Bandarískir þingmenn þrýsta á um fríverslun við Ísland Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2019 11:30 Repúblikaninn John Neely Kennedy er öldungadeildarþingmaður Louisana-ríkis. Hann vill að stjórnvöld í Washington geri fríverslunarsamning við Íslendinga. Getty/Bloomberg Öldungadeildarþingmaðurinn John Kennedy er sagður hafa hvatt bandarísk stjórnvöld til að gera fríverslunarsamning við Ísland á fundi með varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, í síðustu viku. Fleiri þingmenn eiga auk þess að hafa tekið undir hvatningu Kennedy.Axios hefur eftir fjölda öldungadeildarþingmanna repúblikana, sem sátu fundinn á þriðjudag, að Pence hafi sagst „móttækilegur“ fyrir slíkum samningi. Framhaldið sé í höndum starfshóps á vegum stjórnvalda. Pence og föruneyti hans funduðu einmitt um viðskiptasamband Bandaríkjanna og Íslands í Höfða í septemberbyrjun. Fréttamaður Axios bendir á að mesti ábatinn af slíkum samingi væri ekki fjárhagslegs eðlis, enda sé Ísland lítið markaðssvæði. Viðskiptasamningur gæti hins vegar styrkt samband ríkjanna tveggja, nú þegar Kínverjar og Rússar gera sig gildandi á Norðurslóðum. Það sé ekki síst mikilvægt í ljósi yfirlýsinga Kínverja um ágæti innviðauppbyggingarverkefnisins Belti og braut fyrir Íslendinga, sem utanríkisráðherra hefur sagt að sé enn til skoðunar innan stjórnkerfisins. Þar að auki hafi Íslendingar verið með fríverslunarsamning við Kínverja frá árinu 2014.Sjá einnig: Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Gott samband við Íslendinga sé því mikilvægt út frá varnarlegu sjónarmiði - „að geta gert viðskiptasamning og styrkt sambandið við okkur en ekki Kína eða Rússland,“ eins og einn bandarískur embættismaður orðar það við Axios. Fréttamaður miðilsins segist hafa sett sig í samband við fundarmenn, sem eiga sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir repúblikanaflokkinn. Þeir staðfesti að fyrrnefndur Kennedy frá Louisiana-ríki hafi vakið máls á fríverslunarsamningi við Íslendinga og „hvatt stjórnvöld eindregið“ til að láta af honum verða. Öldungadeildarþingmaðurinn Lisa Murkowski frá Alaska á að hafa tekið í sama streng og sagt að hún myndi styðja slíkar fyrirætlanir. Aðspurðir um afstöðu þeirra segja aðrir fundarmenn að umræður um fríverslunarsamninginn hafi komið flatt upp á sig en að þeir séu, eins og varaforsetinn, móttækilegir fyrir slíkum umleitunum. Bandaríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn John Kennedy er sagður hafa hvatt bandarísk stjórnvöld til að gera fríverslunarsamning við Ísland á fundi með varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, í síðustu viku. Fleiri þingmenn eiga auk þess að hafa tekið undir hvatningu Kennedy.Axios hefur eftir fjölda öldungadeildarþingmanna repúblikana, sem sátu fundinn á þriðjudag, að Pence hafi sagst „móttækilegur“ fyrir slíkum samningi. Framhaldið sé í höndum starfshóps á vegum stjórnvalda. Pence og föruneyti hans funduðu einmitt um viðskiptasamband Bandaríkjanna og Íslands í Höfða í septemberbyrjun. Fréttamaður Axios bendir á að mesti ábatinn af slíkum samingi væri ekki fjárhagslegs eðlis, enda sé Ísland lítið markaðssvæði. Viðskiptasamningur gæti hins vegar styrkt samband ríkjanna tveggja, nú þegar Kínverjar og Rússar gera sig gildandi á Norðurslóðum. Það sé ekki síst mikilvægt í ljósi yfirlýsinga Kínverja um ágæti innviðauppbyggingarverkefnisins Belti og braut fyrir Íslendinga, sem utanríkisráðherra hefur sagt að sé enn til skoðunar innan stjórnkerfisins. Þar að auki hafi Íslendingar verið með fríverslunarsamning við Kínverja frá árinu 2014.Sjá einnig: Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Gott samband við Íslendinga sé því mikilvægt út frá varnarlegu sjónarmiði - „að geta gert viðskiptasamning og styrkt sambandið við okkur en ekki Kína eða Rússland,“ eins og einn bandarískur embættismaður orðar það við Axios. Fréttamaður miðilsins segist hafa sett sig í samband við fundarmenn, sem eiga sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir repúblikanaflokkinn. Þeir staðfesti að fyrrnefndur Kennedy frá Louisiana-ríki hafi vakið máls á fríverslunarsamningi við Íslendinga og „hvatt stjórnvöld eindregið“ til að láta af honum verða. Öldungadeildarþingmaðurinn Lisa Murkowski frá Alaska á að hafa tekið í sama streng og sagt að hún myndi styðja slíkar fyrirætlanir. Aðspurðir um afstöðu þeirra segja aðrir fundarmenn að umræður um fríverslunarsamninginn hafi komið flatt upp á sig en að þeir séu, eins og varaforsetinn, móttækilegir fyrir slíkum umleitunum.
Bandaríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45
Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45
Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00