Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. september 2019 19:00 Alma Möller, landlæknir, vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. Fyrr í mánuðinum óskaði heilbrigðisráðherra eftir því að landlæknir gerði úttekt á rafrettum, eftir að unglingur greindist með lungnasjúkdóm sem talið er að megi rekja til þeirra. Landlæknir hefur nú tekið saman minnisblað um stöðuna. „Við höfum auðvitað áhyggjur af veikindum tengdum rafrettum eftir það sem upp hefur komið í Bandaríkjunum, þar hafa yfir 800 manns veikst og tólf látist og við höfum séð eitt tilfelli sem svipar til þessa í Bandaríkjunum og síðan þrjú önnur tilfelli sem eru af öðrum toga þar sem er samfall á lunga,“ segir Alma Möller, landlæknis. Hún hefur mestar áhyggjur af vape-notkun barna og ungmenna. „Tæp tíu prósent unglinga í tíunda bekk nota veip að staðaldri og yfir tuttugu prósent framhaldsskólanema,“ segir Alma. Alma segir að vísbendingar séu um að börn og ungmenni sem noti rafrettur séu töfalt líklegri til að byrja að reykja hefðbundnar sígarettur síðar. Þá séu vísbendingar um að nikótínnotkun ungmenna geti haft hamlani áhrif á þroska framheilans. „Sem er sá hluti sem hjálpar okkur að taka rökréttar ákvarðanir og stýra tilfinningum,“ segir Alma. Vísbendingar eru um að stór hluti þeirra sem hafa veikst í Bandaríkjunum hafi notað rafrettuvökva sem innihalda afleiður kannabiss. Ekki eru til rannsóknar um það hér á landi hve margir nota kannabisvökva í rafrettur en ljóst er að framboðið er mikið. Kannabissvökvi er auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu og ljóst að auðvelt er að nálgast efnið. Frá 1. mars síðastliðnum tóku lög um rafrettur gildi en frá þeim tíma hafa 954 tegundir af rafrettuvökva verið skráð hjá Neytendastofu. „Og þessi efni eru öll ekkert rannsökuð nákvæmlega, hvað gerist þegar þeim er andað ofan í lungu,“ segir Alma. Í minnisblaðinu segir að embætti landlæknis vilji leggja tvennt til við ráðherra á þessu stigi, annars vegar að hún beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir sem sérstaklega höfða til barna. „Það er heimild í lögunum um að setja reglugerð til að banna þetta.“ Einnig er lagt til að rafrettur og tengdar vörur séu merktar á íslensku. „Og að það sé tíundað hver hugsanleg heilsufarsleg áhrif geti verið,“ segir Alma Möller, landlæknir. Heilbrigðismál Rafrettur Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. Fyrr í mánuðinum óskaði heilbrigðisráðherra eftir því að landlæknir gerði úttekt á rafrettum, eftir að unglingur greindist með lungnasjúkdóm sem talið er að megi rekja til þeirra. Landlæknir hefur nú tekið saman minnisblað um stöðuna. „Við höfum auðvitað áhyggjur af veikindum tengdum rafrettum eftir það sem upp hefur komið í Bandaríkjunum, þar hafa yfir 800 manns veikst og tólf látist og við höfum séð eitt tilfelli sem svipar til þessa í Bandaríkjunum og síðan þrjú önnur tilfelli sem eru af öðrum toga þar sem er samfall á lunga,“ segir Alma Möller, landlæknis. Hún hefur mestar áhyggjur af vape-notkun barna og ungmenna. „Tæp tíu prósent unglinga í tíunda bekk nota veip að staðaldri og yfir tuttugu prósent framhaldsskólanema,“ segir Alma. Alma segir að vísbendingar séu um að börn og ungmenni sem noti rafrettur séu töfalt líklegri til að byrja að reykja hefðbundnar sígarettur síðar. Þá séu vísbendingar um að nikótínnotkun ungmenna geti haft hamlani áhrif á þroska framheilans. „Sem er sá hluti sem hjálpar okkur að taka rökréttar ákvarðanir og stýra tilfinningum,“ segir Alma. Vísbendingar eru um að stór hluti þeirra sem hafa veikst í Bandaríkjunum hafi notað rafrettuvökva sem innihalda afleiður kannabiss. Ekki eru til rannsóknar um það hér á landi hve margir nota kannabisvökva í rafrettur en ljóst er að framboðið er mikið. Kannabissvökvi er auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu og ljóst að auðvelt er að nálgast efnið. Frá 1. mars síðastliðnum tóku lög um rafrettur gildi en frá þeim tíma hafa 954 tegundir af rafrettuvökva verið skráð hjá Neytendastofu. „Og þessi efni eru öll ekkert rannsökuð nákvæmlega, hvað gerist þegar þeim er andað ofan í lungu,“ segir Alma. Í minnisblaðinu segir að embætti landlæknis vilji leggja tvennt til við ráðherra á þessu stigi, annars vegar að hún beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir sem sérstaklega höfða til barna. „Það er heimild í lögunum um að setja reglugerð til að banna þetta.“ Einnig er lagt til að rafrettur og tengdar vörur séu merktar á íslensku. „Og að það sé tíundað hver hugsanleg heilsufarsleg áhrif geti verið,“ segir Alma Möller, landlæknir.
Heilbrigðismál Rafrettur Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira