Ræktendurnir í Þykkvabæ fengu skilorðsbundna dóma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2019 12:11 Umfangsmikil kannabisræktun var starfrækt í útihúsi við bóndabæinn í Þykkvabæ. Myndin er úr safni. Lögreglan Tveir karlmenn og ein kona fengu skilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild að kannabisræktun við bóndabæ nærri Þykkvabæ. Var þeim gefið að sök brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa í útihúsi við bóndabæ nærri Þykkvabæ, þar sem tvö þeirra eiga heima, haft í vörslum sínum, í sölu- og dreifingarskyni, samtals 206 kannabisplöntur, rúmlega 100 grömm af kannabisstönglum og rúmlega 800 grömm af maríhúana. Áttu þau að hafa um nokkurt skeið fram til dagsins 9. júní í sumar, þegar upp komst um athæfið, ræktað plönturnar. Fólkið játaði brot sín fyrir dómi og var því ekki aðalmeðferð í málinu. Karlmaður á sjötugsaldri og kona á sextugsaldri, sem búsett eru á bænum fengu tíu mánaða dóm annars vegar og átta mánaða dóm hins vegar. Báðir dómarnir eru skilorðsbundnir. Tæplega fertugur karlmaður var auk þess sem getið var að framan ákærður fyrir brot gegn lögum um bann við frammistöðubætandi efnum og lyfjum. Fundist á heimili hans í Seljahverfinu í Reykjavík 11 millilítrar af stungulyfinu nandrolon og sjö millilítrar af stungulyfingu testosteron. Var hann dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Þrír menn, sem sæta ákæru fyrir umfangsmikla amfetamínsframleiðslu í Borgarfirði, eru sömuleiðis ákærðir fyrir aðild sína að ræktuninni í Þykkvabæ. Það mál hefur verið skilið að og verður tekið til meðferðar sérstaklega.Í vikunni hafnaði Landsréttar kröfu verjenda mannanna um aðgang að upptökum og dagbókarfærslum lögreglu í málinu.Dóminn í heild má lesa hér. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Rangárþing ytra Tengdar fréttir Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Tveir karlmenn og ein kona fengu skilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild að kannabisræktun við bóndabæ nærri Þykkvabæ. Var þeim gefið að sök brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa í útihúsi við bóndabæ nærri Þykkvabæ, þar sem tvö þeirra eiga heima, haft í vörslum sínum, í sölu- og dreifingarskyni, samtals 206 kannabisplöntur, rúmlega 100 grömm af kannabisstönglum og rúmlega 800 grömm af maríhúana. Áttu þau að hafa um nokkurt skeið fram til dagsins 9. júní í sumar, þegar upp komst um athæfið, ræktað plönturnar. Fólkið játaði brot sín fyrir dómi og var því ekki aðalmeðferð í málinu. Karlmaður á sjötugsaldri og kona á sextugsaldri, sem búsett eru á bænum fengu tíu mánaða dóm annars vegar og átta mánaða dóm hins vegar. Báðir dómarnir eru skilorðsbundnir. Tæplega fertugur karlmaður var auk þess sem getið var að framan ákærður fyrir brot gegn lögum um bann við frammistöðubætandi efnum og lyfjum. Fundist á heimili hans í Seljahverfinu í Reykjavík 11 millilítrar af stungulyfinu nandrolon og sjö millilítrar af stungulyfingu testosteron. Var hann dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Þrír menn, sem sæta ákæru fyrir umfangsmikla amfetamínsframleiðslu í Borgarfirði, eru sömuleiðis ákærðir fyrir aðild sína að ræktuninni í Þykkvabæ. Það mál hefur verið skilið að og verður tekið til meðferðar sérstaklega.Í vikunni hafnaði Landsréttar kröfu verjenda mannanna um aðgang að upptökum og dagbókarfærslum lögreglu í málinu.Dóminn í heild má lesa hér.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Rangárþing ytra Tengdar fréttir Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34
Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45