Ákvörðun og ummælum Trumps forseta mótmælt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. október 2019 18:45 Tyrkir og Kúrdar mótmæltu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í dag eftir ákvörðun hans um að flytja herlið burt frá norðurhluta Sýrlands og rýma þannig fyrir innrás Tyrklandshers á yfirráðasvæði Kúrda. Með þessu er Trump sagður svíkja Kúrda, eina mikilvægustu bandamenn Bandaríkjanna í baráttunni við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Forsetinn sagði í gær að Bandaríkin hefðu verið of lengi í Sýrlandi. Ef Tyrkir gerðu eitthvað sem honum þóknaðist ekki myndi Trump gjöreyðileggja tyrkneska hagkerfið.Mótmæli Þeim ummælum var einmitt mótmælt í tyrknesku höfuðborginni Ankara í dag. „Við höfum safnast saman til að mótmæla því sem Bandaríkjaforseti tísti í gær, að hann myndi eyðileggja Tyrkland,“ sagði Aykur Dis, einn mótmælanda, í dag. Kúrdar í Sýrlandi eru ekki síður ósáttir, en þó af annarri ástæðu. Þeir líta svo á að Trump hafi stungið þá í bakið og óttast blóðbað. Særðir hermenn mótmæltu við skrifstofur Sameinuðu þjóðanna í Qamishli í Sýrlandi. „Við, íbúar norðausturhluta Sýrlands, köllum eftir því að alþjóðasamfélagið, mannúðarsamtök og Sameinuðu þjóðirnar skerist í leikinn,“ sagði Muthanna al-Aqli, hermaður í sveitum Kúrda.Vígbúnaður og umræður Mikill vígbúnaður er nú á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Þar hefur töluverð hernaðaruppbygging átt sér stað undanfarnar vikur. Hersveitir hliðhollar Tyrkjum í Sýrlandi hafa svo verið við stífar æfingar frá því tilkynnt var um að aðgerðin væri yfirvofandi. Ákvörðun Trumps um að draga hermenn frá Sýrlandi verður til umræðu á næsta ríkisstjórnarfundi, síðar í vikunni. Það sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í svari við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, á Alþingi í dag. Átök Kúrda og Tyrkja Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33 Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust í dag. Tyrkir áforma nú innrás á svæðið til þess að berjast við hersveitir Kúrda sem þar hafa yfirráð. 7. október 2019 19:15 Utanríkisráðherra segir ákvörðun Trumps vera áhyggjuefni: „Þarf oft ekki mikið til þess að kvikni í púðurtunnu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. 8. október 2019 17:19 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Tyrkir og Kúrdar mótmæltu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í dag eftir ákvörðun hans um að flytja herlið burt frá norðurhluta Sýrlands og rýma þannig fyrir innrás Tyrklandshers á yfirráðasvæði Kúrda. Með þessu er Trump sagður svíkja Kúrda, eina mikilvægustu bandamenn Bandaríkjanna í baráttunni við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Forsetinn sagði í gær að Bandaríkin hefðu verið of lengi í Sýrlandi. Ef Tyrkir gerðu eitthvað sem honum þóknaðist ekki myndi Trump gjöreyðileggja tyrkneska hagkerfið.Mótmæli Þeim ummælum var einmitt mótmælt í tyrknesku höfuðborginni Ankara í dag. „Við höfum safnast saman til að mótmæla því sem Bandaríkjaforseti tísti í gær, að hann myndi eyðileggja Tyrkland,“ sagði Aykur Dis, einn mótmælanda, í dag. Kúrdar í Sýrlandi eru ekki síður ósáttir, en þó af annarri ástæðu. Þeir líta svo á að Trump hafi stungið þá í bakið og óttast blóðbað. Særðir hermenn mótmæltu við skrifstofur Sameinuðu þjóðanna í Qamishli í Sýrlandi. „Við, íbúar norðausturhluta Sýrlands, köllum eftir því að alþjóðasamfélagið, mannúðarsamtök og Sameinuðu þjóðirnar skerist í leikinn,“ sagði Muthanna al-Aqli, hermaður í sveitum Kúrda.Vígbúnaður og umræður Mikill vígbúnaður er nú á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Þar hefur töluverð hernaðaruppbygging átt sér stað undanfarnar vikur. Hersveitir hliðhollar Tyrkjum í Sýrlandi hafa svo verið við stífar æfingar frá því tilkynnt var um að aðgerðin væri yfirvofandi. Ákvörðun Trumps um að draga hermenn frá Sýrlandi verður til umræðu á næsta ríkisstjórnarfundi, síðar í vikunni. Það sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í svari við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, á Alþingi í dag.
Átök Kúrda og Tyrkja Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33 Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust í dag. Tyrkir áforma nú innrás á svæðið til þess að berjast við hersveitir Kúrda sem þar hafa yfirráð. 7. október 2019 19:15 Utanríkisráðherra segir ákvörðun Trumps vera áhyggjuefni: „Þarf oft ekki mikið til þess að kvikni í púðurtunnu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. 8. október 2019 17:19 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33
Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust í dag. Tyrkir áforma nú innrás á svæðið til þess að berjast við hersveitir Kúrda sem þar hafa yfirráð. 7. október 2019 19:15
Utanríkisráðherra segir ákvörðun Trumps vera áhyggjuefni: „Þarf oft ekki mikið til þess að kvikni í púðurtunnu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. 8. október 2019 17:19
Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01