Gerðu uppreisn í „martraðarsiglingu“ þegar Íslandsstoppið var slegið af Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2019 14:10 Reiðir farþegar sjást hér gera hróp að skipverja um borð í skemmtiferðaskipinu Norwegian Spirit. Vísir/getty Sigling skemmtiferðaskipsins Norwegian Spirit breyttist í sannkallaða martraðarför í vikunni þegar óhagstæð veðurskilyrði settu strik í reikninginn. Farþegar komust þannig ekki í draumastoppið til Reykjavíkur, sem varð þess valdandi að upp úr sauð meðal hundruða farþega um borð, ef marka má myndbönd og myndir innan úr lúxusfleyinu.Skemmtiferðaskipið Norwegian Spirit.Vísir/gettyFjallað er um siglinguna í bresku fjölmiðlunum Daily Mail, Telegraph og The Sun í dag og í gær. Þar er ferð skipsins rakin en það lagði frá bryggju í bresku borginni Southampton þann 27. september síðastliðinn. Ekki hefur komið fram hversu margir eru um borð en skipið tekur rúmlega tvö þúsund farþega. Miðlarnir segja farþega hafa greitt allt að 5300 pund, eða rúmar 800 þúsund krónur, fyrir ferðina, sem auglýst var undir formerkjunum „sjóferð um dularfulla firði“ (e. „Mystical Fjord“ voyage). Koma átti við á „draumkenndum“ áfangastöðum í Noregi og á Íslandi, auk Amsterdam og Írlands. Babb kom í bátinn þegar hætt var við að stoppa í Amsterdam vegna veðurs. Skipið lagði í staðinn leið sína til Noregs þar sem komið var við í hálfgerðum draugabæ, að sögn farþega. Næst átti leiðin að liggja til Reykjavíkur en þeirri ferð var aflýst og skipinu óvænt siglt til Belfast, höfuðborg Norður-Írlands, á mánudag.Skipið var því samfleytt á siglingu í þrjá daga, að því er segir í frétt Telegraph. Mikillar óánægju hefur jafnframt gætt meðal farþega með ráðahaginn en þeir lýsa margir afar slæmum aðbúnaði um borð; gömlum mat og fleytifullum salernum. Óánægja farþeganna kemur svo bersýnilega í ljós í myndböndum og myndum sem birtar hafa verið innan úr skipinu síðustu daga. Í myndbandi Cody McNutts, eins farþega, sjást hundruð farþega samankomnir í sal skipsins þar sem þeir krefja áhöfnina svara. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að ofan. Í öðru myndbandi, sem birt er á vef Daily Mail, sjást farþegar gera hróp að skipverja. „Þú ert að ljúga!“ heyrist einn farþeginn m.a. hrópa. Í enn öðru myndbandi má svo sjá hundruð farþega kyrja „Við viljum endurgreitt!“. Denna Rowland, einn farþega, lýsti í gær yfir megnri óánægju með aðstæðurnar á skipinu í samtali við Daily Mail. Skapast hafi ófremdarástand um borð, raunar hálfgerð uppreisn. „Það eru margir reiðir um borð í þessu skipi og skortur á viðunandi útskýringum kom næstum því af stað óeirðum í morgun. Þetta er búið að vera martraðarfrí og nú eru mörg klósettanna í káetunum barmafull af skólpi. Þetta er heldur betur ekki eins og ég ímyndaði mér lúxussiglinguna mína.“ Daily Mail greinir frá því að stór hluti farþeganna hafi yfirgefið skipið þegar það kom til Belfast á mánudag. Telegraph hefur enn fremur eftir talsmanni Norwegian, sem gerir skipið út, að farþegum hafi verið boðin inneignarnóta upp í aðra siglingu með fyrirtækinu í sárabætur. Þá sé það miður að dagskrá siglingarinnar hafi breyst vegna veðurs. „Við hörmum öll óþægindi og vonbrigði sem gestir okkar kunna að hafa orðið fyrir. Við reynum ætíð eftir fremsta megni að veita gestum okkar ánægjulegt og eftirminnilegt frí en öryggi þeirra og áhafnar okkar er ætíð efst í forgangsröðinni.“Monday October 7th riots aboard Norwegian Spirit 15 days to Iceland after 5th port cancellation pic.twitter.com/PLgeaZEdQk— NCLHELL (@NCLHELL1) October 8, 2019 Bretland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Sigling skemmtiferðaskipsins Norwegian Spirit breyttist í sannkallaða martraðarför í vikunni þegar óhagstæð veðurskilyrði settu strik í reikninginn. Farþegar komust þannig ekki í draumastoppið til Reykjavíkur, sem varð þess valdandi að upp úr sauð meðal hundruða farþega um borð, ef marka má myndbönd og myndir innan úr lúxusfleyinu.Skemmtiferðaskipið Norwegian Spirit.Vísir/gettyFjallað er um siglinguna í bresku fjölmiðlunum Daily Mail, Telegraph og The Sun í dag og í gær. Þar er ferð skipsins rakin en það lagði frá bryggju í bresku borginni Southampton þann 27. september síðastliðinn. Ekki hefur komið fram hversu margir eru um borð en skipið tekur rúmlega tvö þúsund farþega. Miðlarnir segja farþega hafa greitt allt að 5300 pund, eða rúmar 800 þúsund krónur, fyrir ferðina, sem auglýst var undir formerkjunum „sjóferð um dularfulla firði“ (e. „Mystical Fjord“ voyage). Koma átti við á „draumkenndum“ áfangastöðum í Noregi og á Íslandi, auk Amsterdam og Írlands. Babb kom í bátinn þegar hætt var við að stoppa í Amsterdam vegna veðurs. Skipið lagði í staðinn leið sína til Noregs þar sem komið var við í hálfgerðum draugabæ, að sögn farþega. Næst átti leiðin að liggja til Reykjavíkur en þeirri ferð var aflýst og skipinu óvænt siglt til Belfast, höfuðborg Norður-Írlands, á mánudag.Skipið var því samfleytt á siglingu í þrjá daga, að því er segir í frétt Telegraph. Mikillar óánægju hefur jafnframt gætt meðal farþega með ráðahaginn en þeir lýsa margir afar slæmum aðbúnaði um borð; gömlum mat og fleytifullum salernum. Óánægja farþeganna kemur svo bersýnilega í ljós í myndböndum og myndum sem birtar hafa verið innan úr skipinu síðustu daga. Í myndbandi Cody McNutts, eins farþega, sjást hundruð farþega samankomnir í sal skipsins þar sem þeir krefja áhöfnina svara. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að ofan. Í öðru myndbandi, sem birt er á vef Daily Mail, sjást farþegar gera hróp að skipverja. „Þú ert að ljúga!“ heyrist einn farþeginn m.a. hrópa. Í enn öðru myndbandi má svo sjá hundruð farþega kyrja „Við viljum endurgreitt!“. Denna Rowland, einn farþega, lýsti í gær yfir megnri óánægju með aðstæðurnar á skipinu í samtali við Daily Mail. Skapast hafi ófremdarástand um borð, raunar hálfgerð uppreisn. „Það eru margir reiðir um borð í þessu skipi og skortur á viðunandi útskýringum kom næstum því af stað óeirðum í morgun. Þetta er búið að vera martraðarfrí og nú eru mörg klósettanna í káetunum barmafull af skólpi. Þetta er heldur betur ekki eins og ég ímyndaði mér lúxussiglinguna mína.“ Daily Mail greinir frá því að stór hluti farþeganna hafi yfirgefið skipið þegar það kom til Belfast á mánudag. Telegraph hefur enn fremur eftir talsmanni Norwegian, sem gerir skipið út, að farþegum hafi verið boðin inneignarnóta upp í aðra siglingu með fyrirtækinu í sárabætur. Þá sé það miður að dagskrá siglingarinnar hafi breyst vegna veðurs. „Við hörmum öll óþægindi og vonbrigði sem gestir okkar kunna að hafa orðið fyrir. Við reynum ætíð eftir fremsta megni að veita gestum okkar ánægjulegt og eftirminnilegt frí en öryggi þeirra og áhafnar okkar er ætíð efst í forgangsröðinni.“Monday October 7th riots aboard Norwegian Spirit 15 days to Iceland after 5th port cancellation pic.twitter.com/PLgeaZEdQk— NCLHELL (@NCLHELL1) October 8, 2019
Bretland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira