Skipulagðar upplýsingafalsanir stundaðar í 70 ríkjum heims Davíð Stefánsson skrifar 27. september 2019 08:45 ísindamenn Netrannsóknarstofnunar Oxford háskóla skoða fjölþátta ógnir á borð við upplýsingafalsanir samfélagsmiðla. vísir/getty Í Tadsjikistan voru háskólanemar fengnir til að setja upp falska samfélagsmiðlareikninga og deila skoðunum stjórnvalda. Í Mjanmar hafa herforingjar verið þjálfaðir af rússneskum aðilum í notkun samfélagsmiðla. Víetnömsk stjórnvöld fengu borgara til að miðla upplýsingum stjórnvalda á persónulegum Facebook-síðum sínum. Þrátt fyrir viðleitni netfyrirtækja á borð við Facebook til að berjast gegn falsfréttum og upplýsingamengun á internetinu, nýta stjórnvöld víða um heim í æ ríkari mæli netið og samfélagsmiðla á neikvæðan hátt. Ríkisstjórnir dreifa skipulega upplýsingum á netinu til að gera lítið úr pólitískum andstæðingum, vinna skipulega gegn tilteknum skoðunum og til að hafa pólitísk áhrif meðal annarra ríkja. Þetta er niðurstaða skýrslu sem vísindamenn við Oxford háskóla sendu frá sér í gær. Höfundar hennar eru Philip Howard, prófessor og forstöðumaður Netrannsóknarstofnunar Oxford háskóla og Samantha Bradshaw, vísindamaður við stofnunina. Þau segja notkun ríkisstjórna á upplýsingafölsun sé að verða heimsvandamál. Skýrslan fjallar um þau verkfæri, getu, áætlanir og úrræði sem nýttar eru af „netsveitum“ ríkisstofnana og stjórnmálaflokka, til að hafa áhrif á almenningsálitið í 70 ríkjum. Það er til að mynda gert með falsreikningum á samfélagsmiðlum og nettröllum til að dreifa upplýsingum. Notkun reiknirita eða algríma, sjálfvirkni og stórra gagnabanka til að móta almenningsálit færist mjög í vöxt. Umfang slíkra upplýsingafalsana á netinu hefur aukist mikið á síðustu árum en árið 2017 voru þessar falsanir stundaðar í 28 ríkjum og í 48 ríkjum á síðasta ári. Eins og áður segir er fjöldinn nú kominn upp í 70 ríki sem þýðir 150 prósenta fjölgun á síðustu tveimur árum. Vísindamennirnir segja Facebook vera meginvettvang upplýsingafölsunar en notkun annarra samfélagsmiðla er einnig mikil. Samfélagsmiðlar séu í auknum mæli notaðir af ríkisstjórnum til að bæla niður mannréttindi, fara gegn pólitískum andstæðingum og kæfa niður andóf. Alls hafi 56 ríki rekið skipulagðar áróðursherferðir á netinu og samfélagsmiðlum. Þeir segja 52 lönd hafa notað net-og fjölmiðlafalsanir til að villa um fyrir notendum og 47 ríki hafi notað nettröll til að ráðast gegn pólitískum andstæðingum og aðgerðasinnum árið 2019. Að minnsta kosti sjö ríki hafa reynt að hafa áhrif á skoðanir utan eigin landamæra: Kína, Indland, Íran, Pakistan, Rússland, Sádí Arabíu og Venesúela. Þar er fyrirferðamest notkun Facebook og Twitter. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Í Tadsjikistan voru háskólanemar fengnir til að setja upp falska samfélagsmiðlareikninga og deila skoðunum stjórnvalda. Í Mjanmar hafa herforingjar verið þjálfaðir af rússneskum aðilum í notkun samfélagsmiðla. Víetnömsk stjórnvöld fengu borgara til að miðla upplýsingum stjórnvalda á persónulegum Facebook-síðum sínum. Þrátt fyrir viðleitni netfyrirtækja á borð við Facebook til að berjast gegn falsfréttum og upplýsingamengun á internetinu, nýta stjórnvöld víða um heim í æ ríkari mæli netið og samfélagsmiðla á neikvæðan hátt. Ríkisstjórnir dreifa skipulega upplýsingum á netinu til að gera lítið úr pólitískum andstæðingum, vinna skipulega gegn tilteknum skoðunum og til að hafa pólitísk áhrif meðal annarra ríkja. Þetta er niðurstaða skýrslu sem vísindamenn við Oxford háskóla sendu frá sér í gær. Höfundar hennar eru Philip Howard, prófessor og forstöðumaður Netrannsóknarstofnunar Oxford háskóla og Samantha Bradshaw, vísindamaður við stofnunina. Þau segja notkun ríkisstjórna á upplýsingafölsun sé að verða heimsvandamál. Skýrslan fjallar um þau verkfæri, getu, áætlanir og úrræði sem nýttar eru af „netsveitum“ ríkisstofnana og stjórnmálaflokka, til að hafa áhrif á almenningsálitið í 70 ríkjum. Það er til að mynda gert með falsreikningum á samfélagsmiðlum og nettröllum til að dreifa upplýsingum. Notkun reiknirita eða algríma, sjálfvirkni og stórra gagnabanka til að móta almenningsálit færist mjög í vöxt. Umfang slíkra upplýsingafalsana á netinu hefur aukist mikið á síðustu árum en árið 2017 voru þessar falsanir stundaðar í 28 ríkjum og í 48 ríkjum á síðasta ári. Eins og áður segir er fjöldinn nú kominn upp í 70 ríki sem þýðir 150 prósenta fjölgun á síðustu tveimur árum. Vísindamennirnir segja Facebook vera meginvettvang upplýsingafölsunar en notkun annarra samfélagsmiðla er einnig mikil. Samfélagsmiðlar séu í auknum mæli notaðir af ríkisstjórnum til að bæla niður mannréttindi, fara gegn pólitískum andstæðingum og kæfa niður andóf. Alls hafi 56 ríki rekið skipulagðar áróðursherferðir á netinu og samfélagsmiðlum. Þeir segja 52 lönd hafa notað net-og fjölmiðlafalsanir til að villa um fyrir notendum og 47 ríki hafi notað nettröll til að ráðast gegn pólitískum andstæðingum og aðgerðasinnum árið 2019. Að minnsta kosti sjö ríki hafa reynt að hafa áhrif á skoðanir utan eigin landamæra: Kína, Indland, Íran, Pakistan, Rússland, Sádí Arabíu og Venesúela. Þar er fyrirferðamest notkun Facebook og Twitter.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira