Gerðu uppreisn í „martraðarsiglingu“ þegar Íslandsstoppið var slegið af Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2019 14:10 Reiðir farþegar sjást hér gera hróp að skipverja um borð í skemmtiferðaskipinu Norwegian Spirit. Vísir/getty Sigling skemmtiferðaskipsins Norwegian Spirit breyttist í sannkallaða martraðarför í vikunni þegar óhagstæð veðurskilyrði settu strik í reikninginn. Farþegar komust þannig ekki í draumastoppið til Reykjavíkur, sem varð þess valdandi að upp úr sauð meðal hundruða farþega um borð, ef marka má myndbönd og myndir innan úr lúxusfleyinu.Skemmtiferðaskipið Norwegian Spirit.Vísir/gettyFjallað er um siglinguna í bresku fjölmiðlunum Daily Mail, Telegraph og The Sun í dag og í gær. Þar er ferð skipsins rakin en það lagði frá bryggju í bresku borginni Southampton þann 27. september síðastliðinn. Ekki hefur komið fram hversu margir eru um borð en skipið tekur rúmlega tvö þúsund farþega. Miðlarnir segja farþega hafa greitt allt að 5300 pund, eða rúmar 800 þúsund krónur, fyrir ferðina, sem auglýst var undir formerkjunum „sjóferð um dularfulla firði“ (e. „Mystical Fjord“ voyage). Koma átti við á „draumkenndum“ áfangastöðum í Noregi og á Íslandi, auk Amsterdam og Írlands. Babb kom í bátinn þegar hætt var við að stoppa í Amsterdam vegna veðurs. Skipið lagði í staðinn leið sína til Noregs þar sem komið var við í hálfgerðum draugabæ, að sögn farþega. Næst átti leiðin að liggja til Reykjavíkur en þeirri ferð var aflýst og skipinu óvænt siglt til Belfast, höfuðborg Norður-Írlands, á mánudag.Skipið var því samfleytt á siglingu í þrjá daga, að því er segir í frétt Telegraph. Mikillar óánægju hefur jafnframt gætt meðal farþega með ráðahaginn en þeir lýsa margir afar slæmum aðbúnaði um borð; gömlum mat og fleytifullum salernum. Óánægja farþeganna kemur svo bersýnilega í ljós í myndböndum og myndum sem birtar hafa verið innan úr skipinu síðustu daga. Í myndbandi Cody McNutts, eins farþega, sjást hundruð farþega samankomnir í sal skipsins þar sem þeir krefja áhöfnina svara. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að ofan. Í öðru myndbandi, sem birt er á vef Daily Mail, sjást farþegar gera hróp að skipverja. „Þú ert að ljúga!“ heyrist einn farþeginn m.a. hrópa. Í enn öðru myndbandi má svo sjá hundruð farþega kyrja „Við viljum endurgreitt!“. Denna Rowland, einn farþega, lýsti í gær yfir megnri óánægju með aðstæðurnar á skipinu í samtali við Daily Mail. Skapast hafi ófremdarástand um borð, raunar hálfgerð uppreisn. „Það eru margir reiðir um borð í þessu skipi og skortur á viðunandi útskýringum kom næstum því af stað óeirðum í morgun. Þetta er búið að vera martraðarfrí og nú eru mörg klósettanna í káetunum barmafull af skólpi. Þetta er heldur betur ekki eins og ég ímyndaði mér lúxussiglinguna mína.“ Daily Mail greinir frá því að stór hluti farþeganna hafi yfirgefið skipið þegar það kom til Belfast á mánudag. Telegraph hefur enn fremur eftir talsmanni Norwegian, sem gerir skipið út, að farþegum hafi verið boðin inneignarnóta upp í aðra siglingu með fyrirtækinu í sárabætur. Þá sé það miður að dagskrá siglingarinnar hafi breyst vegna veðurs. „Við hörmum öll óþægindi og vonbrigði sem gestir okkar kunna að hafa orðið fyrir. Við reynum ætíð eftir fremsta megni að veita gestum okkar ánægjulegt og eftirminnilegt frí en öryggi þeirra og áhafnar okkar er ætíð efst í forgangsröðinni.“Monday October 7th riots aboard Norwegian Spirit 15 days to Iceland after 5th port cancellation pic.twitter.com/PLgeaZEdQk— NCLHELL (@NCLHELL1) October 8, 2019 Bretland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Sigling skemmtiferðaskipsins Norwegian Spirit breyttist í sannkallaða martraðarför í vikunni þegar óhagstæð veðurskilyrði settu strik í reikninginn. Farþegar komust þannig ekki í draumastoppið til Reykjavíkur, sem varð þess valdandi að upp úr sauð meðal hundruða farþega um borð, ef marka má myndbönd og myndir innan úr lúxusfleyinu.Skemmtiferðaskipið Norwegian Spirit.Vísir/gettyFjallað er um siglinguna í bresku fjölmiðlunum Daily Mail, Telegraph og The Sun í dag og í gær. Þar er ferð skipsins rakin en það lagði frá bryggju í bresku borginni Southampton þann 27. september síðastliðinn. Ekki hefur komið fram hversu margir eru um borð en skipið tekur rúmlega tvö þúsund farþega. Miðlarnir segja farþega hafa greitt allt að 5300 pund, eða rúmar 800 þúsund krónur, fyrir ferðina, sem auglýst var undir formerkjunum „sjóferð um dularfulla firði“ (e. „Mystical Fjord“ voyage). Koma átti við á „draumkenndum“ áfangastöðum í Noregi og á Íslandi, auk Amsterdam og Írlands. Babb kom í bátinn þegar hætt var við að stoppa í Amsterdam vegna veðurs. Skipið lagði í staðinn leið sína til Noregs þar sem komið var við í hálfgerðum draugabæ, að sögn farþega. Næst átti leiðin að liggja til Reykjavíkur en þeirri ferð var aflýst og skipinu óvænt siglt til Belfast, höfuðborg Norður-Írlands, á mánudag.Skipið var því samfleytt á siglingu í þrjá daga, að því er segir í frétt Telegraph. Mikillar óánægju hefur jafnframt gætt meðal farþega með ráðahaginn en þeir lýsa margir afar slæmum aðbúnaði um borð; gömlum mat og fleytifullum salernum. Óánægja farþeganna kemur svo bersýnilega í ljós í myndböndum og myndum sem birtar hafa verið innan úr skipinu síðustu daga. Í myndbandi Cody McNutts, eins farþega, sjást hundruð farþega samankomnir í sal skipsins þar sem þeir krefja áhöfnina svara. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að ofan. Í öðru myndbandi, sem birt er á vef Daily Mail, sjást farþegar gera hróp að skipverja. „Þú ert að ljúga!“ heyrist einn farþeginn m.a. hrópa. Í enn öðru myndbandi má svo sjá hundruð farþega kyrja „Við viljum endurgreitt!“. Denna Rowland, einn farþega, lýsti í gær yfir megnri óánægju með aðstæðurnar á skipinu í samtali við Daily Mail. Skapast hafi ófremdarástand um borð, raunar hálfgerð uppreisn. „Það eru margir reiðir um borð í þessu skipi og skortur á viðunandi útskýringum kom næstum því af stað óeirðum í morgun. Þetta er búið að vera martraðarfrí og nú eru mörg klósettanna í káetunum barmafull af skólpi. Þetta er heldur betur ekki eins og ég ímyndaði mér lúxussiglinguna mína.“ Daily Mail greinir frá því að stór hluti farþeganna hafi yfirgefið skipið þegar það kom til Belfast á mánudag. Telegraph hefur enn fremur eftir talsmanni Norwegian, sem gerir skipið út, að farþegum hafi verið boðin inneignarnóta upp í aðra siglingu með fyrirtækinu í sárabætur. Þá sé það miður að dagskrá siglingarinnar hafi breyst vegna veðurs. „Við hörmum öll óþægindi og vonbrigði sem gestir okkar kunna að hafa orðið fyrir. Við reynum ætíð eftir fremsta megni að veita gestum okkar ánægjulegt og eftirminnilegt frí en öryggi þeirra og áhafnar okkar er ætíð efst í forgangsröðinni.“Monday October 7th riots aboard Norwegian Spirit 15 days to Iceland after 5th port cancellation pic.twitter.com/PLgeaZEdQk— NCLHELL (@NCLHELL1) October 8, 2019
Bretland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira