Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Heimir Már Pétursson skrifar 8. október 2019 13:33 Donald Trump tilkynnti flestum að óvörum í fyrrakvöld að hann ætlaði að kalla bandaríska hermenn frá Sýrlandi þar sem þeir hafa barist við hlið hersveita Kúrda í landinu gegn ISIS. AP Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti flestum að óvörum í fyrrakvöld að hann ætlaði að kalla bandaríska hermenn frá Sýrlandi þar sem þeir hafa barist við hlið hersveita Kúrda í landinu gegn ISIS. Kúrdar hafa einnig verið helstu bandamenn Bandaríkjastjórnar í Írak eftir stríðið þar en þeir sóttu ofsóknum í valdatíð Saddam Hussein. Tyrkir hafa einnig barist gegn Kúrdum við landamæri að Írak og líta á hersveitir þeirra sem hryðjuverkasamtök. Þeir hafa ákveðið að senda hersveitir inn í Sýrland og munu þá væntanlega ráðast gegn hersveitum Kúrda þar. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, vill að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra komi fyrir nefndina vegna þessarar stefnubreytingar helstu bandalagsþjóðar Íslendinga í Atlantshafsbandalaginu. „Það er uppi alvarleg staða vegna ákvörðunar Trump sem í raun er tekin í einhvers konar fljótfærni og gefur forseta Tyrklands undir fótinn um að hann geti ráðist inn í Sýrland,“ segir Logi.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelmÞað sé alvarlegt þegar munnurinn á forseta öflugasta ríkis heims sé orðinn helsta ógin við heimsfirðinn. Það sé erfitt að eiga við þann ófyrirsjánleika sem fylgi utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Það sé ástæða til að óttast um hag Kúrda eftir þessa ákvörðun.En er eitthvað sem utanríkisráðherra Íslands getur gert til að breyta þessari stöðu? „Nei, í sjálfu sér getur hann kannski ekki breytt þessari stöðu svona einn, tveir og þrír. En hins vegar er sjálfsagt að hann eigi við okkur samræður um ástandið. Hvernig hann lítur á málin. Hvort það er eitthvað tilefni til að Ísland gefi út yfirlýsingu eða annað. Og síðan eins og ég sagði, í ljósi þessarar furðulegu samskipta Bandaríkjaforseta og núverandi Bandaríkjastjórnar við ráðamenn ýmissa ríkja á undanförnum mánuðum er full ástæða spyrja aðeins nánar út í þessa fundi sem hafa verið við okkar fólk,“ segir Logi Einarsson. Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti flestum að óvörum í fyrrakvöld að hann ætlaði að kalla bandaríska hermenn frá Sýrlandi þar sem þeir hafa barist við hlið hersveita Kúrda í landinu gegn ISIS. Kúrdar hafa einnig verið helstu bandamenn Bandaríkjastjórnar í Írak eftir stríðið þar en þeir sóttu ofsóknum í valdatíð Saddam Hussein. Tyrkir hafa einnig barist gegn Kúrdum við landamæri að Írak og líta á hersveitir þeirra sem hryðjuverkasamtök. Þeir hafa ákveðið að senda hersveitir inn í Sýrland og munu þá væntanlega ráðast gegn hersveitum Kúrda þar. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, vill að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra komi fyrir nefndina vegna þessarar stefnubreytingar helstu bandalagsþjóðar Íslendinga í Atlantshafsbandalaginu. „Það er uppi alvarleg staða vegna ákvörðunar Trump sem í raun er tekin í einhvers konar fljótfærni og gefur forseta Tyrklands undir fótinn um að hann geti ráðist inn í Sýrland,“ segir Logi.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelmÞað sé alvarlegt þegar munnurinn á forseta öflugasta ríkis heims sé orðinn helsta ógin við heimsfirðinn. Það sé erfitt að eiga við þann ófyrirsjánleika sem fylgi utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Það sé ástæða til að óttast um hag Kúrda eftir þessa ákvörðun.En er eitthvað sem utanríkisráðherra Íslands getur gert til að breyta þessari stöðu? „Nei, í sjálfu sér getur hann kannski ekki breytt þessari stöðu svona einn, tveir og þrír. En hins vegar er sjálfsagt að hann eigi við okkur samræður um ástandið. Hvernig hann lítur á málin. Hvort það er eitthvað tilefni til að Ísland gefi út yfirlýsingu eða annað. Og síðan eins og ég sagði, í ljósi þessarar furðulegu samskipta Bandaríkjaforseta og núverandi Bandaríkjastjórnar við ráðamenn ýmissa ríkja á undanförnum mánuðum er full ástæða spyrja aðeins nánar út í þessa fundi sem hafa verið við okkar fólk,“ segir Logi Einarsson.
Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01