Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. september 2019 13:26 Í hádeginu hófst verkfall ungmenna á Austurvelli gegn loftslagsbreytingum og verður það haldið alla virka daga í næstu viku. Vísir/Einar Árnason Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. Dagurinn markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum. Forseti Stúdentaráðs segir málið brenna á ungmennum sem glími jafnvel við loftslagskvíða. Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal hér á landi. Milljónir barna ætla að taka þátt og fylgja fordæmi hinnar sænsku Gretu Thunberg, sem hóf mótmælaaðgerðir sínar með því að skrópa í skólanum í ágúst á síðasta ári. Í dag eru fullorðnir hvattir til að taka líka þátt. Í hádeginu hófst verkfall ungmenna á Austurvelli gegn loftslagsbreytingum og verður það haldið alla virka daga í næstu viku. Í Ráðhúsinu stendur myndlistarfólk fyrir listsmiðjum frá klukkan eitt og bjóða fólki uppá kennslu í skiltagerð og bolaprentun.Frá Austurvelli í hádeginu.Einar ÁrnasonGanga og svo kröfufundur á Austurvelli Jóna Þórey Pétursdóttir er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem er eitt fjögurra félaga sem skipuleggja dagskrá tengda loftslagsmálum sem stendur til 27. september. „Í dag hefst ganga frá Hallgrímskirkju klukkan fimm niður á Austurvöll og á Austurvelli verða ávörp og tónlistaratriði. Við erum búin að fá þjóðþekkta einstaklinga og tónlistarmenn til að koma þar fram,“ segir Jóna Þórey.Einar ÁrnasonAðgerða krafist Stjórnvöld þurfi að fara í markvissari aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. „Núna fer af stað undirskriftasöfnun sem við vinnum að með Landvernd – en það er hægt að nálgast hana á askorun.landvernd.is – þar sem við köllum á landsmenn að krefja stjórnvöld um aðgerðir í loftslagsmálum.“ Hún segir ungt fólk hafa miklar áhyggjur af lofstlagsbreytingum. „Ungt fólk og orðið loftlagskvíði er eitthvað sem er að verða stöðugt algengara í umræðunni. Það er þannig að framtíðin sem unga fólkið hafði séð fyrir sér er að breytast. Það eru alvarlegar afleiðingar sem verða ef það er ekki gripið til viðeigandi aðgerða,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir. Loftslagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. Dagurinn markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum. Forseti Stúdentaráðs segir málið brenna á ungmennum sem glími jafnvel við loftslagskvíða. Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal hér á landi. Milljónir barna ætla að taka þátt og fylgja fordæmi hinnar sænsku Gretu Thunberg, sem hóf mótmælaaðgerðir sínar með því að skrópa í skólanum í ágúst á síðasta ári. Í dag eru fullorðnir hvattir til að taka líka þátt. Í hádeginu hófst verkfall ungmenna á Austurvelli gegn loftslagsbreytingum og verður það haldið alla virka daga í næstu viku. Í Ráðhúsinu stendur myndlistarfólk fyrir listsmiðjum frá klukkan eitt og bjóða fólki uppá kennslu í skiltagerð og bolaprentun.Frá Austurvelli í hádeginu.Einar ÁrnasonGanga og svo kröfufundur á Austurvelli Jóna Þórey Pétursdóttir er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem er eitt fjögurra félaga sem skipuleggja dagskrá tengda loftslagsmálum sem stendur til 27. september. „Í dag hefst ganga frá Hallgrímskirkju klukkan fimm niður á Austurvöll og á Austurvelli verða ávörp og tónlistaratriði. Við erum búin að fá þjóðþekkta einstaklinga og tónlistarmenn til að koma þar fram,“ segir Jóna Þórey.Einar ÁrnasonAðgerða krafist Stjórnvöld þurfi að fara í markvissari aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. „Núna fer af stað undirskriftasöfnun sem við vinnum að með Landvernd – en það er hægt að nálgast hana á askorun.landvernd.is – þar sem við köllum á landsmenn að krefja stjórnvöld um aðgerðir í loftslagsmálum.“ Hún segir ungt fólk hafa miklar áhyggjur af lofstlagsbreytingum. „Ungt fólk og orðið loftlagskvíði er eitthvað sem er að verða stöðugt algengara í umræðunni. Það er þannig að framtíðin sem unga fólkið hafði séð fyrir sér er að breytast. Það eru alvarlegar afleiðingar sem verða ef það er ekki gripið til viðeigandi aðgerða,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir.
Loftslagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26