagni og það tók nú langan tíma að fá lendingu í það mál og ekkert allir sáttir við staðsetninguna. Það er nú stundum sagt „The Devil Is In The Details“ eða útfærslan skiptir öllu máli og það á við um allt en sérstaklega um gjaldtöku. Hún verður að vera á jafnræðisgrundvelli og ganga upp. Ef útfærslan er ekki til staðar og gengur ekki upp þá er ekki til fjármagn,“ segir Eyþór.
Alþingi Borgarstjórn Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Samkomulag um uppbyggingu á samgönguinnviðum kynnt í dag Samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára verður undirritað síðar í dag. 26. september 2019 09:36 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44
120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20
Samkomulag um uppbyggingu á samgönguinnviðum kynnt í dag Samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára verður undirritað síðar í dag. 26. september 2019 09:36