Uppsögn Ágústs kom Mána gríðarlega á óvart: Telur að hvorki Heimir né Óskar Hrafn taki við Blikum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2019 13:50 Ágúst stýrir Breiðablik í síðasta sinn þegar liðið mætir Íslandsmeisturum KR á laugardaginn. vísir/bára Þorkell Máni Pétursson, álitsgjafi Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport, er hissa á þeirri ákvörðun Breiðabliks að segja upp samningi Ágústs Gylfasonar. Heimir Guðjónsson, þjálfari HB Þórshafnar í Færeyjum, og Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem kom Gróttu upp í Pepsi Max-deildina, hafa verið sterklega orðaðir við Breiðablik að undanförnu en Máni telur að hvorugur þeirra taki við Blikum. „Þetta kom mér gríðarlega á óvart. Árangurinn hefur ekki verið þess eðlis að það væri eðlilegt að hann missti starfið,“ sagði Máni í samtali við Vísi í dag, aðspurður um uppsögn Ágústs. „Árangur Gústa hefur verið mjög góður. Að vera í 2. sæti tvö ár í röð er mjög gott. Hingað til hefur það ekki verið sjálfsagður hlutur að Breiðablik sé í Evrópukeppni.“ Trúi ekki að þeir hafa vaðið í þetta hugsunarlaustMáni segir augljóst að forráðamenn Breiðabliks hafi gert sér vonir um betri árangur, m.ö.o. að vinna titla. „Þeim finnst væntanlega búa meira í mannskapnum. Síðan eru stór nöfn þarna úti sem þeir vilja eiga möguleika á að krækja í,“ sagði Máni og vísaði til Heimis og Óskars Hrafns. „Ég trúi ekki að þeir hafi vaðið í þetta hugsunarlaust. En ég tel að hvorki Heimir né Óskar Hrafn taki við Breiðabliki. En það kæmi mér ekki á óvart ef einhver gamall Bliki myndi snúa aftur heim.“ Vandamálið allt annað en Óli JóhÍ gær bárust fréttir af því að Valur ætlaði að ræða við annan þjálfara en Ólaf Jóhannesson eftir tímabilið. „Það kom minna á óvart. Valur upplifði að þeir þyrftu að ráðast í einhverjar breytingar. Ég held reyndar að vandamálið sé allt annað en Óli Jóh. Leikmennirnir hafa verið hver öðrum lélegri í sumar,“ sagði Máni. „En þetta er auðveldasta lausnin.“ Keppni í Pepsi Max-deild karla lýkur á laugardaginn. Breiðablik er öruggt með 2. sætið en Valur er í því níunda. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ágúst hættir með Blika eftir tímabilið Ágúst Þór Gylfason mun hætta sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max deild karla að loknu tímabili. 23. september 2019 20:11 Þrjú stig af síðustu átján mögulegum og Valur gæti átt verstu titilvörn sögunnar í 12 liða deild Valsmenn, sem áttu titil að verja í Pepsi Max-deildinni í ár, eru í 9. sæti deildarinnar er ein umferð er eftir. 23. september 2019 14:00 Ágúst náð í 63,5% stiganna sem í boði hafa verið en samt látinn fara Þrátt fyrir að skila Breiðabliki í 2. sæti efstu deildar tvö tímabil í röð verður Ágúst Gylfason ekki þjálfari liðsins á næsta tímabili. 24. september 2019 12:00 Valur hefur viðræður við annan þjálfara Valsmenn virðast vera kveðja Ólaf Jóhannesson sem hefur fært þeim fjóra titla á fimm árum. 23. september 2019 12:30 Sjáðu öll 23 mörkin úr næst síðustu umferðinni í Pepsi Max-deild karla Það var nóg af mörkum og fjöri í Pepsi Max-deild karla í gær er næst síðasta umferðin fór fram. 23. september 2019 07:00 Óli Jó: Það veit enginn hvað ég geri Fyrrum landsliðsþjálfarinn var stuttur í svörum er hann var aðspurður út í framtíð sína. 24. september 2019 12:30 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson, álitsgjafi Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport, er hissa á þeirri ákvörðun Breiðabliks að segja upp samningi Ágústs Gylfasonar. Heimir Guðjónsson, þjálfari HB Þórshafnar í Færeyjum, og Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem kom Gróttu upp í Pepsi Max-deildina, hafa verið sterklega orðaðir við Breiðablik að undanförnu en Máni telur að hvorugur þeirra taki við Blikum. „Þetta kom mér gríðarlega á óvart. Árangurinn hefur ekki verið þess eðlis að það væri eðlilegt að hann missti starfið,“ sagði Máni í samtali við Vísi í dag, aðspurður um uppsögn Ágústs. „Árangur Gústa hefur verið mjög góður. Að vera í 2. sæti tvö ár í röð er mjög gott. Hingað til hefur það ekki verið sjálfsagður hlutur að Breiðablik sé í Evrópukeppni.“ Trúi ekki að þeir hafa vaðið í þetta hugsunarlaustMáni segir augljóst að forráðamenn Breiðabliks hafi gert sér vonir um betri árangur, m.ö.o. að vinna titla. „Þeim finnst væntanlega búa meira í mannskapnum. Síðan eru stór nöfn þarna úti sem þeir vilja eiga möguleika á að krækja í,“ sagði Máni og vísaði til Heimis og Óskars Hrafns. „Ég trúi ekki að þeir hafi vaðið í þetta hugsunarlaust. En ég tel að hvorki Heimir né Óskar Hrafn taki við Breiðabliki. En það kæmi mér ekki á óvart ef einhver gamall Bliki myndi snúa aftur heim.“ Vandamálið allt annað en Óli JóhÍ gær bárust fréttir af því að Valur ætlaði að ræða við annan þjálfara en Ólaf Jóhannesson eftir tímabilið. „Það kom minna á óvart. Valur upplifði að þeir þyrftu að ráðast í einhverjar breytingar. Ég held reyndar að vandamálið sé allt annað en Óli Jóh. Leikmennirnir hafa verið hver öðrum lélegri í sumar,“ sagði Máni. „En þetta er auðveldasta lausnin.“ Keppni í Pepsi Max-deild karla lýkur á laugardaginn. Breiðablik er öruggt með 2. sætið en Valur er í því níunda.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ágúst hættir með Blika eftir tímabilið Ágúst Þór Gylfason mun hætta sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max deild karla að loknu tímabili. 23. september 2019 20:11 Þrjú stig af síðustu átján mögulegum og Valur gæti átt verstu titilvörn sögunnar í 12 liða deild Valsmenn, sem áttu titil að verja í Pepsi Max-deildinni í ár, eru í 9. sæti deildarinnar er ein umferð er eftir. 23. september 2019 14:00 Ágúst náð í 63,5% stiganna sem í boði hafa verið en samt látinn fara Þrátt fyrir að skila Breiðabliki í 2. sæti efstu deildar tvö tímabil í röð verður Ágúst Gylfason ekki þjálfari liðsins á næsta tímabili. 24. september 2019 12:00 Valur hefur viðræður við annan þjálfara Valsmenn virðast vera kveðja Ólaf Jóhannesson sem hefur fært þeim fjóra titla á fimm árum. 23. september 2019 12:30 Sjáðu öll 23 mörkin úr næst síðustu umferðinni í Pepsi Max-deild karla Það var nóg af mörkum og fjöri í Pepsi Max-deild karla í gær er næst síðasta umferðin fór fram. 23. september 2019 07:00 Óli Jó: Það veit enginn hvað ég geri Fyrrum landsliðsþjálfarinn var stuttur í svörum er hann var aðspurður út í framtíð sína. 24. september 2019 12:30 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Ágúst hættir með Blika eftir tímabilið Ágúst Þór Gylfason mun hætta sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max deild karla að loknu tímabili. 23. september 2019 20:11
Þrjú stig af síðustu átján mögulegum og Valur gæti átt verstu titilvörn sögunnar í 12 liða deild Valsmenn, sem áttu titil að verja í Pepsi Max-deildinni í ár, eru í 9. sæti deildarinnar er ein umferð er eftir. 23. september 2019 14:00
Ágúst náð í 63,5% stiganna sem í boði hafa verið en samt látinn fara Þrátt fyrir að skila Breiðabliki í 2. sæti efstu deildar tvö tímabil í röð verður Ágúst Gylfason ekki þjálfari liðsins á næsta tímabili. 24. september 2019 12:00
Valur hefur viðræður við annan þjálfara Valsmenn virðast vera kveðja Ólaf Jóhannesson sem hefur fært þeim fjóra titla á fimm árum. 23. september 2019 12:30
Sjáðu öll 23 mörkin úr næst síðustu umferðinni í Pepsi Max-deild karla Það var nóg af mörkum og fjöri í Pepsi Max-deild karla í gær er næst síðasta umferðin fór fram. 23. september 2019 07:00
Óli Jó: Það veit enginn hvað ég geri Fyrrum landsliðsþjálfarinn var stuttur í svörum er hann var aðspurður út í framtíð sína. 24. september 2019 12:30
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti