Smábátasjómenn saka Fiskistofu um lögbrot Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 23. september 2019 13:02 Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Fréttablaðið/Hörður Stjórn Landsambands smábátaeigenda óskar eftir því við sjávarútvegsráðherra, að upplýst verði um ástæður þess að krókaaflamarksbátum var gert heimilt að tilheyra flokki uppsjávarskipa í aflaheimildum með makríl. Við það sköpuðust forsendur til flutnings á veiðiheimildum úr krókaaflamarki yfir í aflamark með óheftum flutningi á makríl til og frá viðkomandi. Í yfirlýsingu frá sambandinu segir að magnið sem flutt hafi verið nemi þúsundum tonna af þorski, ýsu og ufsa og mun að óbreyttu hafa mikil áhrif á framboð og verð á leigumarkaði með krókaaflamark. Stjórnin krefst þess að sjávarútvegsráðherra gefi Fiskistofu nú þegar fyrirmæli um að ógilda allar tilfærslur úr krókaaflamarki yfir í aflamark þar sem makríll sé notaður sem skiptimynd.Sakar Fiskistofu um lögbrot Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Var hann spurður að því hvort hann telji Fiskistofu vera að brjóta lög. „Þeir túlka þetta örugglega þannig að þetta sé löglegt. En þetta var stöðvað í ákveðinn dagafjölda um daginn og þá áttum við von á því að ráðherrann myndi grípa inn í og beinlínis gefa leiðbeiningar eða fyrirskipun um það að þetta væri algerlega óheimilt. En á síðasta degi í millifærslu á síðasta fiskveiðiári þá byrjaði þetta alveg stjórnlaust og þetta hefur haldið áfram stjórnlaust á nýju fiskveiðiári líka,“ segir Örn.Þannig að þið eruð að segja að Fiskistofa er að brjóta lög.„Já við segjum það í raun og veru að þetta hafi verið óheimilt að gera þetta með þessum hætti,“ segir Örn.Tuttugu milljónir sem skapast Örn tók dæmi máli sínu til stuðnings. „Til dæmis á bát sem hefur verið fært af 300 tonn af þorski, og það er nú komið á togara. Og verðgildi þessa kvóta á leigumarkaði breytist úr 60 milljónir í 80 milljónir. Þarna eru 20 milljónir sem myndast við þennan gjörning,“ sagði Örn Pálsson hjá Landsambandi Smábátaeigenda í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Hlusta má á viðtalið við Örn í heild sinni að neðan. Bítið Sjávarútvegur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Stjórn Landsambands smábátaeigenda óskar eftir því við sjávarútvegsráðherra, að upplýst verði um ástæður þess að krókaaflamarksbátum var gert heimilt að tilheyra flokki uppsjávarskipa í aflaheimildum með makríl. Við það sköpuðust forsendur til flutnings á veiðiheimildum úr krókaaflamarki yfir í aflamark með óheftum flutningi á makríl til og frá viðkomandi. Í yfirlýsingu frá sambandinu segir að magnið sem flutt hafi verið nemi þúsundum tonna af þorski, ýsu og ufsa og mun að óbreyttu hafa mikil áhrif á framboð og verð á leigumarkaði með krókaaflamark. Stjórnin krefst þess að sjávarútvegsráðherra gefi Fiskistofu nú þegar fyrirmæli um að ógilda allar tilfærslur úr krókaaflamarki yfir í aflamark þar sem makríll sé notaður sem skiptimynd.Sakar Fiskistofu um lögbrot Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Var hann spurður að því hvort hann telji Fiskistofu vera að brjóta lög. „Þeir túlka þetta örugglega þannig að þetta sé löglegt. En þetta var stöðvað í ákveðinn dagafjölda um daginn og þá áttum við von á því að ráðherrann myndi grípa inn í og beinlínis gefa leiðbeiningar eða fyrirskipun um það að þetta væri algerlega óheimilt. En á síðasta degi í millifærslu á síðasta fiskveiðiári þá byrjaði þetta alveg stjórnlaust og þetta hefur haldið áfram stjórnlaust á nýju fiskveiðiári líka,“ segir Örn.Þannig að þið eruð að segja að Fiskistofa er að brjóta lög.„Já við segjum það í raun og veru að þetta hafi verið óheimilt að gera þetta með þessum hætti,“ segir Örn.Tuttugu milljónir sem skapast Örn tók dæmi máli sínu til stuðnings. „Til dæmis á bát sem hefur verið fært af 300 tonn af þorski, og það er nú komið á togara. Og verðgildi þessa kvóta á leigumarkaði breytist úr 60 milljónir í 80 milljónir. Þarna eru 20 milljónir sem myndast við þennan gjörning,“ sagði Örn Pálsson hjá Landsambandi Smábátaeigenda í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Hlusta má á viðtalið við Örn í heild sinni að neðan.
Bítið Sjávarútvegur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira