Efnahagur og heilbrigði Þorvaldur Gylfason skrifar 26. september 2019 07:00 Reykjavík – Hrun Sovétríkjanna og annarra kommúnistaríkja í Evrópu 1989-1991 vakti bjartar vonir sem hafa sumar rætzt. Sum þessara ríkja, einkum Austur-Þýzkaland, önnur Mið- og Austur-Evrópuríki og Eystrasaltslöndin þrjú, tóku upp lýðræði og markaðsbúskap að hætti Bandaríkjanna og ESB, sigurvegara Kalda stríðsins 1947-1991. Þessi ríki hafa öll tekið miklum framförum. Önnur fv. kommúnistaríki álfunnar fóru aðrar leiðir, einkum Rússland og önnur fv. Sovétríki þar sem lýðræði hefur átt örðugt uppdráttar. Munurinn á hópunum tveim sést glöggt t.d. á Eistlandi og Rússlandi. Kaupmáttur landsframleiðslu á mann í Eistlandi var 11% minni en í Rússlandi 1995 þegar bæði löndin voru að byrja að rétta úr kútnum eftir hrunið, en nú er kaupmáttur framleiðslu á mann í Eistlandi orðinn 21% meiri en í Rússlandi skv. gögnum Alþjóðabankans. Heilbrigðisvísar segja sömu sögu og hagvísarnir. Eistar lifðu að jafnaði tveim árum lengur en Rússar 1960 en nú er munurinn á meðalævi Eista og Rússa kominn upp fyrir fimm ár Eistum í vil. Eistar standa með pálmann í höndunum þótt þeir eigi enga olíu eða aðrar náttúruauðlindir eins og Rússar.Markaðsbúskapur án lýðræðis Þótt kommúnisminn færi halloka í Evrópu hélt hann velli í Kína og Víetnam þar eð bæði löndin hófu gagngerar efnahagsumbætur með markaðsbúskap án lýðræðis að leiðarljósi, Kína 1978 og Víetnam 1979. Kaupmáttur landsframleiðslu á mann í Bandaríkjunum var 25-faldur á við Kína 1990 en nú er hann ekki nema rösklega þrefaldur enda er hagkerfi Kína nú orðið stærra en hagkerfi Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn lifðu að jafnaði 26 árum lengur en Kínverjar 1960 en nú er munurinn á meðalævi Bandaríkjamanna og Kínverja kominn niður í tvö ár Kananum í vil, 78,5 ár í Bandaríkjunum á móti 76,5 í Kína. Það skiptir þó einnig máli hvernig lífsgæðunum, þ.m.t. langlífi, er skipt milli manna. Í fátækasta fylki Bandaríkjanna, suðurríkinu Mississippi, lifir fólkið 74,5 ár að jafnaði borið saman við 80 ár í ríkasta fylkinu, Massachusetts, þar sem meðaltekjur heimilanna eru 86.300 dalir á ári á móti 42.800 dölum í Mississippi. Tvisvar sinnum hærri tekjur í Massachusetts haldast í hendur við næstum sex árum lengri meðalævi en í Mississippi. Lengstar eru ævirnar á Havaí, 81,5 ár. Hækkun meðalárstekna heimilanna um 10.000 dali frá einu fylki til annars helzt í hendur við lengingu meðalævinnar um eitt ár. Munurinn á ríkasta fylkinu og hinu fátækasta er tvöfaldur tekjumunur og næstum sex ára munur á meðallanglífi. Meðaltekjur heimilanna í Bandaríkjunum 2018 voru 63.200 dalir, eða 650.000 kr. á mánuði.Mislangar ævir Hvernig er þetta í Kína? Fólkið í mörgum stærstu borgum Kína lifir nú lengur að jafnaði en Bandaríkjamenn og býr við betri heilsu á efri árum. En misskipting meðalævinnar er meiri í Kína. Fólkið í Macau lifir nú lengst, 84,5 ár. Íbúar Sjanghæ og Hong Kong ná 83 ára aldri að jafnaði og íbúar Beijing 82 árum en í Tíbet sem Kínverjar stjórna með harðri hendi er meðalævin aðeins 64 ár. Meðalárstekjur