Kulnun í starfi er flókið og alvarlegt fyrirbæri Elín Albertsdóttir skrifar 8. október 2019 09:00 Linda Bára Lýðsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri hjá VIRK, segir að sem betur fer séu alvarleg tilvik kulnunar ekki algeng. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mikið hefur verið rætt um kulnun í starfi á undanförnum mánuðum hér á landi. Að sögn Lindu Báru Lýðsdóttur, sálfræðings og sviðsstjóra hjá VIRK, þarf þó margt að koma til svo að fólk endi með alvarleg einkenni kulnunar. Linda Bára segir að í hruninu árið 2008 hafi verið bent á að afleiðingar þess gætu komið síðar, eða sjö til tíu árum. Gögn frá Finnlandi sýndu þá staðreynd. „Hugsanlega erum við enn að upplifa afleiðingar hrunsins,“ segir hún. „Auk þess er mikill hraði í samfélaginu og mikið álag fylgir því að sinna of mörgum verkefnum í einu. Þá þykir sjálfsagt að stunda nám meðfram vinnu auk þess að sjá um heimili. Ýmsar getgátur eru uppi en það getur verið erfitt að benda á einn áhrifaþátt álags, streitu og kulnunar í starfi,“ segir hún.Misjöfn nálgunÞegar Linda Bára er spurð af hverju umræðan hafi verið svona mikil undanfarið svarar hún: „Því er erfitt að svara. Er það út af raunverulegri aukningu í kulnun eða erum við bara duglegri að ræða um fyrirbærið kulnun? Þetta er ekki séríslenskt, í Evrópu hefur umræðan verið mikil síðastliðin ár þótt nálgun annarra landa á kulnun hafi verið misjöfn. Svíar hafa verið framarlega í umræðunni og hvað duglegastir að rannsaka kulnun. Árið 2006 ákváðu þeir að skilgreina kulnunarástand sem geðsjúkdóm sem einkenndist af mikilli örmögnun. Þessi nálgun á kulnun er ekki í samræmi við nálgun Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) en samkvæmt hennar skilgreiningu er kulnun ekki talin vera sjúkdómur heldur ástand sem stafar af starfstengdum þáttum og þá sérstaklega langvarandi streitu í starfi sem starfsmaður nær ekki að hafa stjórn á. Hollendingar hafa einnig verið framarlega í umræðunni um kulnun en þeirra nálgun er í samræmi við WHO,“ útskýrir Linda Bára.Röng greining„Almennt byrjaði umræða um kulnun ekki að ráði fyrr en upp úr 1997 en þá kom út bók eftir Christina Maslach, The Truth About Burnout, þar sem fjallað var um þetta fyrirbæri. Það vill svo vel til að Christina Maslach mun halda fyrirlestur hér á landi á vegum VIRK, Embættis landlæknis og Vinnueftirlitsins næsta vor. Umræðan hefur því varað í talsvert langan tíma þótt hún sé nýrri hér á landi. Einhverjir fagaðilar hafa þó vissulega bent á skaðsemi langvarandi álags og fjallað um kulnun í töluverðan tíma. Hér hefur ekki verið mótuð ákveðin stefna í þessum málum en við sem störfum hjá VIRK höfum kallað eftir því. Það getur verið erfitt að meta hversu algeng kulnun í starfi er hér á landi vegna þess að rannsóknir vantar. Sumir sem finna fyrir kulnun í starfi eru ranglega greindir með þunglyndi og kvíða. Aðrir eru taldir vera með kulnun þegar þeir eru í raun að kljást við annað, eins og áfallastreituröskun. Þá á umræðan á Íslandi það til að vera töluvert öfgakennd, samanber að „allir“ séu að upplifa kulnun,“ bendir Linda Bára á. Hún upplýsir að tiltölulega fáir upplifi alvarleg einkenni kulnunar þannig að þeir brotni algjörlega og séu frá vinnu í langan tíma. „Margir upplifa tímabundið einkenni álags, það er streitu en ná að vinna sig út úr henni með aðstoð vinnustaðarins eða annarra en þeir bugast ekki algjörlega eins og gerist við kulnun.“Örmögnun og hamlandi þreytaLinda segir að talið sé að kulnun einkennist af þremur þáttum. „Í fyrsta lagi örmögnun, óeðlileg, hamlandi þreyta og algjört úthaldsleysi. Í öðru lagi andleg fjarvera eða mjög neikvætt viðhorf gagnvart öllu sem tengist starfi, hvort sem það eru verkefni eða samstarfsfélagar. Að lokum dvínandi árangur í starfi. Eigið mat á getu til að sinna starfi verður neikvætt og árangur slakur. Hætt er við að örmögnun verði viðvarandi og að einstaklingur geti fundið fyrir depurð og orðið þunglyndur. Auk þess verða kvíðaeinkenni stöðug og svefn slitróttur. Einbeiting verður slök og miklar minnisskerðingar geta komið fram. Þetta eru því mjög alvarleg einkenni og skaðinn mikill. Mikilvægt er þó að ítreka að fæstir finna fyrir þessum alvarlegu einkennum, flestir sem telja sig finna fyrir kulnun ná að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða áður en í óefni er komið,“ segir hún.Umræðan á Íslandi á það til að vera töluvert öfgakennd, samanber að „allir“ eru að upplifa kulnun.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLILinda bendir á að flest þolum við vel tímabundið álag en þegar það verður viðvarandi í langan tíma geti það haft heilsuspillandi áhrif. „Skortur á viðurkenningu og umbun hefur líka áhrif, ef einstaklingur upplifir ekki sanngirni og réttlæti í starfsumhverfi sínu, eða ef skortur er á trausti og stuðningi og átök algeng þá aukast líkur á kulnun. Það getur verið flókið að finna út hvað í vinnuumhverfinu veldur álagi hjá starfsmanni og einföldun að vísa bara til stöðu verkefna. Sömuleiðis er það einföldun að halda að stytting vinnuvikunnar ein og sér geti dregið úr álagi og þar af leiðandi dregið úr líkum á kulnun. Það þarf að huga að verkefnastöðu á vinnutíma, hvort starfsmanni líði vel í vinnunni og hvort hann upplifi sig hafa stjórn á aðstæðum. Það er okkur lífsnauðsynlegt að hafa stjórn á eigin lífi hvort sem það er í starfi eða annars staðar. Að stytta vinnuvikuna á vinnustöðum þar sem verkefnastaðan breytist ekki, starfsandinn er lélegur og samskiptaörðugleikar algengir mun ekki draga úr álagi og árangur af því inngripi verður takmarkaður enda hafa erlendar rannsóknir bent á þá staðreynd. Ef stytting vinnuvikunnar er aftur á móti vel undirbúin á vinnustaðnum getur hún verið jákvæð. Stjórnun hefur einnig mikil áhrif á hvort starfsmenn upplifa álag í starfi. Það er mikilvægt að hlúa að stjórnendum og gera þeim kleift að skapa umhverfi þar sem starfsmenn geta sinnt starfi sínu og liðið vel í vinnunni. Oft eru stjórnendur sjálfir undir miklu álagi og verkefnin of mörg.“Einkalífið hefur áhrif Linda Bára segir að erfiðleikar í einkalífi hafi líka mikið að segja. „Við getum brotnað undan álagi heima fyrir, bugast eða örmagnast, til dæmis vegna langvarandi veikinda náins ættingja, fjárhagsáhyggna, skilnaðar eða annarra áfalla. Ef við búum við langvarandi stöðuga streitu sem við náum ekki að hafa stjórn á, þrátt fyrir ýmsar aðgerðir, þá hefur það alvarleg neikvæð áhrif á okkur, bæði andlega og líkamlega,“ segir hún. Aðspurð segir Linda að ekkert bendi til þess að líffræðilega séu konur líklegri til að kulna í starfi. „Allir sem eru undir langvarandi streituálagi geta bugast. Aftur á móti hefur verið bent á að á vinnustöðum þar sem konur eru í meirihluta starfsmanna eru aðstæður mjög oft ekki góðar. Undirmönnun, of þétt verkefnastaða og flókin og erfið samskipti við aðra. Við sjáum þetta sérstaklega í umönnunarstörfum, kennslu, hjúkrun og fleiru. Einnig eru konur líklegri til að bera ábyrgðina á aðstæðum heima fyrir og eru oftar í því hlutverki að þurfa að sinna öðrum fjölskyldumeðlimum þegar eitthvað kemur upp á, veikindi eða annað. Þannig að hugsanlega eru aðstæður sumra kvenna þannig að þeim finnist þær ekki ná tökum á stöðugu álagi þrátt fyrir ýmis inngrip. Ef karlmenn finna sig í svipuðum aðstæðum þá geta þeir vissulega fundið fyrir kulnun.“Flókið ferli Linda segir að það sé misjafnt hvort vinnuveitendur hafi skilning á því ef starfsmaður veikist. „Á meðan okkur hjá VIRK finnst að vinnustaðir séu almennt að sinna þessum málum og vanda sig þá heyrum við af öðrum þar sem staðan er slæm og takmarkaður áhugi til að hlúa að starfsfólkinu. Almennt tel ég að vakning sé að verða, að flestir stjórnendur vilji að starfsfólkinu líði vel í vinnunni og séu tilbúnir til að grípa til aðgerða. Það getur þó verið flókið ferli og oft þurfa vinnuveitendur að fá aðstoð. Við hjá VIRK höfum farið í gang með forvarnaverkefnið Velvirk og á heimasíðunni, velvirk.?is geta bæði starfsmenn og vinnuveitendur lesið sér til um þessi mál. Einnig erum við í samstarfi við Embætti landlæknis og Vinnueftirlitið að vinna að heilsueflandi viðmiðum fyrir vinnustaði í anda viðmiða embættisins fyrir skóla og samfélög,“ segir hún. Linda bætir við að öll umræða um kulnun í starfi sé af hinu góða svo framarlega sem hún sé vönduð. „Kulnun er flókið fyrirbæri. Það hefur mikil áhersla verið á einstaklinginn sjálfan, að hann eða hún þurfi að vinna í þessu, vera ákveðnari, setja sér mörk, vinna í sínum einkennum, fara í slökun, og þess háttar. Auðvitað er mikilvægt að hver og einn sinni sér en af því að þetta er vinnutengt ástand þá þurfa vinnustaðir að bregðast við, sérstaklega ef fjarvera vegna veikinda er mjög algeng og starfsmenn hverfa frá vegna álags. Það er ekki nóg að huga að stjórnun heldur þarf að skoða aðra þætti eins og hvort þurfi að bæta við stöðugildum eða skýra betur hlutverk hvers og eins. Aðbúnaður þarf að vera góður og sveigjanleiki til staðar. Mikilvægt er að huga að því að starfsfólki líði vel í vinnu þann tíma sem það er á staðnum, að það kvíði ekki fyrir að mæta. Þeir sem lenda í alvarlegri kulnun geta þurft töluverðan tíma til að ná sér. Í verstu tilfellunum geta þeir verið frá vinnu í allt að tvö ár. Nýlegar rannsóknir benda til þess að einkenni geti jafnvel varað lengur þótt einstaklingur treysti sér aftur í vinnu,“ segir hún.Best að bregðast strax við Eins og Linda bendir á eru fáir að kljást við alvarleg einkenni kulnunar. Frekar að fólk sé að finna fyrir streitutengdum einkennum. „Því fyrr sem brugðist er við, þeim mun líklegra er að hægt sé að koma í veg fyrir alvarlegt ástand kulnunar. Vissulega er gott að fólk geti snúið aftur á sinn gamla vinnustað en þá þarf vinnustaðurinn í sumum tilfellum að breytast eða starfsmaðurinn að fá annað hlutverk við aðrar aðstæður en voru þegar kulnun þróaðist. Stundum er það gerlegt en ef ekki þá er betra að einstaklingur leiti á ný mið og finni sér annan starfsvettvang. Í bókinni Þegar kona brotnar sem Sirrý Arnardóttir skrifaði í samstarfi við VIRK kemur einmitt fram hvernig konur sem meðal annars upplifðu kulnun náðu að fóta sig aftur. Í öllum tilfellum var um mikla uppbyggingu að ræða, bæði hjá konunum sjálfum en einnig í nærumhverfi þeirra.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjöldi öryrkja tvöfaldast: Stór ástæða kulnun og streita Fjöldi öryrkja hefur ríflega tvöfaldast frá aldamótum og bregðast gæti þurft við með aðgerðum í ríkisfjármálum haldi þróunin áfram með sama hætti. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir streitu og kulnun á vinnumarkaði stóra ástæðu og telur að stytta þurfi vinnuvikuna. Umdeilt frumvarp um starfsgetumat verður líklega lagt fram í vor. 7. september 2019 19:30 Sjúklingar og starfsfólk á gjörgæslu Landspítalans líða fyrir undirmönnun Deildarstjóri gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut segir alvarlegan skort á hjúkrunarfræðingum á deildinni. Ef nýta ætti öll rúm sem eru til staðar þyrfti að ráða í tíu til tólf stöðugildi. Hann segir mikið álag á starfsfólk nú þegar og of algengt að fresta þurfi aðgerðum. 18. apríl 2019 14:00 Fann fyrir kulnun, seldi allar sínar eigur og fór í heimsreisu Fyrrverandi kennarinn og skólastjórinn Guðrún Pétursdóttir var komin að kulnun í starfi þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur. 30. ágúst 2019 15:41 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um kulnun í starfi á undanförnum mánuðum hér á landi. Að sögn Lindu Báru Lýðsdóttur, sálfræðings og sviðsstjóra hjá VIRK, þarf þó margt að koma til svo að fólk endi með alvarleg einkenni kulnunar. Linda Bára segir að í hruninu árið 2008 hafi verið bent á að afleiðingar þess gætu komið síðar, eða sjö til tíu árum. Gögn frá Finnlandi sýndu þá staðreynd. „Hugsanlega erum við enn að upplifa afleiðingar hrunsins,“ segir hún. „Auk þess er mikill hraði í samfélaginu og mikið álag fylgir því að sinna of mörgum verkefnum í einu. Þá þykir sjálfsagt að stunda nám meðfram vinnu auk þess að sjá um heimili. Ýmsar getgátur eru uppi en það getur verið erfitt að benda á einn áhrifaþátt álags, streitu og kulnunar í starfi,“ segir hún.Misjöfn nálgunÞegar Linda Bára er spurð af hverju umræðan hafi verið svona mikil undanfarið svarar hún: „Því er erfitt að svara. Er það út af raunverulegri aukningu í kulnun eða erum við bara duglegri að ræða um fyrirbærið kulnun? Þetta er ekki séríslenskt, í Evrópu hefur umræðan verið mikil síðastliðin ár þótt nálgun annarra landa á kulnun hafi verið misjöfn. Svíar hafa verið framarlega í umræðunni og hvað duglegastir að rannsaka kulnun. Árið 2006 ákváðu þeir að skilgreina kulnunarástand sem geðsjúkdóm sem einkenndist af mikilli örmögnun. Þessi nálgun á kulnun er ekki í samræmi við nálgun Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) en samkvæmt hennar skilgreiningu er kulnun ekki talin vera sjúkdómur heldur ástand sem stafar af starfstengdum þáttum og þá sérstaklega langvarandi streitu í starfi sem starfsmaður nær ekki að hafa stjórn á. Hollendingar hafa einnig verið framarlega í umræðunni um kulnun en þeirra nálgun er í samræmi við WHO,“ útskýrir Linda Bára.Röng greining„Almennt byrjaði umræða um kulnun ekki að ráði fyrr en upp úr 1997 en þá kom út bók eftir Christina Maslach, The Truth About Burnout, þar sem fjallað var um þetta fyrirbæri. Það vill svo vel til að Christina Maslach mun halda fyrirlestur hér á landi á vegum VIRK, Embættis landlæknis og Vinnueftirlitsins næsta vor. Umræðan hefur því varað í talsvert langan tíma þótt hún sé nýrri hér á landi. Einhverjir fagaðilar hafa þó vissulega bent á skaðsemi langvarandi álags og fjallað um kulnun í töluverðan tíma. Hér hefur ekki verið mótuð ákveðin stefna í þessum málum en við sem störfum hjá VIRK höfum kallað eftir því. Það getur verið erfitt að meta hversu algeng kulnun í starfi er hér á landi vegna þess að rannsóknir vantar. Sumir sem finna fyrir kulnun í starfi eru ranglega greindir með þunglyndi og kvíða. Aðrir eru taldir vera með kulnun þegar þeir eru í raun að kljást við annað, eins og áfallastreituröskun. Þá á umræðan á Íslandi það til að vera töluvert öfgakennd, samanber að „allir“ séu að upplifa kulnun,“ bendir Linda Bára á. Hún upplýsir að tiltölulega fáir upplifi alvarleg einkenni kulnunar þannig að þeir brotni algjörlega og séu frá vinnu í langan tíma. „Margir upplifa tímabundið einkenni álags, það er streitu en ná að vinna sig út úr henni með aðstoð vinnustaðarins eða annarra en þeir bugast ekki algjörlega eins og gerist við kulnun.“Örmögnun og hamlandi þreytaLinda segir að talið sé að kulnun einkennist af þremur þáttum. „Í fyrsta lagi örmögnun, óeðlileg, hamlandi þreyta og algjört úthaldsleysi. Í öðru lagi andleg fjarvera eða mjög neikvætt viðhorf gagnvart öllu sem tengist starfi, hvort sem það eru verkefni eða samstarfsfélagar. Að lokum dvínandi árangur í starfi. Eigið mat á getu til að sinna starfi verður neikvætt og árangur slakur. Hætt er við að örmögnun verði viðvarandi og að einstaklingur geti fundið fyrir depurð og orðið þunglyndur. Auk þess verða kvíðaeinkenni stöðug og svefn slitróttur. Einbeiting verður slök og miklar minnisskerðingar geta komið fram. Þetta eru því mjög alvarleg einkenni og skaðinn mikill. Mikilvægt er þó að ítreka að fæstir finna fyrir þessum alvarlegu einkennum, flestir sem telja sig finna fyrir kulnun ná að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða áður en í óefni er komið,“ segir hún.Umræðan á Íslandi á það til að vera töluvert öfgakennd, samanber að „allir“ eru að upplifa kulnun.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLILinda bendir á að flest þolum við vel tímabundið álag en þegar það verður viðvarandi í langan tíma geti það haft heilsuspillandi áhrif. „Skortur á viðurkenningu og umbun hefur líka áhrif, ef einstaklingur upplifir ekki sanngirni og réttlæti í starfsumhverfi sínu, eða ef skortur er á trausti og stuðningi og átök algeng þá aukast líkur á kulnun. Það getur verið flókið að finna út hvað í vinnuumhverfinu veldur álagi hjá starfsmanni og einföldun að vísa bara til stöðu verkefna. Sömuleiðis er það einföldun að halda að stytting vinnuvikunnar ein og sér geti dregið úr álagi og þar af leiðandi dregið úr líkum á kulnun. Það þarf að huga að verkefnastöðu á vinnutíma, hvort starfsmanni líði vel í vinnunni og hvort hann upplifi sig hafa stjórn á aðstæðum. Það er okkur lífsnauðsynlegt að hafa stjórn á eigin lífi hvort sem það er í starfi eða annars staðar. Að stytta vinnuvikuna á vinnustöðum þar sem verkefnastaðan breytist ekki, starfsandinn er lélegur og samskiptaörðugleikar algengir mun ekki draga úr álagi og árangur af því inngripi verður takmarkaður enda hafa erlendar rannsóknir bent á þá staðreynd. Ef stytting vinnuvikunnar er aftur á móti vel undirbúin á vinnustaðnum getur hún verið jákvæð. Stjórnun hefur einnig mikil áhrif á hvort starfsmenn upplifa álag í starfi. Það er mikilvægt að hlúa að stjórnendum og gera þeim kleift að skapa umhverfi þar sem starfsmenn geta sinnt starfi sínu og liðið vel í vinnunni. Oft eru stjórnendur sjálfir undir miklu álagi og verkefnin of mörg.“Einkalífið hefur áhrif Linda Bára segir að erfiðleikar í einkalífi hafi líka mikið að segja. „Við getum brotnað undan álagi heima fyrir, bugast eða örmagnast, til dæmis vegna langvarandi veikinda náins ættingja, fjárhagsáhyggna, skilnaðar eða annarra áfalla. Ef við búum við langvarandi stöðuga streitu sem við náum ekki að hafa stjórn á, þrátt fyrir ýmsar aðgerðir, þá hefur það alvarleg neikvæð áhrif á okkur, bæði andlega og líkamlega,“ segir hún. Aðspurð segir Linda að ekkert bendi til þess að líffræðilega séu konur líklegri til að kulna í starfi. „Allir sem eru undir langvarandi streituálagi geta bugast. Aftur á móti hefur verið bent á að á vinnustöðum þar sem konur eru í meirihluta starfsmanna eru aðstæður mjög oft ekki góðar. Undirmönnun, of þétt verkefnastaða og flókin og erfið samskipti við aðra. Við sjáum þetta sérstaklega í umönnunarstörfum, kennslu, hjúkrun og fleiru. Einnig eru konur líklegri til að bera ábyrgðina á aðstæðum heima fyrir og eru oftar í því hlutverki að þurfa að sinna öðrum fjölskyldumeðlimum þegar eitthvað kemur upp á, veikindi eða annað. Þannig að hugsanlega eru aðstæður sumra kvenna þannig að þeim finnist þær ekki ná tökum á stöðugu álagi þrátt fyrir ýmis inngrip. Ef karlmenn finna sig í svipuðum aðstæðum þá geta þeir vissulega fundið fyrir kulnun.“Flókið ferli Linda segir að það sé misjafnt hvort vinnuveitendur hafi skilning á því ef starfsmaður veikist. „Á meðan okkur hjá VIRK finnst að vinnustaðir séu almennt að sinna þessum málum og vanda sig þá heyrum við af öðrum þar sem staðan er slæm og takmarkaður áhugi til að hlúa að starfsfólkinu. Almennt tel ég að vakning sé að verða, að flestir stjórnendur vilji að starfsfólkinu líði vel í vinnunni og séu tilbúnir til að grípa til aðgerða. Það getur þó verið flókið ferli og oft þurfa vinnuveitendur að fá aðstoð. Við hjá VIRK höfum farið í gang með forvarnaverkefnið Velvirk og á heimasíðunni, velvirk.?is geta bæði starfsmenn og vinnuveitendur lesið sér til um þessi mál. Einnig erum við í samstarfi við Embætti landlæknis og Vinnueftirlitið að vinna að heilsueflandi viðmiðum fyrir vinnustaði í anda viðmiða embættisins fyrir skóla og samfélög,“ segir hún. Linda bætir við að öll umræða um kulnun í starfi sé af hinu góða svo framarlega sem hún sé vönduð. „Kulnun er flókið fyrirbæri. Það hefur mikil áhersla verið á einstaklinginn sjálfan, að hann eða hún þurfi að vinna í þessu, vera ákveðnari, setja sér mörk, vinna í sínum einkennum, fara í slökun, og þess háttar. Auðvitað er mikilvægt að hver og einn sinni sér en af því að þetta er vinnutengt ástand þá þurfa vinnustaðir að bregðast við, sérstaklega ef fjarvera vegna veikinda er mjög algeng og starfsmenn hverfa frá vegna álags. Það er ekki nóg að huga að stjórnun heldur þarf að skoða aðra þætti eins og hvort þurfi að bæta við stöðugildum eða skýra betur hlutverk hvers og eins. Aðbúnaður þarf að vera góður og sveigjanleiki til staðar. Mikilvægt er að huga að því að starfsfólki líði vel í vinnu þann tíma sem það er á staðnum, að það kvíði ekki fyrir að mæta. Þeir sem lenda í alvarlegri kulnun geta þurft töluverðan tíma til að ná sér. Í verstu tilfellunum geta þeir verið frá vinnu í allt að tvö ár. Nýlegar rannsóknir benda til þess að einkenni geti jafnvel varað lengur þótt einstaklingur treysti sér aftur í vinnu,“ segir hún.Best að bregðast strax við Eins og Linda bendir á eru fáir að kljást við alvarleg einkenni kulnunar. Frekar að fólk sé að finna fyrir streitutengdum einkennum. „Því fyrr sem brugðist er við, þeim mun líklegra er að hægt sé að koma í veg fyrir alvarlegt ástand kulnunar. Vissulega er gott að fólk geti snúið aftur á sinn gamla vinnustað en þá þarf vinnustaðurinn í sumum tilfellum að breytast eða starfsmaðurinn að fá annað hlutverk við aðrar aðstæður en voru þegar kulnun þróaðist. Stundum er það gerlegt en ef ekki þá er betra að einstaklingur leiti á ný mið og finni sér annan starfsvettvang. Í bókinni Þegar kona brotnar sem Sirrý Arnardóttir skrifaði í samstarfi við VIRK kemur einmitt fram hvernig konur sem meðal annars upplifðu kulnun náðu að fóta sig aftur. Í öllum tilfellum var um mikla uppbyggingu að ræða, bæði hjá konunum sjálfum en einnig í nærumhverfi þeirra.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjöldi öryrkja tvöfaldast: Stór ástæða kulnun og streita Fjöldi öryrkja hefur ríflega tvöfaldast frá aldamótum og bregðast gæti þurft við með aðgerðum í ríkisfjármálum haldi þróunin áfram með sama hætti. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir streitu og kulnun á vinnumarkaði stóra ástæðu og telur að stytta þurfi vinnuvikuna. Umdeilt frumvarp um starfsgetumat verður líklega lagt fram í vor. 7. september 2019 19:30 Sjúklingar og starfsfólk á gjörgæslu Landspítalans líða fyrir undirmönnun Deildarstjóri gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut segir alvarlegan skort á hjúkrunarfræðingum á deildinni. Ef nýta ætti öll rúm sem eru til staðar þyrfti að ráða í tíu til tólf stöðugildi. Hann segir mikið álag á starfsfólk nú þegar og of algengt að fresta þurfi aðgerðum. 18. apríl 2019 14:00 Fann fyrir kulnun, seldi allar sínar eigur og fór í heimsreisu Fyrrverandi kennarinn og skólastjórinn Guðrún Pétursdóttir var komin að kulnun í starfi þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur. 30. ágúst 2019 15:41 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Fjöldi öryrkja tvöfaldast: Stór ástæða kulnun og streita Fjöldi öryrkja hefur ríflega tvöfaldast frá aldamótum og bregðast gæti þurft við með aðgerðum í ríkisfjármálum haldi þróunin áfram með sama hætti. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir streitu og kulnun á vinnumarkaði stóra ástæðu og telur að stytta þurfi vinnuvikuna. Umdeilt frumvarp um starfsgetumat verður líklega lagt fram í vor. 7. september 2019 19:30
Sjúklingar og starfsfólk á gjörgæslu Landspítalans líða fyrir undirmönnun Deildarstjóri gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut segir alvarlegan skort á hjúkrunarfræðingum á deildinni. Ef nýta ætti öll rúm sem eru til staðar þyrfti að ráða í tíu til tólf stöðugildi. Hann segir mikið álag á starfsfólk nú þegar og of algengt að fresta þurfi aðgerðum. 18. apríl 2019 14:00
Fann fyrir kulnun, seldi allar sínar eigur og fór í heimsreisu Fyrrverandi kennarinn og skólastjórinn Guðrún Pétursdóttir var komin að kulnun í starfi þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur. 30. ágúst 2019 15:41