Verðhugmyndir Ballarin og Ernis gjörólíkar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. september 2019 16:15 Michele Ballarin segir unnið allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar, að endurreisn WOW air. Vísir/Baldur Michele Ballarin, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, falaðist eftir því að kaupa flugfélagið Erni í aðdraganda blaðamannafundarins sem hún hélt á Hótel Sögu í upphafi mánaðarins. Ballarin og fulltrúar hennar funduðu þrívegis með Erni, þar sem hugmyndir um kaup eða náið samstarf voru ræddar, en að sögn forstjóra flugfélagsins voru hugmyndirnar ósamrýnalegar. Fleira hafi þó borið á góma á fundunum; eins og póstflutningar fyrir bandaríska herinn og fraktflutningar frá Afríku. Ballarin vinnur nú hörðum höndum að því að endurreisa WOW air, eins og frægt er orðið. Hún hefur fest kaup á hluta af eignum hins fallna flugfélagsins, sem hún greiddi 50 milljónir fyrir, auk þess sem hreyfing virðist vera komin á standsetningu nýrrar vefsíðu WOW. Frá falli flugfélagsins í mars fram og allt til nýliðinnar helgar birtist aðeins gjaldþrotstilkynning þegar netverjar slógu inn wowair.com. Það hefur hins vegar orðið breyting þar á, því merki félagsins tekur nú á móti fólki. Ekki seinna vænna að bókunarmálum WOW verði komið af stað, enda er ennþá fyrirhugað að jómfrúarflugið fari milli Keflavíkur og Washington um miðjan október.Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis.Vísir/BJÖRN SIGURÐSSONNýja WOW air hefur ekki enn orðið sér úti um flugrekstrarleyfi en Ballarin sagði í samtali við Washington Post um miðjan september að fyrst verði sótt um leyfi í Bandaríkjum en síðan á Íslandi þegar fram líða stundir. Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis, segir enda í samtali við Vísi, eftir samtal sitt við Ríkisútvarpið, að fundir hennar með íslenska flugfélaginu hafi fyrst og fremst snúist um flugrekstrarleyfi félagsins á EES-svæðinu. „Hún var að þreifa fyrir sér og sjá hvort við gætum unnið með henni og hennar áformum. Þau voru reyndar töluvert ólík okkar áformum, enda ólíkur rekstur, en ég held að hún hafi nú fyrst og fremst verið að athuga hvort hún gæti nýtt flugrekstrarleyfið okkar,“ segir Hörður.Verðið hugnaðist ekki Ballarin Hann segir hins vegar að slík samnýting sé illframkvæmanleg, nema þá kannski hvað helst með kaupum á flugfélaginu en þá þyrfti um leið að leysa úr lagaflækjum er lúta að eignarhaldi flugfélaga. Á meðan flugfélag starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis verða einstaklingar eða lögaðilar frá ríkjum EES-svæðisins að eiga meira en helmingshlut í félaginu.En fékkstu þá tilfinningu að Ballarin væri að falast eftir Erni?„Já, eða í það minnsta eftir nánu samstarfi með einhvers konar kaup, alla vega að hluta til, í huga. Það var svolítið á þeim nótum.“ Verðhugmyndir Ernis og Ballarins hafi hins vegar verið allt aðrar. Án þess þó að nefna upphæð í því samhengi segir Hörður að tilboðið sem hann lagði fram hafi ekki fallið í kramið. „Hún hefur auðvitað fylgst með innanlandsflugi hér á Íslandi og séð að það á í vök að verjast. Hún hefur því eflaust talið sig geta fengið félagið fyrir lítið,“ segir Hörður.Farþegar munu koma til með að berja fjólubláar vélar WOW Air augum á ný um miðjan október, ef áætlanir Ballarin ganga eftir.Vísir/VilhelmÓsamrýmanlegar hugmyndir Hann segist fljótlega hafa áttað sig á að hugmyndir hennar um millilandaflug, bæði með frakt og farþega, hafi illa samræmst því innanlandsflugi sem Ernir hefur sinnt á undanförnum áratugum. Nefnir hann í því samhengi flug félagsins til minni byggða, eins og Bíldudals og Gjögurs, sem félagið sinnir fyrir tilstuðlan samnings við stjórnvöld. „Það hefði orðið alltof mikil kollsteypa að ganga að hugmyndum Ballarin, þó svo að það væri eflaust gott að fá sterka hluthafa inn í félagið. Þetta er mjög ólíkur rekstur og hefði sennilega orðið þess valdandi að innanlandsflugið okkar hefði lagst af.“ Kenískar afurðir til Evrópu?Ballarin hefur sterka tengingu við Afríku, bæði vegna aðkomu hennar að afrískum flugfélögum sem og vegna annarra viðskipta hennar, t.a.m. í Sómalíu. Því hafa verið upp vangaveltur um það hvort hún hafi í hyggju að flétta saman fyrirhugaðan flugrekstur WOW á milli Bandaríkjanna og Evrópu og flug til Afríku. Hörður segist ekkert geta fullyrt um slíka fléttu, Afríkuflug hafi hins vegar borið á góma á fundunum hennar með Erni. „Hún var með einhverjar hugmyndir um að vera í vöruflutningum, aðallega í blóma- og ávaxtaflutningum frá Kenía til Evrópu,“ segir Hörður sem hefur sjálfur áralanga reynslu af því að fljúga í Afríku fyrir Sameinuðu þjóðirnar og Rauða krossinn. Þó hafi verið óljóst hvort hún ætlaði sér að nýta vélar WOW til þessara flutninga.Nato og Bandaríkjaher munu verja milljörðum í margvísleg verkefni á Keflavíkurflugvelli.fbl/ernirPóstflutningar fyrir herinn og erindreka Uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík, þar sem herinn og NATO hyggjast verja um 14 milljörðum til ýmissa verkefna, hafi einnig spilað inn í. „Ég spurði hana að því hvort áhugi hennar á Íslandi og flugrekstri hérna væri eitthvað tengdur því að Bandaríkjamenn væru að fara í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, viðgerðir á skýlum og þess háttar, þá sagði hún: „Já, meðal annars.“ Þannig að það var nú ekkert flóknara en það,“ segir Hörður. Þar að auki segir Hörður að Ballarin hafi tjáð sér að hún væri búin að tryggja samning við herinn um póstflutning; „bæði á herpósti og diplómatapósti og svo framvegis,“ útskýrir Hörður en segist þó ekki þekkja nánari útfærslu á þeim hugmyndum. Vísir hafði samband við Gunnar Stein Pálsson, talsmann Ballarin hér á landi, með það fyrir augum að staðfesta frásögn Harðar af fundunum. Gunnar sagðist aðeins geta staðfest það að fundirnir hafi átt sér stað, en vildi ekki tjá sig um efni þeirra að öðru leyti. Bandaríkin Fréttir af flugi Kenía WOW Air Tengdar fréttir Trú Ballarin mun hafa áhrif á stjórnarhætti WOW Air Búið er að greiða helming kaupverðs og hinn helmingurinn verður greiddur í næstu viku þegar tæknideild USAerospace verður búin að staðfesta að allur búnaður sé í lagi. 6. september 2019 20:49 WOW air ekki komið með lendingartíma í Keflavík Naumur tími er til stefnu og segir lögmaður félagsins að unnið sé út frá tveimur dagsetningum í næsta mánuði fyrir jómfrúarflugið. 