heimilanna í Tíbet eru nú rösklega 7.000 Bandaríkjadalir borið saman við 17.500 til 18.000 dali í Sjanghæ og Beijing. Tekjumunurinn á ríkasta og fátækasta hluta Kína er því rösklega tvöfaldur líkt og í Bandaríkjunum en munurinn á meðallanglífi ríkasta og fátækasta hluta Kína er 20 ár á móti sjö árum í Bandaríkjunum, 16 í Rússlandi og 11 á Indlandi. Minna er vitað um þennan mun í Evrópulöndum enn sem komið er. Hann er þó næstum örugglega mun minni en í Bandaríkjunum að ekki sé talað um Kína, Rússland og Indland.Falskar andstæður Meðaltöl tekna og langlífis segja ekki alla söguna um velferð fólks. Engum dytti í hug að meta verðbréf til fjár með því einu að skoða afraksturinn án þess að taka áhættuna með í reikninginn. Verðbréf eru því ævinlega metin í tveim víddum: afraksturinn er veginn á móti áhættunni. Sama máli kann að gegna um ýmsar hagstærðir og heilbrigðisvísa. Það er ekki nóg að vita að meðaltekjur eins lands séu svo eða svo miklu meiri en í öðru landi ef það fylgir ekki sögunni hvernig tekjurnar skiptast milli manna í löndunum tveim. Mörg okkar kysu heldur að búa í landi með ívið lægri tekjur og jafna skiptingu en í landi með hærri tekjur og meiri misskiptingu, þyrftum við að velja. Nýjar rannsóknir benda til að við þurfum ekki að velja milli slíkra kosta þar eð þokkalegur jöfnuður í skiptingu tekna, eigna og einnig heilbrigðis virðist hlúa að sátt og samlyndi og haldast í hendur við háar meðaltekjur um heiminn. Kenningin um að jöfnuður grafi undan velsæld stillir upp fölskum andstæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Reykjavík – Hrun Sovétríkjanna og annarra kommúnistaríkja í Evrópu 1989-1991 vakti bjartar vonir sem hafa sumar rætzt. Sum þessara ríkja, einkum Austur-Þýzkaland, önnur Mið- og Austur-Evrópuríki og Eystrasaltslöndin þrjú, tóku upp lýðræði og markaðsbúskap að hætti Bandaríkjanna og ESB, sigurvegara Kalda stríðsins 1947-1991. Þessi ríki hafa öll tekið miklum framförum. Önnur fv. kommúnistaríki álfunnar fóru aðrar leiðir, einkum Rússland og önnur fv. Sovétríki þar sem lýðræði hefur átt örðugt uppdráttar. Munurinn á hópunum tveim sést glöggt t.d. á Eistlandi og Rússlandi. Kaupmáttur landsframleiðslu á mann í Eistlandi var 11% minni en í Rússlandi 1995 þegar bæði löndin voru að byrja að rétta úr kútnum eftir hrunið, en nú er kaupmáttur framleiðslu á mann í Eistlandi orðinn 21% meiri en í Rússlandi skv. gögnum Alþjóðabankans. Heilbrigðisvísar segja sömu sögu og hagvísarnir. Eistar lifðu að jafnaði tveim árum lengur en Rússar 1960 en nú er munurinn á meðalævi Eista og Rússa kominn upp fyrir fimm ár Eistum í vil. Eistar standa með pálmann í höndunum þótt þeir eigi enga olíu eða aðrar náttúruauðlindir eins og Rússar.Markaðsbúskapur án lýðræðis Þótt kommúnisminn færi halloka í Evrópu hélt hann velli í Kína og Víetnam þar eð bæði löndin hófu gagngerar efnahagsumbætur með markaðsbúskap án lýðræðis að leiðarljósi, Kína 1978 og Víetnam 1979. Kaupmáttur landsframleiðslu á mann í Bandaríkjunum var 25-faldur á við Kína 1990 en nú er hann ekki nema rösklega þrefaldur enda er hagkerfi Kína nú orðið stærra en hagkerfi Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn lifðu að jafnaði 26 árum lengur en Kínverjar 1960 en nú er munurinn á meðalævi Bandaríkjamanna og Kínverja kominn niður í tvö ár Kananum í vil, 78,5 ár í Bandaríkjunum á móti 76,5 í Kína. Það skiptir þó einnig máli hvernig lífsgæðunum, þ.m.t. langlífi, er skipt milli manna. Í fátækasta fylki Bandaríkjanna, suðurríkinu Mississippi, lifir fólkið 74,5 ár að jafnaði borið saman við 80 ár í ríkasta fylkinu, Massachusetts, þar sem meðaltekjur heimilanna eru 86.300 dalir á ári á móti 42.800 dölum í Mississippi. Tvisvar sinnum hærri tekjur í Massachusetts haldast í hendur við næstum sex árum lengri meðalævi en í Mississippi. Lengstar eru ævirnar á Havaí, 81,5 ár. Hækkun meðalárstekna heimilanna um 10.000 dali frá einu fylki til annars helzt í hendur við lengingu meðalævinnar um eitt ár. Munurinn á ríkasta fylkinu og hinu fátækasta er tvöfaldur tekjumunur og næstum sex ára munur á meðallanglífi. Meðaltekjur heimilanna í Bandaríkjunum 2018 voru 63.200 dalir, eða 650.000 kr. á mánuði.Mislangar ævir Hvernig er þetta í Kína? Fólkið í mörgum stærstu borgum Kína lifir nú lengur að jafnaði en Bandaríkjamenn og býr við betri heilsu á efri árum. En misskipting meðalævinnar er meiri í Kína. Fólkið í Macau lifir nú lengst, 84,5 ár. Íbúar Sjanghæ og Hong Kong ná 83 ára aldri að jafnaði og íbúar Beijing 82 árum en í Tíbet sem Kínverjar stjórna með harðri hendi er meðalævin aðeins 64 ár. Meðalárstekjur heimilanna í Tíbet eru nú rösklega 7.000 Bandaríkjadalir borið saman við 17.500 til 18.000 dali í Sjanghæ og Beijing. Tekjumunurinn á ríkasta og fátækasta hluta Kína er því rösklega tvöfaldur líkt og í Bandaríkjunum en munurinn á meðallanglífi ríkasta og fátækasta hluta Kína er 20 ár á móti sjö árum í Bandaríkjunum, 16 í Rússlandi og 11 á Indlandi. Minna er vitað um þennan mun í Evrópulöndum enn sem komið er. Hann er þó næstum örugglega mun minni en í Bandaríkjunum að ekki sé talað um Kína, Rússland og Indland.Falskar andstæður Meðaltöl tekna og langlífis segja ekki alla söguna um velferð fólks. Engum dytti í hug að meta verðbréf til fjár með því einu að skoða afraksturinn án þess að taka áhættuna með í reikninginn. Verðbréf eru því ævinlega metin í tveim víddum: afraksturinn er veginn á móti áhættunni. Sama máli kann að gegna um ýmsar hagstærðir og heilbrigðisvísa. Það er ekki nóg að vita að meðaltekjur eins lands séu svo eða svo miklu meiri en í öðru landi ef það fylgir ekki sögunni hvernig tekjurnar skiptast milli manna í löndunum tveim. Mörg okkar kysu heldur að búa í landi með ívið lægri tekjur og jafna skiptingu en í landi með hærri tekjur og meiri misskiptingu, þyrftum við að velja. Nýjar rannsóknir benda til að við þurfum ekki að velja milli slíkra kosta þar eð þokkalegur jöfnuður í skiptingu tekna, eigna og einnig heilbrigðis virðist hlúa að sátt og samlyndi og haldast í hendur við háar meðaltekjur um heiminn. Kenningin um að jöfnuður grafi undan velsæld stillir upp fölskum andstæðum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun