Háskólinn í Reykjavík og Körfuknattleikssamband Ísland héldu ráðstefnu í dag um hvers vegna svona fáar konur dæma í körfubolta.
Finnarnir Kati Nynas og Karolina Andersson eru körfuknattleiksdómarar í fremstu röð. Í Finnlandi eru 28 dómarar í efstu deild en aðeins þrjár konur.
Nynas segir erfitt að fá konur til að dæma í Finnlandi.
„Við erum ekki með marga kvendómara í neðri deildunum. Til að komast í efstu deild þarftu að leggja mikið á þig,“ sagði Nynas í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum.
„Þú þarft að vera í mjög góðu líkamlegu ásigkomulagi. Konur og karlar gangast undir sömu þrekpróf. Svo þarfu að vera mjög andlega sterkur til að dæma á hæsta getustigi.“
Georgía Olga Kristiansen er eina konan sem dæmir í Domino's deildum karla og kvenna hér á landi. Hún hvetur aðrar konur til að fara að sínu fordæmi og byrja að dæma.
„Þegar ég ákvað að gera þetta var ég mjög hikandi. Mér fannst erfitt að taka skrefið því engar fyrirmyndir voru til staðar. Það skiptir rosalega miklu,“ sagði Georgía.
Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
„Fannst erfitt að taka skrefið því engar fyrirmyndir voru til staðar“
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti


Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti




Fleiri fréttir

Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
