Hjartnæmt viðtal við Sif um föðurmissinn: „Hann gaf svo rosalega mikið af sér“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. október 2019 09:00 Sif Atladóttir í landsleik. vísir/bára Landsliðskonan Sif Atladóttir missti föður sinn, Atla Eðvaldsson, í síðasta mánuði. Sif ræddi föðurmissinn í ítarlegu viðtali við RÚV í gær. Sif er nú í Lettlandi með íslenska landsliðinu þar sem hún undirbýr sig fyrir komandi leik í undankeppni EM 2021 en leikið er á morgun í Lettlandi. Goðsögnin Atli lést 2. september en það var einmitt sama dag og Ísland spilaði gegn Slóvakíu í sömu undankeppni. Sif spilar með Kristianstad í Svíþjóð og hún segir að hún eigi liði sínu mikið að þakka. „Kristianstad gerði ótrúlega mikið fyrir mig. Að ganga í gegnum svona er svolítið erfitt. Að hafa skilning frá atvinnurekanda er ótrúlega mikilvægt en það er ekkert gefið í íþróttaheiminum, sagði Sif í ítarlegu viðtali við Kristjönu Arnardóttur. „Við vissum lengi að pabba væri veikur. Hann var hjá okkur í heilt ár og þar gat ég alltaf fylgst með og hann var alltaf frískur hjá okkur, þó að hann hafi verið með krabbamein. Þannig að ég hafði aldrei áhyggjur. Það var ekki fyrr en að hann fór heim að þá fer maður að hugsa um það hvort maður eigi sjálfur að fara heim eða ekki.” Atli er mikil goðsögn á Íslandi og þegar hann lést þá voru margir sem sendu samúðarkveðjur og skrifuðu minningargreinar um fyrrum landsliðsþjálfarann og landsliðsmanninn. „Við vissum alltaf að pabbi væri þekktur en að sjá öll fallegu minningarorðin og að sjá hvað hann snerti fólk.. Þegar ég var krakki að fara með pabba í bæinn, sem átti að taka tíu mínútur, að það tók alltaf 2-3 tíma. Maður hékk á hendinni og sagði: „Jæja, pabbi nú drífum við okkur!” En það var alveg sama hver það var, hvort sem það hafi verið einhver sem hann þekkti eða einhver sem hafði skoðun, hann stoppaði alltaf og talaði við fólkið.” „Oftar en ekki spurði ég hann hver þetta var og hann vissi það ekki: “Bara einhver sem þurfti að tala við mig.” Ég upplifði það alltaf þannig að þegar fólk fór frá honum að þá var það í miklu betra skapi heldur en þegar það kom. Hann gaf svo rosalega mikið af sér. En við áttuðum okkur í rauninni aldrei á því hversu frægur hann var fyrr en hann fer.”Sif í landsleik gegn Ungverjalandi í síðasta mánuði.vísir/báraAtli menntaði sig vel í þjálfarafræðunum en varnarmaðurinn Sif segir að hann hafi lent í erfiðleikum eftir að hann kom heim frá Þýskalandi. „Ég veit líka hvað hann gekk í gegnum. Hann fer til Þýskalands og sækir sér þessa þjálfaragráðu. Svo kemur hann heim og þá varð maður pínu reiður. Helst af því að maður sá hann lenda í svo rosalegu mótlæti. Þá hugsar maður stundum: „Hvar var fólkið þegar hann þurfti mest á því að halda?”. Þegar maður fer að rifja þetta upp getur maður orðið pínu reiður. En svo sagði Egill bróðir að pabbi hefði hugsað með sér: „Það er ekki það sem skiptir máli.”. Fólk er að minnast hans af því að hann var svo dásamlegur. Svo næst, ef einhver bankar upp á og þú átt möguleikann á því að opna dyrnar, að þá kannski opnarðu dyrnar.” „Pabbi hefði líka sagt þetta. Bara að ef við getum hjálpað hvoru öðru að þá er það mjög mikilvægt. Ég held að það hafi lýst honum ótrúlega vel. Ef að pabbi hefði átt möguleikann á að opna dyrnar fyrir þeim sem bankaði upp hjá honum að þá hefði hann alltaf gert það. Það var alltaf heitt á könnunni hjá honum og það skipti ekki máli hver það var.” Ég held að minningarorðin um hann frá, ekki bara þjóðinni heldur heiminum, lýsi honum ótrúlega vel. Hann gaf sér alltaf tíma og það er eitthvað sem við systkinin munum klárlega taka með okkur. Ég held að við höfum fengið svolítið mikið frá honum því við reynum að gefa okkur tíma fyrir allt og alla. Það er bara af því að hann leiddi þá leið frá því við vorum ung.” Viðtalið í heild sinni má sjá hér. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tíu eftirminnilegustu atvikin á ferli Atla Eðvaldssonar Vísir rifjar upp eftirminnilegustu atvikin á löngum og glæsilegum fótboltaferli Atla Eðvaldssonar. 4. september 2019 12:00 Atli Eðvaldsson borinn til grafar í dag: „Fyrst og fremst mannvinur hinn mesti“ Einn af bestu sonum íslenskrar knattspyrnu var borinn til grafar í dag. 12. september 2019 16:15 Atli tók mig strax undir sinn verndarvæng Oliver Bierhoff, yfirmaður knattspyrnumála hjá þýska knattspyrnusambandinu og fyrrverandi landsliðsframherji Þýskalands, fór fögrum orðum um Atla Eðvaldsson. 5. september 2019 11:30 Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Þann 11. september 1999, eða fyrir 20 árum, tryggði KR sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár. 11. september 2019 13:45 Atla verður minnst fyrir leikinn á móti Moldóvu á morgun Knattspyrnusamband Íslands ætlar að minnast Atla Eðvaldssonar fyrir leikinn á móti Moldóvu á Laugardalsvelli á morgun. 6. september 2019 10:37 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Landsliðskonan Sif Atladóttir missti föður sinn, Atla Eðvaldsson, í síðasta mánuði. Sif ræddi föðurmissinn í ítarlegu viðtali við RÚV í gær. Sif er nú í Lettlandi með íslenska landsliðinu þar sem hún undirbýr sig fyrir komandi leik í undankeppni EM 2021 en leikið er á morgun í Lettlandi. Goðsögnin Atli lést 2. september en það var einmitt sama dag og Ísland spilaði gegn Slóvakíu í sömu undankeppni. Sif spilar með Kristianstad í Svíþjóð og hún segir að hún eigi liði sínu mikið að þakka. „Kristianstad gerði ótrúlega mikið fyrir mig. Að ganga í gegnum svona er svolítið erfitt. Að hafa skilning frá atvinnurekanda er ótrúlega mikilvægt en það er ekkert gefið í íþróttaheiminum, sagði Sif í ítarlegu viðtali við Kristjönu Arnardóttur. „Við vissum lengi að pabba væri veikur. Hann var hjá okkur í heilt ár og þar gat ég alltaf fylgst með og hann var alltaf frískur hjá okkur, þó að hann hafi verið með krabbamein. Þannig að ég hafði aldrei áhyggjur. Það var ekki fyrr en að hann fór heim að þá fer maður að hugsa um það hvort maður eigi sjálfur að fara heim eða ekki.” Atli er mikil goðsögn á Íslandi og þegar hann lést þá voru margir sem sendu samúðarkveðjur og skrifuðu minningargreinar um fyrrum landsliðsþjálfarann og landsliðsmanninn. „Við vissum alltaf að pabbi væri þekktur en að sjá öll fallegu minningarorðin og að sjá hvað hann snerti fólk.. Þegar ég var krakki að fara með pabba í bæinn, sem átti að taka tíu mínútur, að það tók alltaf 2-3 tíma. Maður hékk á hendinni og sagði: „Jæja, pabbi nú drífum við okkur!” En það var alveg sama hver það var, hvort sem það hafi verið einhver sem hann þekkti eða einhver sem hafði skoðun, hann stoppaði alltaf og talaði við fólkið.” „Oftar en ekki spurði ég hann hver þetta var og hann vissi það ekki: “Bara einhver sem þurfti að tala við mig.” Ég upplifði það alltaf þannig að þegar fólk fór frá honum að þá var það í miklu betra skapi heldur en þegar það kom. Hann gaf svo rosalega mikið af sér. En við áttuðum okkur í rauninni aldrei á því hversu frægur hann var fyrr en hann fer.”Sif í landsleik gegn Ungverjalandi í síðasta mánuði.vísir/báraAtli menntaði sig vel í þjálfarafræðunum en varnarmaðurinn Sif segir að hann hafi lent í erfiðleikum eftir að hann kom heim frá Þýskalandi. „Ég veit líka hvað hann gekk í gegnum. Hann fer til Þýskalands og sækir sér þessa þjálfaragráðu. Svo kemur hann heim og þá varð maður pínu reiður. Helst af því að maður sá hann lenda í svo rosalegu mótlæti. Þá hugsar maður stundum: „Hvar var fólkið þegar hann þurfti mest á því að halda?”. Þegar maður fer að rifja þetta upp getur maður orðið pínu reiður. En svo sagði Egill bróðir að pabbi hefði hugsað með sér: „Það er ekki það sem skiptir máli.”. Fólk er að minnast hans af því að hann var svo dásamlegur. Svo næst, ef einhver bankar upp á og þú átt möguleikann á því að opna dyrnar, að þá kannski opnarðu dyrnar.” „Pabbi hefði líka sagt þetta. Bara að ef við getum hjálpað hvoru öðru að þá er það mjög mikilvægt. Ég held að það hafi lýst honum ótrúlega vel. Ef að pabbi hefði átt möguleikann á að opna dyrnar fyrir þeim sem bankaði upp hjá honum að þá hefði hann alltaf gert það. Það var alltaf heitt á könnunni hjá honum og það skipti ekki máli hver það var.” Ég held að minningarorðin um hann frá, ekki bara þjóðinni heldur heiminum, lýsi honum ótrúlega vel. Hann gaf sér alltaf tíma og það er eitthvað sem við systkinin munum klárlega taka með okkur. Ég held að við höfum fengið svolítið mikið frá honum því við reynum að gefa okkur tíma fyrir allt og alla. Það er bara af því að hann leiddi þá leið frá því við vorum ung.” Viðtalið í heild sinni má sjá hér.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tíu eftirminnilegustu atvikin á ferli Atla Eðvaldssonar Vísir rifjar upp eftirminnilegustu atvikin á löngum og glæsilegum fótboltaferli Atla Eðvaldssonar. 4. september 2019 12:00 Atli Eðvaldsson borinn til grafar í dag: „Fyrst og fremst mannvinur hinn mesti“ Einn af bestu sonum íslenskrar knattspyrnu var borinn til grafar í dag. 12. september 2019 16:15 Atli tók mig strax undir sinn verndarvæng Oliver Bierhoff, yfirmaður knattspyrnumála hjá þýska knattspyrnusambandinu og fyrrverandi landsliðsframherji Þýskalands, fór fögrum orðum um Atla Eðvaldsson. 5. september 2019 11:30 Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Þann 11. september 1999, eða fyrir 20 árum, tryggði KR sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár. 11. september 2019 13:45 Atla verður minnst fyrir leikinn á móti Moldóvu á morgun Knattspyrnusamband Íslands ætlar að minnast Atla Eðvaldssonar fyrir leikinn á móti Moldóvu á Laugardalsvelli á morgun. 6. september 2019 10:37 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Tíu eftirminnilegustu atvikin á ferli Atla Eðvaldssonar Vísir rifjar upp eftirminnilegustu atvikin á löngum og glæsilegum fótboltaferli Atla Eðvaldssonar. 4. september 2019 12:00
Atli Eðvaldsson borinn til grafar í dag: „Fyrst og fremst mannvinur hinn mesti“ Einn af bestu sonum íslenskrar knattspyrnu var borinn til grafar í dag. 12. september 2019 16:15
Atli tók mig strax undir sinn verndarvæng Oliver Bierhoff, yfirmaður knattspyrnumála hjá þýska knattspyrnusambandinu og fyrrverandi landsliðsframherji Þýskalands, fór fögrum orðum um Atla Eðvaldsson. 5. september 2019 11:30
Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Þann 11. september 1999, eða fyrir 20 árum, tryggði KR sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár. 11. september 2019 13:45
Atla verður minnst fyrir leikinn á móti Moldóvu á morgun Knattspyrnusamband Íslands ætlar að minnast Atla Eðvaldssonar fyrir leikinn á móti Moldóvu á Laugardalsvelli á morgun. 6. september 2019 10:37