Ísland er nú í 8. sæti í Evrópu á lista Eurostat yfir hækkanir á húsnæðisverði, með 8,2 prósent hækkun 2018. Er það lægsta sæti Íslands frá 2011. Árið 2017 var Ísland langefst með 19,5 prósent hækkun.
Ísland er enn vel fyrir ofan meðalhækkun ESB-svæðisins, 4,7 prósent. Mesta hækkunin varð í Portúgal, Írlandi og Slóveníu, í kringum 10 prósent. Aðeins varð verðlækkun á Ítalíu, þar sem verð hefur verið á stöðugri niðurleið í mörg ár, og í Svíþjóð þar sem húsnæðismarkaðurinn hefur verið mjög sterkur og stóð best af sér bankahrunið 2008.
Hrap á lista um húsnæðisverð
Kristinn Haukur Guðnason skrifar
