Gunnhildur: Veit eiginlega ekki hvað gerðist Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 9. október 2019 22:08 Gunnhildur í baráttunni í kvöld vísir/vilhelm Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, var furðu brött eftir stórt tap gegn feiknasterku liði Vals, 110-75. „Æji, við vorum bara fljótar að missa hausinn. Í byrjun hélt ég að við værum að fara standa í þeim og við gerðum vel, svo fór þetta úr tveimur stigum í 17 og ég veit eiginlega ekki hvað gerðist eftir það,“ sagði hún, en Snæfell fór úr því að hafa nokkurra stiga forystu á fyrstu mínútunum í það að vera undir með 11 stigum í lok fyrsta leikhluta. „Við unnum þriðja leikhluta, það er allavega eitthvað jákvætt í þessu,“ sagði Gunnhildur og virtist ekkert vera að stressa sig á þessum fyrsta tapleik tímabilsins. Kristen McCarthy, bandarískur leikmaður Snæfells í fyrra og náin vinkona Gunnhildar, var ekki komin aftur til landsins þegar spurt var um hana, og er samkvæmt Gunnhildi að fara koma inn í nýju hlutverki. „Kristen kemur inn í þjálfarateymið,“ sagði hún um vinkonu sína sem fékk heilahristing á seinasta tímabili og hefur ekki spilað né æft síðan. „Hún er ekki einu sinni byrjuð að æfa að skjóta, búin að fá græna ljósið til að fara í flugvél. Það kæmi mér mjög á óvart ef að Kristen væri að fara spila með okkur í vetur,“ sagði Gunnhildur um Kristen McCarthy, sem var stundum kölluð Gunnarsdóttir vegna þess hve náin hún væri Gunnhildi og Berglindi. Fyrst að Berglind, systir Gunnhildar, er úti vegna skurðaðgerðar á öxl þá hafa ungar og efnilegar Snæfellsstelpur fengið góð tækifæri í síðasta leik og í þessum. Anna Soffía Lárúsdóttir átti frábæran fyrsta leik gegn Breiðablik en átti erfitt uppdráttar gegn Val. „Anna Soffía rokkaði lífið í síðasta leik og stundum er erfitt að reyna gera jafn vel í leik sem þessum. Hún fékk verðugt verkefni í dag að dekka Helenu og mér fannst hún standa sig vel,“ sagði Gunnhildur og bætti við að þær ungu í liðinu væru mjög duglegar og ættu margar mikið meira inni. Gunnhildur þurfti að spila eilítið takmarkaðar mínútur í dag vegna villuvandræða, en hún hafði fengið fjórar villur á sig snemma í þriðja leikhluta. „Kemur þetta eitthvað á óvart?“ spurði Gunnhildur létt í bragði en bætti við að hún yrði að vanda sig betur í næstu leikjum. „Ég verð bara að rífa mig í gang og passa mig að halda mér inni á vellinum,“ sagði hún að lokum áður en hún hélt inn í búningsklefa. Dominos-deild kvenna Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sjá meira
Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, var furðu brött eftir stórt tap gegn feiknasterku liði Vals, 110-75. „Æji, við vorum bara fljótar að missa hausinn. Í byrjun hélt ég að við værum að fara standa í þeim og við gerðum vel, svo fór þetta úr tveimur stigum í 17 og ég veit eiginlega ekki hvað gerðist eftir það,“ sagði hún, en Snæfell fór úr því að hafa nokkurra stiga forystu á fyrstu mínútunum í það að vera undir með 11 stigum í lok fyrsta leikhluta. „Við unnum þriðja leikhluta, það er allavega eitthvað jákvætt í þessu,“ sagði Gunnhildur og virtist ekkert vera að stressa sig á þessum fyrsta tapleik tímabilsins. Kristen McCarthy, bandarískur leikmaður Snæfells í fyrra og náin vinkona Gunnhildar, var ekki komin aftur til landsins þegar spurt var um hana, og er samkvæmt Gunnhildi að fara koma inn í nýju hlutverki. „Kristen kemur inn í þjálfarateymið,“ sagði hún um vinkonu sína sem fékk heilahristing á seinasta tímabili og hefur ekki spilað né æft síðan. „Hún er ekki einu sinni byrjuð að æfa að skjóta, búin að fá græna ljósið til að fara í flugvél. Það kæmi mér mjög á óvart ef að Kristen væri að fara spila með okkur í vetur,“ sagði Gunnhildur um Kristen McCarthy, sem var stundum kölluð Gunnarsdóttir vegna þess hve náin hún væri Gunnhildi og Berglindi. Fyrst að Berglind, systir Gunnhildar, er úti vegna skurðaðgerðar á öxl þá hafa ungar og efnilegar Snæfellsstelpur fengið góð tækifæri í síðasta leik og í þessum. Anna Soffía Lárúsdóttir átti frábæran fyrsta leik gegn Breiðablik en átti erfitt uppdráttar gegn Val. „Anna Soffía rokkaði lífið í síðasta leik og stundum er erfitt að reyna gera jafn vel í leik sem þessum. Hún fékk verðugt verkefni í dag að dekka Helenu og mér fannst hún standa sig vel,“ sagði Gunnhildur og bætti við að þær ungu í liðinu væru mjög duglegar og ættu margar mikið meira inni. Gunnhildur þurfti að spila eilítið takmarkaðar mínútur í dag vegna villuvandræða, en hún hafði fengið fjórar villur á sig snemma í þriðja leikhluta. „Kemur þetta eitthvað á óvart?“ spurði Gunnhildur létt í bragði en bætti við að hún yrði að vanda sig betur í næstu leikjum. „Ég verð bara að rífa mig í gang og passa mig að halda mér inni á vellinum,“ sagði hún að lokum áður en hún hélt inn í búningsklefa.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sjá meira