Litla Grá sögð frökk en Litla Hvít er feimin Björn Þorfinnsson skrifar 9. október 2019 06:15 Litla Grá skoðar ljósmyndara Fréttablaðsins en Litla Hvít fylgist með úr öruggri fjarlægð. Hitastig laugarinnar sem þær dveljast í verður lækkað smátt og smátt á næstu mánuðum til þess að líkja eftir þeim aðstæðum sem bíða systranna í sjókví í Klettsvík í vor. Fréttablaðið/Óskar Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít eru ört að aðlagast nýju lífi sínu í Vestmannaeyjum og braggast vel. Eins og frægt voru systurnar fluttar til landsins í júní í sumar með ærinni fyrirhöfn frá Sjanghæ í Kína. Þar hafði dýragarðurinn Shang Feng Ocean World hafði verið heimkynni þeirra í áratug eða allt frá því að þær voru handsamaðar í rússneskri lögsögu og hnepptar í ánauð. „Aðlögunarferli þeirra hefur gengið aðeins hægar en við ætluðum en allt hefur þó gengið vel. Systurnar eru duglegar að éta og þeim virðist líða mjög vel. Við erum smátt og smátt byrjuð að kæla vatnið þeirra svo það líkist sem mest því sem þær eiga í vændum í Klettsvík,“ segir Audrey Padgett, starfsmaður Sea Life-sjóðsins og talsmaður verkefnisins hér á landi. Að sögn Audrey reiknar hún með því að mjöldrunum verði sleppt í hina sérútbúnu sjókví á vormánuðum 2020 en upphaflega var gert ráð fyrir að það myndi gerast í september á þessu ári.Audrey Padgett ásamt hinni forvitnu Litlu Gráfréttablaðið/óskar„Þær áætlanir gerðu ráð fyrir að hvalirnir yrðu komnir til landsins í apríl en því seinkaði um nokkra mánuði. Við munum því ekki hætta á að sleppa hvölunum í kvína í vetur heldur bíða til vors þegar veðrið verður betra. Velferð hvalanna er algjört lykilatriði í starfi okkar og því munum við ekki ana að neinu,“ segir hún. Að hennar sögn hefur ferlið verið afar lærdómsríkt og mun nýtast vel við næstu verkefni. „Við reiknum með að þetta verkefni verði hið fyrsta af mörgum slíkum,“ segir hún. Návígi Audrey við þessar tignarlegu skepnur er mikið og aðspurð segir hún fólk átta sig fljótt á að systurnar eru gjörólíkar að skapgerð. „Litla Grá er mun frakkari og forvitnari. Hún vill helst vera miðpunktur athyglinnar. Litla Hvít er meira til baka og vill fylgjast með úr hæfilegri fjarlægð,“ segir Audrey. Audrey hefur dvalið í Vestmannaeyjum síðan í sumar og hlær dátt þegar blaðamaður spyr hana um hvernig hennar eigin aðlögun gangi. „Vestmannaeyingar hafa tekið mér afar vel. Þetta er stórkostlegur staður sem ég er heppin að fá að upplifa,“ segir Audrey og minnist sérstaklega á þátttöku sína í árlegum pysjubjörgunaraðgerðum. „Það var frábært ævintýri sem ég mun aldrei gleyma,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít eru ört að aðlagast nýju lífi sínu í Vestmannaeyjum og braggast vel. Eins og frægt voru systurnar fluttar til landsins í júní í sumar með ærinni fyrirhöfn frá Sjanghæ í Kína. Þar hafði dýragarðurinn Shang Feng Ocean World hafði verið heimkynni þeirra í áratug eða allt frá því að þær voru handsamaðar í rússneskri lögsögu og hnepptar í ánauð. „Aðlögunarferli þeirra hefur gengið aðeins hægar en við ætluðum en allt hefur þó gengið vel. Systurnar eru duglegar að éta og þeim virðist líða mjög vel. Við erum smátt og smátt byrjuð að kæla vatnið þeirra svo það líkist sem mest því sem þær eiga í vændum í Klettsvík,“ segir Audrey Padgett, starfsmaður Sea Life-sjóðsins og talsmaður verkefnisins hér á landi. Að sögn Audrey reiknar hún með því að mjöldrunum verði sleppt í hina sérútbúnu sjókví á vormánuðum 2020 en upphaflega var gert ráð fyrir að það myndi gerast í september á þessu ári.Audrey Padgett ásamt hinni forvitnu Litlu Gráfréttablaðið/óskar„Þær áætlanir gerðu ráð fyrir að hvalirnir yrðu komnir til landsins í apríl en því seinkaði um nokkra mánuði. Við munum því ekki hætta á að sleppa hvölunum í kvína í vetur heldur bíða til vors þegar veðrið verður betra. Velferð hvalanna er algjört lykilatriði í starfi okkar og því munum við ekki ana að neinu,“ segir hún. Að hennar sögn hefur ferlið verið afar lærdómsríkt og mun nýtast vel við næstu verkefni. „Við reiknum með að þetta verkefni verði hið fyrsta af mörgum slíkum,“ segir hún. Návígi Audrey við þessar tignarlegu skepnur er mikið og aðspurð segir hún fólk átta sig fljótt á að systurnar eru gjörólíkar að skapgerð. „Litla Grá er mun frakkari og forvitnari. Hún vill helst vera miðpunktur athyglinnar. Litla Hvít er meira til baka og vill fylgjast með úr hæfilegri fjarlægð,“ segir Audrey. Audrey hefur dvalið í Vestmannaeyjum síðan í sumar og hlær dátt þegar blaðamaður spyr hana um hvernig hennar eigin aðlögun gangi. „Vestmannaeyingar hafa tekið mér afar vel. Þetta er stórkostlegur staður sem ég er heppin að fá að upplifa,“ segir Audrey og minnist sérstaklega á þátttöku sína í árlegum pysjubjörgunaraðgerðum. „Það var frábært ævintýri sem ég mun aldrei gleyma,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira