„Komast í raun bara upp með að bulla og bulla án þess að þurfa svara eitthvað sérstaklega fyrir það“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2019 14:32 Gunnar Heiðar lagði skóna á hilluna fyrir ári. vísir/ernir Gunnar Heiðar Þorvaldsson segir að enginn fótur hafi verið fyrir þeim sögusögnum að hann yrði næsti þjálfari ÍBV. Fyrr í sumar var fullyrt í hlaðvarpinu Dr. Football að Gunnar Heiðar myndi taka við ÍBV. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá veit ég satt best að segja ekki hvaðan þessar sögusagnir koma. Það hefur aldrei verið haft samband við mig af hálfu forráðamanna ÍBV og ég held í alvörunni að þessi umræða hafi sprottið upp eftir einhverjar fáránlegar umræður sem áttu sér stað í brekkunni á Þjóðhátið. Þaðan hefur aldrei komið áreiðanleg heimild,“ sagði Gunnar Heiðar í samtali við mbl.is. Hann gagnrýnir fréttaflutning af málinu og segir heimildirnar á bak við hann ekki merkilegar. „Með fullri virðingu fyrir ykkur blaðamönnum þá er sé ég ekki mikinn metnað í því að pikka bara upp einhver ummæli í einhverjum hlaðvarpsþætti eða sem einhver skrifar á Twitter og ætla svo að halda því fram að það sé einhver frétt. Í mínu tilfelli þá var nafn mitt dregið inn í einhverja umræðu og sá eini sem hefur þurft að svara fyrir þetta er ég sjálfur. Það hefur verið leiðinlegt fyrir bæði mig og fjölskyldu mína að svara fyrir þetta á meðan þeir sem hentu þessu fram á sínum tíma komast í raun bara upp með að bulla og bulla án þess að þurfa svara eitthvað sérstaklega fyrir það. Þetta er ekki merkileg fréttamennska finnst mér og í raun bara óábyrgt.“ Gunnar Heiðar lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil. Hann skoraði 61 mark í 127 leikjum fyrir ÍBV í efstu deild. Þá skoraði hann markið sem tryggði Eyjamönnum bikarmeistaratitilinn fyrir tveimur árum. ÍBV hefur ekki enn ráðið þjálfara fyrir næsta tímabil. Pedro Hipolito tók við liðinu fyrir þetta tímabil en var sagt upp í lok júní. Ian Jeffs og Andri Ólafsson hafa stýrt ÍBV síðan þá. Sá síðarnefndi hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs ÍBV. Eyjamenn eru löngu fallnir úr Pepsi Max-deildinni. Þeir mæta Stjörnunni í lokaumferð deildarinnar á laugardaginn. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Andri Ólafsson tekur við kvennaliði ÍBV Andri Ólafsson mun þjálfa kvennalið ÍBV í Pepsi-Max deildinni á næstu leiktíð. 16. september 2019 06:00 Gary: Er samningsbundinn ÍBV en ef þeir vilja selja mig þá ráða þeir því Gary Martin var léttur eftir 1-1 jafntefli gegn Blikum þar sem hann var á skotskónum. 22. september 2019 17:12 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 1-1 | Kópavogsliðið gulltryggði silfrið Síðasti heimaleikurinn í Vestmannaeyjum í Pepsi Max-deild karla í það minnsta þangað til 2021. 22. september 2019 16:30 Pepsi Max-mörkin: Máni sagði ummæli Blika „algjört bull“ Máni Pétursson gaf ekki mikið fyrir ummæli Blika eftir leikinn í Eyjum í gær. 23. september 2019 08:00 Pepsi Max-mörkin um Gary Martin: Það hvarflar ekki að honum að tala í kringum hlutina Englendingurinn liggur aldrei á skoðunum sínum og fór enn og aftur á kostum í viðtali eftir leik ÍBV í gær. 23. september 2019 10:30 Sjáðu öll 23 mörkin úr næst síðustu umferðinni í Pepsi Max-deild karla Það var nóg af mörkum og fjöri í Pepsi Max-deild karla í gær er næst síðasta umferðin fór fram. 23. september 2019 07:00 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Gunnar Heiðar Þorvaldsson segir að enginn fótur hafi verið fyrir þeim sögusögnum að hann yrði næsti þjálfari ÍBV. Fyrr í sumar var fullyrt í hlaðvarpinu Dr. Football að Gunnar Heiðar myndi taka við ÍBV. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá veit ég satt best að segja ekki hvaðan þessar sögusagnir koma. Það hefur aldrei verið haft samband við mig af hálfu forráðamanna ÍBV og ég held í alvörunni að þessi umræða hafi sprottið upp eftir einhverjar fáránlegar umræður sem áttu sér stað í brekkunni á Þjóðhátið. Þaðan hefur aldrei komið áreiðanleg heimild,“ sagði Gunnar Heiðar í samtali við mbl.is. Hann gagnrýnir fréttaflutning af málinu og segir heimildirnar á bak við hann ekki merkilegar. „Með fullri virðingu fyrir ykkur blaðamönnum þá er sé ég ekki mikinn metnað í því að pikka bara upp einhver ummæli í einhverjum hlaðvarpsþætti eða sem einhver skrifar á Twitter og ætla svo að halda því fram að það sé einhver frétt. Í mínu tilfelli þá var nafn mitt dregið inn í einhverja umræðu og sá eini sem hefur þurft að svara fyrir þetta er ég sjálfur. Það hefur verið leiðinlegt fyrir bæði mig og fjölskyldu mína að svara fyrir þetta á meðan þeir sem hentu þessu fram á sínum tíma komast í raun bara upp með að bulla og bulla án þess að þurfa svara eitthvað sérstaklega fyrir það. Þetta er ekki merkileg fréttamennska finnst mér og í raun bara óábyrgt.“ Gunnar Heiðar lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil. Hann skoraði 61 mark í 127 leikjum fyrir ÍBV í efstu deild. Þá skoraði hann markið sem tryggði Eyjamönnum bikarmeistaratitilinn fyrir tveimur árum. ÍBV hefur ekki enn ráðið þjálfara fyrir næsta tímabil. Pedro Hipolito tók við liðinu fyrir þetta tímabil en var sagt upp í lok júní. Ian Jeffs og Andri Ólafsson hafa stýrt ÍBV síðan þá. Sá síðarnefndi hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs ÍBV. Eyjamenn eru löngu fallnir úr Pepsi Max-deildinni. Þeir mæta Stjörnunni í lokaumferð deildarinnar á laugardaginn.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Andri Ólafsson tekur við kvennaliði ÍBV Andri Ólafsson mun þjálfa kvennalið ÍBV í Pepsi-Max deildinni á næstu leiktíð. 16. september 2019 06:00 Gary: Er samningsbundinn ÍBV en ef þeir vilja selja mig þá ráða þeir því Gary Martin var léttur eftir 1-1 jafntefli gegn Blikum þar sem hann var á skotskónum. 22. september 2019 17:12 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 1-1 | Kópavogsliðið gulltryggði silfrið Síðasti heimaleikurinn í Vestmannaeyjum í Pepsi Max-deild karla í það minnsta þangað til 2021. 22. september 2019 16:30 Pepsi Max-mörkin: Máni sagði ummæli Blika „algjört bull“ Máni Pétursson gaf ekki mikið fyrir ummæli Blika eftir leikinn í Eyjum í gær. 23. september 2019 08:00 Pepsi Max-mörkin um Gary Martin: Það hvarflar ekki að honum að tala í kringum hlutina Englendingurinn liggur aldrei á skoðunum sínum og fór enn og aftur á kostum í viðtali eftir leik ÍBV í gær. 23. september 2019 10:30 Sjáðu öll 23 mörkin úr næst síðustu umferðinni í Pepsi Max-deild karla Það var nóg af mörkum og fjöri í Pepsi Max-deild karla í gær er næst síðasta umferðin fór fram. 23. september 2019 07:00 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Andri Ólafsson tekur við kvennaliði ÍBV Andri Ólafsson mun þjálfa kvennalið ÍBV í Pepsi-Max deildinni á næstu leiktíð. 16. september 2019 06:00
Gary: Er samningsbundinn ÍBV en ef þeir vilja selja mig þá ráða þeir því Gary Martin var léttur eftir 1-1 jafntefli gegn Blikum þar sem hann var á skotskónum. 22. september 2019 17:12
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 1-1 | Kópavogsliðið gulltryggði silfrið Síðasti heimaleikurinn í Vestmannaeyjum í Pepsi Max-deild karla í það minnsta þangað til 2021. 22. september 2019 16:30
Pepsi Max-mörkin: Máni sagði ummæli Blika „algjört bull“ Máni Pétursson gaf ekki mikið fyrir ummæli Blika eftir leikinn í Eyjum í gær. 23. september 2019 08:00
Pepsi Max-mörkin um Gary Martin: Það hvarflar ekki að honum að tala í kringum hlutina Englendingurinn liggur aldrei á skoðunum sínum og fór enn og aftur á kostum í viðtali eftir leik ÍBV í gær. 23. september 2019 10:30
Sjáðu öll 23 mörkin úr næst síðustu umferðinni í Pepsi Max-deild karla Það var nóg af mörkum og fjöri í Pepsi Max-deild karla í gær er næst síðasta umferðin fór fram. 23. september 2019 07:00