7. september 2019 12:32 Svona var blaðamannafundur Ballarin Sú bandaríska hefur boðað til blaðamannafundar á Hótel Sögu í dag. 6. september 2019 11:33 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Michele Ballarin, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, falaðist eftir því að kaupa flugfélagið Erni í aðdraganda blaðamannafundarins sem hún hélt á Hótel Sögu í upphafi mánaðarins. Ballarin og fulltrúar hennar funduðu þrívegis með Erni, þar sem hugmyndir um kaup eða náið samstarf voru ræddar, en að sögn forstjóra flugfélagsins voru hugmyndirnar ósamrýnalegar. Fleira hafi þó borið á góma á fundunum; eins og póstflutningar fyrir bandaríska herinn og fraktflutningar frá Afríku. Ballarin vinnur nú hörðum höndum að því að endurreisa WOW air, eins og frægt er orðið. Hún hefur fest kaup á hluta af eignum hins fallna flugfélagsins, sem hún greiddi 50 milljónir fyrir, auk þess sem hreyfing virðist vera komin á standsetningu nýrrar vefsíðu WOW. Frá falli flugfélagsins í mars fram og allt til nýliðinnar helgar birtist aðeins gjaldþrotstilkynning þegar netverjar slógu inn wowair.com. Það hefur hins vegar orðið breyting þar á, því merki félagsins tekur nú á móti fólki. Ekki seinna vænna að bókunarmálum WOW verði komið af stað, enda er ennþá fyrirhugað að jómfrúarflugið fari milli Keflavíkur og Washington um miðjan október.Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis.Vísir/BJÖRN SIGURÐSSONNýja WOW air hefur ekki enn orðið sér úti um flugrekstrarleyfi en Ballarin sagði í samtali við Washington Post um miðjan september að fyrst verði sótt um leyfi í Bandaríkjum en síðan á Íslandi þegar fram líða stundir. Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis, segir enda í samtali við Vísi, eftir samtal sitt við Ríkisútvarpið, að fundir hennar með íslenska flugfélaginu hafi fyrst og fremst snúist um flugrekstrarleyfi félagsins á EES-svæðinu. „Hún var að þreifa fyrir sér og sjá hvort við gætum unnið með henni og hennar áformum. Þau voru reyndar töluvert ólík okkar áformum, enda ólíkur rekstur, en ég held að hún hafi nú fyrst og fremst verið að athuga hvort hún gæti nýtt flugrekstrarleyfið okkar,“ segir Hörður.Verðið hugnaðist ekki Ballarin Hann segir hins vegar að slík samnýting sé illframkvæmanleg, nema þá kannski hvað helst með kaupum á flugfélaginu en þá þyrfti um leið að leysa úr lagaflækjum er lúta að eignarhaldi flugfélaga. Á meðan flugfélag starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis verða einstaklingar eða lögaðilar frá ríkjum EES-svæðisins að eiga meira en helmingshlut í félaginu.En fékkstu þá tilfinningu að Ballarin væri að falast eftir Erni?„Já, eða í það minnsta eftir nánu samstarfi með einhvers konar kaup, alla vega að hluta til, í huga. Það var svolítið á þeim nótum.“ Verðhugmyndir Ernis og Ballarins hafi hins vegar verið allt aðrar. Án þess þó að nefna upphæð í því samhengi segir Hörður að tilboðið sem hann lagði fram hafi ekki fallið í kramið. „Hún hefur auðvitað fylgst með innanlandsflugi hér á Íslandi og séð að það á í vök að verjast. Hún hefur því eflaust talið sig geta fengið félagið fyrir lítið,“ segir Hörður.Farþegar munu koma til með að berja fjólubláar vélar WOW Air augum á ný um miðjan október, ef áætlanir Ballarin ganga eftir.Vísir/VilhelmÓsamrýmanlegar hugmyndir Hann segist fljótlega hafa áttað sig á að hugmyndir hennar um millilandaflug, bæði með frakt og farþega, hafi illa samræmst því innanlandsflugi sem Ernir hefur sinnt á undanförnum áratugum. Nefnir hann í því samhengi flug félagsins til minni byggða, eins og Bíldudals og Gjögurs, sem félagið sinnir fyrir tilstuðlan samnings við stjórnvöld. „Það hefði orðið alltof mikil kollsteypa að ganga að hugmyndum Ballarin, þó svo að það væri eflaust gott að fá sterka hluthafa inn í félagið. Þetta er mjög ólíkur rekstur og hefði sennilega orðið þess valdandi að innanlandsflugið okkar hefði lagst af.“ Kenískar afurðir til Evrópu?Ballarin hefur sterka tengingu við Afríku, bæði vegna aðkomu hennar að afrískum flugfélögum sem og vegna annarra viðskipta hennar, t.a.m. í Sómalíu. Því hafa verið upp vangaveltur um það hvort hún hafi í hyggju að flétta saman fyrirhugaðan flugrekstur WOW á milli Bandaríkjanna og Evrópu og flug til Afríku. Hörður segist ekkert geta fullyrt um slíka fléttu, Afríkuflug hafi hins vegar borið á góma á fundunum hennar með Erni. „Hún var með einhverjar hugmyndir um að vera í vöruflutningum, aðallega í blóma- og ávaxtaflutningum frá Kenía til Evrópu,“ segir Hörður sem hefur sjálfur áralanga reynslu af því að fljúga í Afríku fyrir Sameinuðu þjóðirnar og Rauða krossinn. Þó hafi verið óljóst hvort hún ætlaði sér að nýta vélar WOW til þessara flutninga.Nato og Bandaríkjaher munu verja milljörðum í margvísleg verkefni á Keflavíkurflugvelli.fbl/ernirPóstflutningar fyrir herinn og erindreka Uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík, þar sem herinn og NATO hyggjast verja um 14 milljörðum til ýmissa verkefna, hafi einnig spilað inn í. „Ég spurði hana að því hvort áhugi hennar á Íslandi og flugrekstri hérna væri eitthvað tengdur því að Bandaríkjamenn væru að fara í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, viðgerðir á skýlum og þess háttar, þá sagði hún: „Já, meðal annars.“ Þannig að það var nú ekkert flóknara en það,“ segir Hörður. Þar að auki segir Hörður að Ballarin hafi tjáð sér að hún væri búin að tryggja samning við herinn um póstflutning; „bæði á herpósti og diplómatapósti og svo framvegis,“ útskýrir Hörður en segist þó ekki þekkja nánari útfærslu á þeim hugmyndum. Vísir hafði samband við Gunnar Stein Pálsson, talsmann Ballarin hér á landi, með það fyrir augum að staðfesta frásögn Harðar af fundunum. Gunnar sagðist aðeins geta staðfest það að fundirnir hafi átt sér stað, en vildi ekki tjá sig um efni þeirra að öðru leyti.
Bandaríkin Fréttir af flugi Kenía WOW Air Tengdar fréttir Trú Ballarin mun hafa áhrif á stjórnarhætti WOW Air Búið er að greiða helming kaupverðs og hinn helmingurinn verður greiddur í næstu viku þegar tæknideild USAerospace verður búin að staðfesta að allur búnaður sé í lagi. 6. september 2019 20:49 WOW air ekki komið með lendingartíma í Keflavík Naumur tími er til stefnu og segir lögmaður félagsins að unnið sé út frá tveimur dagsetningum í næsta mánuði fyrir jómfrúarflugið. 7. september 2019 12:32 Svona var blaðamannafundur Ballarin Sú bandaríska hefur boðað til blaðamannafundar á Hótel Sögu í dag. 6. september 2019 11:33 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Trú Ballarin mun hafa áhrif á stjórnarhætti WOW Air Búið er að greiða helming kaupverðs og hinn helmingurinn verður greiddur í næstu viku þegar tæknideild USAerospace verður búin að staðfesta að allur búnaður sé í lagi. 6. september 2019 20:49
WOW air ekki komið með lendingartíma í Keflavík Naumur tími er til stefnu og segir lögmaður félagsins að unnið sé út frá tveimur dagsetningum í næsta mánuði fyrir jómfrúarflugið. 7. september 2019 12:32
Svona var blaðamannafundur Ballarin Sú bandaríska hefur boðað til blaðamannafundar á Hótel Sögu í dag. 6. september 2019 11:33