Sport

Gruden rekinn frá Redskins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gruden svekktur á blaðamannafundi í gær.
Gruden svekktur á blaðamannafundi í gær. vísir/getty
Eftir fimm leikvikur í NFL-deildinni er búið að reka fyrsta þjálfarann. Það var Jay Gruden sem fékk sparkið frá Washington Redskins.

Redskins steinlá gegn New England Patriots í gær og hefur tapað öllum fimm leikjum sínum á leiktíðinni. Það er versta byrjun félagsins frá árinu 2001.

Gruden var boðaður á fund með eiganda og forseta félagsins eldsnemma í morgun þar sem honum var sagt upp störfum.

Eftir leikinn í gær grunaði þjálfarann eðlilega að hann yrði rekinn. Hann sagði samt að hann myndi halda áfram ef hann kæmist enn inn á skrifstofuna sína í fyrramálið. Það gat hann ekki gert.

Hann hafði verið þjálfari liðsins frá árinu 2014. Bróðir hans, Jon, þjálfar lið Oakland Raiders.

NFL

Tengdar fréttir

Fyrsta tap Chiefs | Green Bay á flugi

Öllum að óvörum tapaði Kansas City Chiefs í nótt á heimavelli fyrir Indianapolis Colts. Kansas er því ekki lengur með fullt hús í NFL-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×