Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. október 2019 11:30 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Fréttablaðið/GVA Of algengt er að almenningur fái upplýsingar sem hann á rétt á bæði seint og illa að sögn umboðsmanns Alþingis. Hann segir skorta þekkingu meðal starfsmanna stjórnsýslunnar um upplýsingarétt borgaranna. Með því að auka fræðslu þeirra væri hægt að draga úr fjölda þeirra mála sem rata til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem úrlausn mála getur tekið marga mánuði. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun þar sem skýrsla umboðsmanns fyrir árið 2018 var til umfjöllunar. Tregða stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar sem henni ber að gera lögum samkvæmt var meðal þess sem tekið er fyrir í skýrslunni. „Við erum búin að vera með þetta kerfi upplýsingalaganna í alveg frá 1996 ef ég man rétt. Við erum búin að vera með þetta kerfi að menn geta leitað til úrskurðarnefndar upplýsingamála, og það sem að ég finn fyrir, þó svo að menn séu núna að reyna að gera ákveðnar úrbætur með nýjum upplýsingalögum, þá held ég bara að menn þurfi að skoða hvort að kerfið sem við höfum byggt upp er rétt,“ segir Tryggvi. Fyrst og fremst þurfi að auka þekkingu þeirra sem að starfa í stjórnkerfinu svo þeir geti sjálfir leyst úr þessum málum. „Ég velti því fyrir mér hvort að tilvist þessarar úrskurðarnefndar sé kannski að einhverju leyti rótin að þessu hversu illa okkur hefur gengið hér á landi í samanburði við ýmis nágrannalönd okkar, að virkja þennan upplýsingarétt almennings, og þá meðal annars líka fjölmiðla,“ segir Tryggvi, „Málin taka alltof alltof langan tíma og hafa bara glatað upplýsingagildi sínu þegar loksins kemur einhver niðurstaða.“ Hann efist ekki um að úrskurðarnefndin vinni vel úr sýnum verkefnum en það eigi að hans mati að vera undantekning að mál rati þangað. Hægt sé að líta til nágrannaríkja hvað varðar bæði fræðslu starfsfólks stjórnsýslunnar og viðhorf til málaflokksins. „Þar er búið við það að það er mikið meiri vitund um þessar reglur og einhvern veginn vilji til þess að veita upplýsingarnar. Hér hefur verið svo mikil tregða á þessu og við þurfum einhvern veginn að yfirvinna hana,“ segir Tryggvi. Alþingi Fjölmiðlar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Fimmtíu fyrirspurnir á málaskrá úrskurðarnefndar Erfitt að losa um upplýsingar úr iðrum kerfisins. 7. október 2019 15:17 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Of algengt er að almenningur fái upplýsingar sem hann á rétt á bæði seint og illa að sögn umboðsmanns Alþingis. Hann segir skorta þekkingu meðal starfsmanna stjórnsýslunnar um upplýsingarétt borgaranna. Með því að auka fræðslu þeirra væri hægt að draga úr fjölda þeirra mála sem rata til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem úrlausn mála getur tekið marga mánuði. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun þar sem skýrsla umboðsmanns fyrir árið 2018 var til umfjöllunar. Tregða stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar sem henni ber að gera lögum samkvæmt var meðal þess sem tekið er fyrir í skýrslunni. „Við erum búin að vera með þetta kerfi upplýsingalaganna í alveg frá 1996 ef ég man rétt. Við erum búin að vera með þetta kerfi að menn geta leitað til úrskurðarnefndar upplýsingamála, og það sem að ég finn fyrir, þó svo að menn séu núna að reyna að gera ákveðnar úrbætur með nýjum upplýsingalögum, þá held ég bara að menn þurfi að skoða hvort að kerfið sem við höfum byggt upp er rétt,“ segir Tryggvi. Fyrst og fremst þurfi að auka þekkingu þeirra sem að starfa í stjórnkerfinu svo þeir geti sjálfir leyst úr þessum málum. „Ég velti því fyrir mér hvort að tilvist þessarar úrskurðarnefndar sé kannski að einhverju leyti rótin að þessu hversu illa okkur hefur gengið hér á landi í samanburði við ýmis nágrannalönd okkar, að virkja þennan upplýsingarétt almennings, og þá meðal annars líka fjölmiðla,“ segir Tryggvi, „Málin taka alltof alltof langan tíma og hafa bara glatað upplýsingagildi sínu þegar loksins kemur einhver niðurstaða.“ Hann efist ekki um að úrskurðarnefndin vinni vel úr sýnum verkefnum en það eigi að hans mati að vera undantekning að mál rati þangað. Hægt sé að líta til nágrannaríkja hvað varðar bæði fræðslu starfsfólks stjórnsýslunnar og viðhorf til málaflokksins. „Þar er búið við það að það er mikið meiri vitund um þessar reglur og einhvern veginn vilji til þess að veita upplýsingarnar. Hér hefur verið svo mikil tregða á þessu og við þurfum einhvern veginn að yfirvinna hana,“ segir Tryggvi.
Alþingi Fjölmiðlar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Fimmtíu fyrirspurnir á málaskrá úrskurðarnefndar Erfitt að losa um upplýsingar úr iðrum kerfisins. 7. október 2019 15:17 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Fimmtíu fyrirspurnir á málaskrá úrskurðarnefndar Erfitt að losa um upplýsingar úr iðrum kerfisins. 7. október 2019 15:17