Gestur og Ragnar reyna til þrautar hjá yfirdeild MDE Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2019 06:30 Verjendurnir greina fjölmiðlum frá því á sínum tíma að þeir hafi sagt sig frá Al Thani-málinu. Fréttablaðið/Pjetur Mál lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall gegn íslenska ríkinu verður tekið fyrir hjá yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í morgunsárið. Samkvæmt dagskrá á málflutningurinn að hefjast klukkan 7:15 að íslenskum tíma. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem málflutningur fer fram í íslensku máli fyrir yfirdeildinni. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í október í fyrra að íslenska ríkið hefði hvorki brotið gegn Gesti Jónssyni né Ragnari Hall þegar lögmennirnir voru sektaðir um eina milljón króna hvor fyrir að segja sig frá málsvörn í Al-Thani málinu árið 2013. Geir Gestsson er lögmaður þeirra Gests og Ragnars. Málsaðilar fá hvor um sig hálftíma til að flytja mál sitt og 10 til 15 mínútur í seinni ræðu. „Það getur ekki gengið upp í réttarríki að menn frétti bara af því í pósti að þeir hafi verið sakfelldir í dómsmáli og dæmdir til refsingar,“ sagði Geir við Fréttablaðið í maí. Telja sig hafa orðið fyrir óréttlátri málsmeðferð Forsaga málsins er sú að Gestur og Ragnar sögðu sig frá störfum sínum sem verjendur bankamannanna Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu svokallaða. Þeir töldu að réttur skjólstæðinga sinna til réttlátrar málsmeðferðar og jafnræðis við ákæruvaldið við meðferð málsins hefði ítrekað verið þverbrotinn. Við dómsuppkvaðningu í héraði í málinu voru lögmennirnir sektaðir um eina milljón króna hvor en hvorugur var viðstaddur. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms og ákváðu Gestur og Ragnar að leita til MDE, ósáttir við að vera dæmdir í héraði án þess að fá að halda uppi málsvörn. Þeir voru ósáttir að hafa aðeins fengið að verjast á einu dómstigi. Mannréttindadómstóllinn var þessu ósammála og taldi að íslenska ríkið hefði ekki brotið á lögmönnunum tveimur. Þeir ákváðu að skjóta niðurstöðunni til yfirréttar MDE sem tekur málið fyrir í dag. Á borði yfirdeildar MDE er einnig Landsréttarmálið svokallaða sem tekið verður til umfjöllunar í mars 2020. Aðeins um fimm prósent mála sem óskað er eftir því að yfirdeildin taki til skoðunar fá náð fyrir augum yfirdeildar.Að neðan má sjá þegar Gestur og Ragnar mættu í Silfrið á Stöð 2 árið 2013 til að ræða málið. Dómsmál Tengdar fréttir Útvörður mannréttinda í sex áratugi Ísland hefur átt aðild að Mannréttindadómstól Evrópu frá stofnun fyrir sextíu árum og sent þangað á þriðja hundrað mála. Íslenskt mál er í fyrsta sinn á leið fyrir efri deild dómsins. Fréttablaðið fór yfir söguna og ræddi við lögmanninn sem flytja mun mál tveggja lögmanna sem telja íslenska dómstóla hafa brotið á sér. 25. maí 2019 07:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálsíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Mál lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall gegn íslenska ríkinu verður tekið fyrir hjá yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í morgunsárið. Samkvæmt dagskrá á málflutningurinn að hefjast klukkan 7:15 að íslenskum tíma. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem málflutningur fer fram í íslensku máli fyrir yfirdeildinni. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í október í fyrra að íslenska ríkið hefði hvorki brotið gegn Gesti Jónssyni né Ragnari Hall þegar lögmennirnir voru sektaðir um eina milljón króna hvor fyrir að segja sig frá málsvörn í Al-Thani málinu árið 2013. Geir Gestsson er lögmaður þeirra Gests og Ragnars. Málsaðilar fá hvor um sig hálftíma til að flytja mál sitt og 10 til 15 mínútur í seinni ræðu. „Það getur ekki gengið upp í réttarríki að menn frétti bara af því í pósti að þeir hafi verið sakfelldir í dómsmáli og dæmdir til refsingar,“ sagði Geir við Fréttablaðið í maí. Telja sig hafa orðið fyrir óréttlátri málsmeðferð Forsaga málsins er sú að Gestur og Ragnar sögðu sig frá störfum sínum sem verjendur bankamannanna Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu svokallaða. Þeir töldu að réttur skjólstæðinga sinna til réttlátrar málsmeðferðar og jafnræðis við ákæruvaldið við meðferð málsins hefði ítrekað verið þverbrotinn. Við dómsuppkvaðningu í héraði í málinu voru lögmennirnir sektaðir um eina milljón króna hvor en hvorugur var viðstaddur. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms og ákváðu Gestur og Ragnar að leita til MDE, ósáttir við að vera dæmdir í héraði án þess að fá að halda uppi málsvörn. Þeir voru ósáttir að hafa aðeins fengið að verjast á einu dómstigi. Mannréttindadómstóllinn var þessu ósammála og taldi að íslenska ríkið hefði ekki brotið á lögmönnunum tveimur. Þeir ákváðu að skjóta niðurstöðunni til yfirréttar MDE sem tekur málið fyrir í dag. Á borði yfirdeildar MDE er einnig Landsréttarmálið svokallaða sem tekið verður til umfjöllunar í mars 2020. Aðeins um fimm prósent mála sem óskað er eftir því að yfirdeildin taki til skoðunar fá náð fyrir augum yfirdeildar.Að neðan má sjá þegar Gestur og Ragnar mættu í Silfrið á Stöð 2 árið 2013 til að ræða málið.
Dómsmál Tengdar fréttir Útvörður mannréttinda í sex áratugi Ísland hefur átt aðild að Mannréttindadómstól Evrópu frá stofnun fyrir sextíu árum og sent þangað á þriðja hundrað mála. Íslenskt mál er í fyrsta sinn á leið fyrir efri deild dómsins. Fréttablaðið fór yfir söguna og ræddi við lögmanninn sem flytja mun mál tveggja lögmanna sem telja íslenska dómstóla hafa brotið á sér. 25. maí 2019 07:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálsíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Útvörður mannréttinda í sex áratugi Ísland hefur átt aðild að Mannréttindadómstól Evrópu frá stofnun fyrir sextíu árum og sent þangað á þriðja hundrað mála. Íslenskt mál er í fyrsta sinn á leið fyrir efri deild dómsins. Fréttablaðið fór yfir söguna og ræddi við lögmanninn sem flytja mun mál tveggja lögmanna sem telja íslenska dómstóla hafa brotið á sér. 25. maí 2019 07:30