Ríkið og Seðlabankinn ganga í takt Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. september 2019 06:15 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ríkisfjármálin, vinnumarkaðurinn og peningastefnan ganga í takt í fyrsta sinn í langan tíma en þannig er unnt að stuðla að meiri stöðugleika í hagkerfinu. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Gylfa Zoega, nefndarmanns í peningastefnunefnd, á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd í gær. Á fundinum voru Ásgeir og Gylfi spurðir hvort þeir væru sammála því að ríkisfjármálin og vinnumarkaðurinn væru meira í samræmi við peningastefnu Seðlabankans en áður. „Það hefur kannski vantað skilning á því að ríkið beitir sér gegn niðursveiflum en þetta stendur mjög til bóta og er ein aðalástæðan fyrir því að við höfum séð meiri stöðugleika,“ svaraði Ásgeir og Gylfi tók undir. „Síðustu mánuðir eru það tímabil sem maður getur verið hvað ánægðastur með. Það varð míní-kreppa og þá voru viðbrögðin þannig að vinnumarkaðurinn var róaður sem hafði þær afleiðingar að verðbólguvæntingar fóru niður. Síðan gat fjármálastefna ríkisins brugðist við meiri slaka sem ýtti undir eftirspurn og við höfum lækkað vexti. Þannig að við erum að vinna saman í fyrsta sinn í langan tíma,“ sagði Gylfi. „Það er mjög jákvætt og vonandi verður það þannig í framtíðinni að vinnumarkaðurinn, ríkisvaldið og Seðlabankinn gangi í takt.“ Þá kom fram í máli seðlabankastjóra að litið fram á veginn gæti vaxtalækkunarferlið haldið áfram ef verðbólguvæntingar lækka, áfram hægir á verðbólgu og ef hagvaxtarhorfur versna. Óttast hann of mikla bjartsýni miðað við gang mála erlendis. „Ég sjálfur óttast að óvissan sé niður á við, að þetta sé of gott til að vera satt,“ sagði Ásgeir. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Sjá meira
Ríkisfjármálin, vinnumarkaðurinn og peningastefnan ganga í takt í fyrsta sinn í langan tíma en þannig er unnt að stuðla að meiri stöðugleika í hagkerfinu. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Gylfa Zoega, nefndarmanns í peningastefnunefnd, á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd í gær. Á fundinum voru Ásgeir og Gylfi spurðir hvort þeir væru sammála því að ríkisfjármálin og vinnumarkaðurinn væru meira í samræmi við peningastefnu Seðlabankans en áður. „Það hefur kannski vantað skilning á því að ríkið beitir sér gegn niðursveiflum en þetta stendur mjög til bóta og er ein aðalástæðan fyrir því að við höfum séð meiri stöðugleika,“ svaraði Ásgeir og Gylfi tók undir. „Síðustu mánuðir eru það tímabil sem maður getur verið hvað ánægðastur með. Það varð míní-kreppa og þá voru viðbrögðin þannig að vinnumarkaðurinn var róaður sem hafði þær afleiðingar að verðbólguvæntingar fóru niður. Síðan gat fjármálastefna ríkisins brugðist við meiri slaka sem ýtti undir eftirspurn og við höfum lækkað vexti. Þannig að við erum að vinna saman í fyrsta sinn í langan tíma,“ sagði Gylfi. „Það er mjög jákvætt og vonandi verður það þannig í framtíðinni að vinnumarkaðurinn, ríkisvaldið og Seðlabankinn gangi í takt.“ Þá kom fram í máli seðlabankastjóra að litið fram á veginn gæti vaxtalækkunarferlið haldið áfram ef verðbólguvæntingar lækka, áfram hægir á verðbólgu og ef hagvaxtarhorfur versna. Óttast hann of mikla bjartsýni miðað við gang mála erlendis. „Ég sjálfur óttast að óvissan sé niður á við, að þetta sé of gott til að vera satt,“ sagði Ásgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Sjá meira