Lífið

Sóli Hólm sem Gísli Einars endaði blindfullur á Gullöldinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frábær innslög með Sóla Hólm.
Frábær innslög með Sóla Hólm.
Spjallþátturinn Föstudagskvöldið með Gumma Ben var á dagskrá Stöðvar 2 síðastliðið föstudagskvöld og eins og áður voru skemmtileg leikin atriði með Sóla Hólm.

Í fyrsta þættinum fór Sóli Hólm í Rikka G búninginn og sló rækilega í gegn. Að þessu sinni var Sóli Hólm sjónvarpsmaðurinn Gísli Einars og það í maraþon útsendingu Landans en Landinn á RÚV var í beinni útsendingu í einn sólahring á dögunum.

Að þessu sinni var Gísli Einars reyndar fastur á Gullöldinni í Grafarvoginum og lenti í raun á trúnó með hvítvínskonunni.

Gestir þáttarins voru þau Hjálmar Örn, Emmsjé Gauti og Salka Sól. Hér að neðan má sjá þessi skemmtilegu atriði. Hvítvínskonan og Hjálmar Örn þekkjast nokkuð vel. 

Hér að neðan má sjá öll atriðin með Gísla Einars á Gullöldinni. Hann endaði vægast sagt vel í glasi.


Tengdar fréttir

Sóli og Rikki G grófu stríðsöxina

Það fór eflaust ekki fram hjá neinum sem skoðaði íslenska miðla um helgina að klippa úr spjallþætti Gumma Ben frá því á föstudagskvöldið fór á flug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×