Skærustu stjörnur Filippseyja kyssast undir íslenskum norðurljósum Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2019 08:45 Kathryn Bernardo og Daniel Padilla hafa verið par um árabil. Þau eru dýrkuð og dáð í heimalandinu. Skjáskot/Instagram Filippseyska stjörnuparið Kathryn Bernardo og Daniel Padilla er statt hér á landi ef marka má Instagram-færslu þeirrar fyrrnefndu. Bernardo og Padilla, sem bæði eru leikarar, njóta gríðarlegra vinsælda í heimalandinu. „Norðurljósin ákváðu að mæta fyrsta daginn okkar hér, næstum eins og þau væru að bjóða okkur velkomin. Takk fyrir að mæta, Aurora Borealis! Endilega endurtakið leikinn næstu daga,“ skrifaði Bernardo við þrjár norðurljósamyndir sem hún birti á Instagram-reikningi sínum í gær. Fyrr um daginn birti hún myndir úr Bláa lóninu, sem þau Padilla heimsóttu strax eftir að þau stigu út úr flugvélinni. View this post on InstagramDefine magical. The northern lights decided to show up on our first day here, almost as if it was welcoming us. Thanks for showing up, Aurora Borealis! Please feel free to do so again in the coming days. We really don't mind. A post shared by Kathryn Bernardo (@bernardokath) on Sep 29, 2019 at 4:22am PDT Bernardo er 23 ára og skaust upp á stjörnuhimininn með hlutverki sínu sem titilpersónan Mara í filippseysku sjónvarpsþáttunum Mara Clara. Færa má rök fyrir því að hún sé vinsælasta leikkona Filippseyja en kvikmyndin Hello Love Goodbye, sem frumsýnd var í vor, er sú tekjuhæsta í sögu landsins. Samanlagðar tekjur kvikmynda hennar eru jafnframt þær hæstu þegar litið er til einstakra leikkvenna og hún státar af nær tíu milljón fylgjendum á Instagram. Bernardo og Padilla hafa verið par um árabil. Padilla, sem er ári eldri en kærastan, er ekki síður vinsæll á Filippseyjum og hefur gert garðinn frægan sem bæði leikari og söngvari. Þá hefur hann verið krýndur óformlegur „Hjartakonungur“ filippseysks skemmtanaiðnaðar, ef marka má Wikipedia-síðu hans. Filippseyjar Íslandsvinir Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Filippseyska stjörnuparið Kathryn Bernardo og Daniel Padilla er statt hér á landi ef marka má Instagram-færslu þeirrar fyrrnefndu. Bernardo og Padilla, sem bæði eru leikarar, njóta gríðarlegra vinsælda í heimalandinu. „Norðurljósin ákváðu að mæta fyrsta daginn okkar hér, næstum eins og þau væru að bjóða okkur velkomin. Takk fyrir að mæta, Aurora Borealis! Endilega endurtakið leikinn næstu daga,“ skrifaði Bernardo við þrjár norðurljósamyndir sem hún birti á Instagram-reikningi sínum í gær. Fyrr um daginn birti hún myndir úr Bláa lóninu, sem þau Padilla heimsóttu strax eftir að þau stigu út úr flugvélinni. View this post on InstagramDefine magical. The northern lights decided to show up on our first day here, almost as if it was welcoming us. Thanks for showing up, Aurora Borealis! Please feel free to do so again in the coming days. We really don't mind. A post shared by Kathryn Bernardo (@bernardokath) on Sep 29, 2019 at 4:22am PDT Bernardo er 23 ára og skaust upp á stjörnuhimininn með hlutverki sínu sem titilpersónan Mara í filippseysku sjónvarpsþáttunum Mara Clara. Færa má rök fyrir því að hún sé vinsælasta leikkona Filippseyja en kvikmyndin Hello Love Goodbye, sem frumsýnd var í vor, er sú tekjuhæsta í sögu landsins. Samanlagðar tekjur kvikmynda hennar eru jafnframt þær hæstu þegar litið er til einstakra leikkvenna og hún státar af nær tíu milljón fylgjendum á Instagram. Bernardo og Padilla hafa verið par um árabil. Padilla, sem er ári eldri en kærastan, er ekki síður vinsæll á Filippseyjum og hefur gert garðinn frægan sem bæði leikari og söngvari. Þá hefur hann verið krýndur óformlegur „Hjartakonungur“ filippseysks skemmtanaiðnaðar, ef marka má Wikipedia-síðu hans.
Filippseyjar Íslandsvinir Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira