Viðskipti innlent

IKEA inn­kallar bláa og rauða smekki

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynningar hafa borist um að tölurnar á smekkjunum geti losnað af og valdið köfnunarhættu.
Tilkynningar hafa borist um að tölurnar á smekkjunum geti losnað af og valdið köfnunarhættu. ikea
IKEA hefur innkallað bláa og rauða MATVRÅ smekki vegna mögulegrar köfnunarhættu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að borist hafi tilkynningar um að tölurnar á smekkjunum geti losnað af og valdið köfnunarhættu.

IKEA hvetur viðskiptavini sem eiga slíka smekki, sem seldir eru tveir í pakka, til að taka þá tafarlaust úr notkun og skila þeim í IKEA. Verða þeir að fullu endurgreiddir.

„Öryggi viðskiptavina er forgangsmál hjá IKEA og því höfum við ákveðið grípa til fyrirbyggjandi aðgerða og innkalla bláa og rauða MATVRÅ smekki. Smekkir sem bera sama nafn, MATVRÅ, og eru mynstraðir í grænum og gulum lit eru samt sem áður öryggir í notkun þar sem bæði hönnun og efnið sem notað er í þá er annað,“ er haft eftir Emelie Knoester, viðskiptastjóri hjá IKEA í Svíþjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×