Rúnar: Vissum frá upphafi að við ættum möguleika Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. september 2019 17:22 Íslandsmeistarinn Rúnar Kristinsson. vísir/daníel „Bara ofboðslega vel. Við erum mjög glaðir með að fá bikarinn í hendurnar í dag, að spila mjög góðan leik og sýna að við erum með frábært lið,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR að loknum 3-2 sigri þeirra á FH. Eftir sigurinn fengu KR-ingar svo Íslandsmeistarabikarinn í hendurnar eftir að hafa verið yfirburðar lið í Pepsi Max deildinni í sumar. „Það er erfitt fyrir alla en við töluðum vel saman í vikunni, æfðum vel, fórum vel yfir FH liðið og hvað við ætluðum að gera í leiknum. Það er númer 1,2 g 3 að við vitum nákvæmlega hvað við ætlum að gera. Við framkvæmdum það mjög vel þó það hafi verið smá doði fyrstu tíu mínúturnar af leiknum en við rifum okkur fljótt upp og tókum völdin í þessum leik,“ sagði Rúnar um hvernig það væri sem þjálfari að gíra sig upp í og undirbúa leik þar sem þú veist að titill fer á loft að honum loknum sama hvað gerist. Varðandi sumarið þá hafði Rúnar alltaf trú á að KR gæti landað þeim stóra. „Við vissum frá upphafi að við ættum möguleika en við vissum líka að væru fjögur önnur lið sem gætu það líka. Við vildum bara vera með í baráttunni og eiga möguleika á að vinna þetta þegar fram kæmi í síðustu umferð. Svo gerist það að við erum búnir að vinna þetta örlítið fyrr og það er bara bónus, gott og gaman.“ Rúnar hélt áfram. „Stundum spilum við þannig að við þurfum að vinna leikinn, sama hvernig við gerum það. Það er ekki alltaf einhver fancy fótbolti heldur förum við í grunngildin og berjumst þegar á þarf að halda en oftast spilum við flottan fótbolta eins og við sýndum hér í dag.“ „Frábært að fá að taka á móti titlinum hérna á heimavelli fyrir framan stuðningsmenn okkar sem eru margir þegar okkur gengur vel. Það er þá bara okkar að sjá til þess að það séu alltaf margir á vellinum með því að spila góðan fótbolta, ná í úrslit og lyfta bikurum,“ sagði Íslandsmeistarinn Rúnar Kristinsson að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - FH 3-2 | Bikarinn á loft í Vesturbænum eftir markaleik Pálmi Rafn Pálmason tryggði KR-ingum stigin þrjú með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik er KR lagði FH að Meistaravöllum. Lokatölur 3-2 heimamönnum í vil í síðasta leik liðsins á Meistaravöllum þetta sumarið. 22. september 2019 17:00 Skúli Jón: Frábært að fá að enda þetta svona Það var klökkur Skúli Jón Friðgeirsson sem mætti í viðtal eftir leik en Skúli Jón var að spila sinn síðasta heimaleik fyrir KR. 22. september 2019 17:09 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
„Bara ofboðslega vel. Við erum mjög glaðir með að fá bikarinn í hendurnar í dag, að spila mjög góðan leik og sýna að við erum með frábært lið,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR að loknum 3-2 sigri þeirra á FH. Eftir sigurinn fengu KR-ingar svo Íslandsmeistarabikarinn í hendurnar eftir að hafa verið yfirburðar lið í Pepsi Max deildinni í sumar. „Það er erfitt fyrir alla en við töluðum vel saman í vikunni, æfðum vel, fórum vel yfir FH liðið og hvað við ætluðum að gera í leiknum. Það er númer 1,2 g 3 að við vitum nákvæmlega hvað við ætlum að gera. Við framkvæmdum það mjög vel þó það hafi verið smá doði fyrstu tíu mínúturnar af leiknum en við rifum okkur fljótt upp og tókum völdin í þessum leik,“ sagði Rúnar um hvernig það væri sem þjálfari að gíra sig upp í og undirbúa leik þar sem þú veist að titill fer á loft að honum loknum sama hvað gerist. Varðandi sumarið þá hafði Rúnar alltaf trú á að KR gæti landað þeim stóra. „Við vissum frá upphafi að við ættum möguleika en við vissum líka að væru fjögur önnur lið sem gætu það líka. Við vildum bara vera með í baráttunni og eiga möguleika á að vinna þetta þegar fram kæmi í síðustu umferð. Svo gerist það að við erum búnir að vinna þetta örlítið fyrr og það er bara bónus, gott og gaman.“ Rúnar hélt áfram. „Stundum spilum við þannig að við þurfum að vinna leikinn, sama hvernig við gerum það. Það er ekki alltaf einhver fancy fótbolti heldur förum við í grunngildin og berjumst þegar á þarf að halda en oftast spilum við flottan fótbolta eins og við sýndum hér í dag.“ „Frábært að fá að taka á móti titlinum hérna á heimavelli fyrir framan stuðningsmenn okkar sem eru margir þegar okkur gengur vel. Það er þá bara okkar að sjá til þess að það séu alltaf margir á vellinum með því að spila góðan fótbolta, ná í úrslit og lyfta bikurum,“ sagði Íslandsmeistarinn Rúnar Kristinsson að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - FH 3-2 | Bikarinn á loft í Vesturbænum eftir markaleik Pálmi Rafn Pálmason tryggði KR-ingum stigin þrjú með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik er KR lagði FH að Meistaravöllum. Lokatölur 3-2 heimamönnum í vil í síðasta leik liðsins á Meistaravöllum þetta sumarið. 22. september 2019 17:00 Skúli Jón: Frábært að fá að enda þetta svona Það var klökkur Skúli Jón Friðgeirsson sem mætti í viðtal eftir leik en Skúli Jón var að spila sinn síðasta heimaleik fyrir KR. 22. september 2019 17:09 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - FH 3-2 | Bikarinn á loft í Vesturbænum eftir markaleik Pálmi Rafn Pálmason tryggði KR-ingum stigin þrjú með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik er KR lagði FH að Meistaravöllum. Lokatölur 3-2 heimamönnum í vil í síðasta leik liðsins á Meistaravöllum þetta sumarið. 22. september 2019 17:00
Skúli Jón: Frábært að fá að enda þetta svona Það var klökkur Skúli Jón Friðgeirsson sem mætti í viðtal eftir leik en Skúli Jón var að spila sinn síðasta heimaleik fyrir KR. 22. september 2019 17:09