Útiloka samkomulag um Brexit eftir símtal Johnson og Merkel Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2019 10:43 Johnson og Merkel með Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, á milli sín á G7-fundi fyrr á þessu ári. Vísir/EPA Breska ríkisstjórnin telur útilokað að hægt verði að semja um forsendur útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu eftir símtal Boris Johnson forsætisráðherra og Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Merkel hafi gert honum ljóst að litlar líkur væru á að byggjandi væri á tillögum hans.Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í heimildarmann innan bresku ríkisstjórnarinnar um símtal Johnson og Merkel. Þýska ríkisstjórnin hefur aftur á móti ekki birt sína lýsingu á símtalinu. Breski embættismaðurinn heldur því fram að Merkel hafi sett það skilyrði fyrir útgöngusamningi að Norður-Írland verði áfram innan tollabandalags Evrópusambandsins. Heimildir BBC innan Evrópusambandsins herma að lýsingin á ummælum Merkel sé ekki í samræmi við formlega afstöðu sambandsins. „Þettar er ekki orðalag okkar,“ segir evrópskur embættismaður við fréttaritara BBC. Tillögur Johnson til Evrópusambandsins um breytingar á útgöngusamningi sem Theresa May, forveri hans í embætti, gerði hafa fallið í grýttan jarðveg. Johnson vill þannig losna við írsku baktrygginguna svonefndu, ákvæði sem gerir ráð fyrir að Norður-Írland verði tímabundið áfram inna tollabandalagsins til að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hörð landamæri innan Írlands. Að óbreyttu eiga Bretar að ganga úr Evrópusambandinu 31. október. Johnson hefur fullyrt að það gerist með eða án útgöngusamnings, þrátt fyrir að þingið hafi samþykkt lög sem skikka hann til að óska eftir fresti takist honum ekki að fá nýjan útgöngusamning eða vilyrði fyrir útgöngu án samnings samþykkt í þinginu. Verkamannaflokkurinn sakar ríkisstjórn Johnson um að reyna að skemma fyrir viðræðunum við Evrópusambandið og að neita að taka ábyrgð á eigin mistökum í að leggja fram raunhæfan samning. Bretland Brexit Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Bretar útlisti Brexit-hugmyndir sínar að fullu Forsætisráðherra Írlands hefur sakað forsætisráðherra Breta um að afvegaleiða umræðuna og gera lítið úr áhrifum áætlunar bresku stjórnarinnar á efnahagslíf Íra. 4. október 2019 07:15 Macron setur Johnson afarkosti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni. 7. október 2019 08:05 Dómstóll hafnar kröfu um frestun Brexit Kröfur stefnenda ganga út á að knýja Johnson forsætisráðherra til að fara að lögum sem breska þingið samþykkti um útgönguna úr Evrópusambandinu. 7. október 2019 12:12 Óánægja með Brexit-tillögur Johnsons Hvorki breska stjórnarandstaðan né ráðamenn innan Evrópusambandsins sætta sig við tillögur ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Bretlands eftir Brexit. 3. október 2019 18:45 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Breska ríkisstjórnin telur útilokað að hægt verði að semja um forsendur útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu eftir símtal Boris Johnson forsætisráðherra og Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Merkel hafi gert honum ljóst að litlar líkur væru á að byggjandi væri á tillögum hans.Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í heimildarmann innan bresku ríkisstjórnarinnar um símtal Johnson og Merkel. Þýska ríkisstjórnin hefur aftur á móti ekki birt sína lýsingu á símtalinu. Breski embættismaðurinn heldur því fram að Merkel hafi sett það skilyrði fyrir útgöngusamningi að Norður-Írland verði áfram innan tollabandalags Evrópusambandsins. Heimildir BBC innan Evrópusambandsins herma að lýsingin á ummælum Merkel sé ekki í samræmi við formlega afstöðu sambandsins. „Þettar er ekki orðalag okkar,“ segir evrópskur embættismaður við fréttaritara BBC. Tillögur Johnson til Evrópusambandsins um breytingar á útgöngusamningi sem Theresa May, forveri hans í embætti, gerði hafa fallið í grýttan jarðveg. Johnson vill þannig losna við írsku baktrygginguna svonefndu, ákvæði sem gerir ráð fyrir að Norður-Írland verði tímabundið áfram inna tollabandalagsins til að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hörð landamæri innan Írlands. Að óbreyttu eiga Bretar að ganga úr Evrópusambandinu 31. október. Johnson hefur fullyrt að það gerist með eða án útgöngusamnings, þrátt fyrir að þingið hafi samþykkt lög sem skikka hann til að óska eftir fresti takist honum ekki að fá nýjan útgöngusamning eða vilyrði fyrir útgöngu án samnings samþykkt í þinginu. Verkamannaflokkurinn sakar ríkisstjórn Johnson um að reyna að skemma fyrir viðræðunum við Evrópusambandið og að neita að taka ábyrgð á eigin mistökum í að leggja fram raunhæfan samning.
Bretland Brexit Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Bretar útlisti Brexit-hugmyndir sínar að fullu Forsætisráðherra Írlands hefur sakað forsætisráðherra Breta um að afvegaleiða umræðuna og gera lítið úr áhrifum áætlunar bresku stjórnarinnar á efnahagslíf Íra. 4. október 2019 07:15 Macron setur Johnson afarkosti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni. 7. október 2019 08:05 Dómstóll hafnar kröfu um frestun Brexit Kröfur stefnenda ganga út á að knýja Johnson forsætisráðherra til að fara að lögum sem breska þingið samþykkti um útgönguna úr Evrópusambandinu. 7. október 2019 12:12 Óánægja með Brexit-tillögur Johnsons Hvorki breska stjórnarandstaðan né ráðamenn innan Evrópusambandsins sætta sig við tillögur ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Bretlands eftir Brexit. 3. október 2019 18:45 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Bretar útlisti Brexit-hugmyndir sínar að fullu Forsætisráðherra Írlands hefur sakað forsætisráðherra Breta um að afvegaleiða umræðuna og gera lítið úr áhrifum áætlunar bresku stjórnarinnar á efnahagslíf Íra. 4. október 2019 07:15
Macron setur Johnson afarkosti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni. 7. október 2019 08:05
Dómstóll hafnar kröfu um frestun Brexit Kröfur stefnenda ganga út á að knýja Johnson forsætisráðherra til að fara að lögum sem breska þingið samþykkti um útgönguna úr Evrópusambandinu. 7. október 2019 12:12
Óánægja með Brexit-tillögur Johnsons Hvorki breska stjórnarandstaðan né ráðamenn innan Evrópusambandsins sætta sig við tillögur ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Bretlands eftir Brexit. 3. október 2019 18:45